Mark spáir í spilin
Liverpool á að eiga góða möguleika á Englandsmeistaratitlinum á þessu keppnistímabili. Til þess að það geti gerst þarf sterkan liðshóp og lykilmenn verða að haldast heilir. Einn nýr liðsmaður hefur komið til liðs við Liverpool frá síðasta leik. Mörgum finnst að það þurfi að styrja liðshópinn frekar. Hvort það gerist kemur í ljós fyrir lok þessa mánaðar.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hefur nú fengið 5000 stig í efstu deild. Ekkert lið hefur náð fleiri stigum í efstu deild.
- Steven Gerrard hefur skorað tíu mörk á móti Aston Villa. Hann hefur skorað flest mörk gegn Villa af öllum liðum.
- Steven skoraði þrennu gegn Villa á síðustu leiktíð þegar Liverpool vann 5:0 á Anfield.
- Liverpool hefur skorað fimm mörk á þessari leiktíð. Fimm leikmenn hafa skorað mörkin.
- Liverpool hefur aldrei tapað leik sem Fernando Torres hefur skorað í. Hann hefur skorað í 28 leikjum með Liverpool.
- Hann hefur skorað 51 mark í þessum 28 leikjum.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Aston Villa
Liverpool átti slakan leik á móti Tottenham en liðið lék mjög vel gegn Stoke á miðvikudaginn og sundurspilaði liðið á köflum. Villa hefur ekki byrjað keppnistímabilið vel. Vörn liðsins virðist ekki sterk núna og það sást vel þegar liðið tapaði fyrir Wigan í fyrsta leik.
Með þetta allt í huga þá á ég ekki von á öðru en að Liverpool haldi áfram þaðan sem frá var horfið gegn Potters og vinni sinn annan leik í röð.
Úrskurður: Liverpool v Aston Villa 2:0.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!