| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Gerum Anfield að óvinnandi vígi!
Rafael Benítez segir það lykilatriði að ná betri árangri á heimavelli, ætli liðið sér að vera í titilbaráttunni í vetur.
Eins og flestum er því miður enn í fersku minni enduðu alls 7 heimaleikir Liverpool á síðustu leiktíð með jafntefli, sem varð öðru fremur til þess að Englandsmeistarabikarinn endaði ekki á sínum rétta stað. Þessu vill Benítez breyta og vonast til þess að leikmenn sínir verði óvægnari við gesti sína en hingað til.
4-0 sigurinn á Stoke á miðvikudaginn var vonandi vísbending um þessar breyttu áherslur Benítez, en þann leik byrjaði Liverpool af miklum krafti og gaf gestunum í raun aldrei færi á að komast inn í leikinn. Benítez vonar að hans menn taki eins á móti Aston Villa nú á eftir.
,,Við höfum farið yfir þetta með leikmönnunum og við erum sammála um að byrja leikina á háu tempói og gera andstæðingunum ljóst frá fyrstu mínútu að við séum ekki auðveldir heim að sækja. Á Anfield höfum við fullan völl af frábærum stuðningsmönnum og það ætti að gefa okkur nægilegan aukakraft til að gera Anfield að óvinnandi vígi."
,,Það er mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrstu leikjunum á heimavelli. Það gefur okkur að sjálfsögðu aukið sjálfstraust og um leið verða andstæðingarnir hræddari. Það vita allir nú þegar að það er erfitt að mæta á Anfield. Nú verðum við að gera það ennþá erfiðara!"
Liverpool kjöldró Aston Villa á Anfield á síðustu leiktíð, 5-0, en Benítez varar við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn í kvöld.
,,Auðvitað vonast ég eftir sigri og stórsigur væri ekkert leiðinlegt veganesti inn í framhaldið, en Aston Villa er mjög gott lið og þetta verður örugglega erfiður leikur. Við vorum á mjög góðu róli þegar við mættum þeim á síðustu leiktíð og að sama skapi voru þeir í hálfgerðri lægð, en ég vonast auðvitað eftir sigri."
,,Sigurinn gegn Stoke gaf okkur aukið sjálfstraust og hlutirnir eru alltaf léttari og skemmtilegri þegar sjálfstraustið er til staðar. Vonandi tekst okkur að ná í öll þrjú stigin, það er það sem öllu máli skiptir þegar upp er staðið."
Eins og flestum er því miður enn í fersku minni enduðu alls 7 heimaleikir Liverpool á síðustu leiktíð með jafntefli, sem varð öðru fremur til þess að Englandsmeistarabikarinn endaði ekki á sínum rétta stað. Þessu vill Benítez breyta og vonast til þess að leikmenn sínir verði óvægnari við gesti sína en hingað til.
4-0 sigurinn á Stoke á miðvikudaginn var vonandi vísbending um þessar breyttu áherslur Benítez, en þann leik byrjaði Liverpool af miklum krafti og gaf gestunum í raun aldrei færi á að komast inn í leikinn. Benítez vonar að hans menn taki eins á móti Aston Villa nú á eftir.
,,Við höfum farið yfir þetta með leikmönnunum og við erum sammála um að byrja leikina á háu tempói og gera andstæðingunum ljóst frá fyrstu mínútu að við séum ekki auðveldir heim að sækja. Á Anfield höfum við fullan völl af frábærum stuðningsmönnum og það ætti að gefa okkur nægilegan aukakraft til að gera Anfield að óvinnandi vígi."
,,Það er mjög mikilvægt að ná góðum úrslitum í fyrstu leikjunum á heimavelli. Það gefur okkur að sjálfsögðu aukið sjálfstraust og um leið verða andstæðingarnir hræddari. Það vita allir nú þegar að það er erfitt að mæta á Anfield. Nú verðum við að gera það ennþá erfiðara!"
Liverpool kjöldró Aston Villa á Anfield á síðustu leiktíð, 5-0, en Benítez varar við of mikilli bjartsýni fyrir leikinn í kvöld.
,,Auðvitað vonast ég eftir sigri og stórsigur væri ekkert leiðinlegt veganesti inn í framhaldið, en Aston Villa er mjög gott lið og þetta verður örugglega erfiður leikur. Við vorum á mjög góðu róli þegar við mættum þeim á síðustu leiktíð og að sama skapi voru þeir í hálfgerðri lægð, en ég vonast auðvitað eftir sigri."
,,Sigurinn gegn Stoke gaf okkur aukið sjálfstraust og hlutirnir eru alltaf léttari og skemmtilegri þegar sjálfstraustið er til staðar. Vonandi tekst okkur að ná í öll þrjú stigin, það er það sem öllu máli skiptir þegar upp er staðið."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan