| Sf. Gutt
Rafael Benítez var skiljanlega ekki ánægður með sína menn eftir tapið gegn Aston Villa á mánudagskvöldið. Hann lék þá líka heyra það. Rafael er frekar orðvar maður þannig að það verður að teljast mjög óvenjulegt að hann gagnrýni sína menn opinberlega.
Hann sagði menn verða að rífa sig upp í næsta leik og koma sér á rétt spor. Hann beindi því líka til sinna reyndustu manna að þeir yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og taka meiri ábyrgð. Steven Gerrard fékk ábendingu vegna vítaspyrnunnar sem hann gaf. Hann sagði líka að lykilmenn hefðu gert slæm mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknu.
Rafa sagði að liðshópurinn ætti að vera nógu góður enda var liðið á titilbaráttu á síðasta keppnistímabili. Ekki þýddi að fjasa um að nýja menn vantaði. Þeir sem fyrir eru yrðu einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og hann hefði trú á að liðið gæti það.
Þess má líka geta að Rafael Benítez gagnrýndi Ferndno Torres eftir tapið gegn Tottenham. Eftir þann leik sagði hann að Fernando mætti ekki eyða kröftum sínum og einbeitingu í að þrasa við andstæðinga sína og dómara.
Nú er að sjá hvort þessi ákveðnu skilboð Rafael Benítez til sinna manna valdi því að liðið komi sér í gang eftir slæma byrjun á keppnistímabilinu. Vonandi hrífa orð hans því liðið verður nú að ná góðri rispu til að bæta fyrir tvö töp í fyrstu þremur leikjunum.
TIL BAKA
Rafa reiður!

Hann sagði menn verða að rífa sig upp í næsta leik og koma sér á rétt spor. Hann beindi því líka til sinna reyndustu manna að þeir yrðu að ganga fram fyrir skjöldu og taka meiri ábyrgð. Steven Gerrard fékk ábendingu vegna vítaspyrnunnar sem hann gaf. Hann sagði líka að lykilmenn hefðu gert slæm mistök á mikilvægum tímapunktum í leiknu.
Rafa sagði að liðshópurinn ætti að vera nógu góður enda var liðið á titilbaráttu á síðasta keppnistímabili. Ekki þýddi að fjasa um að nýja menn vantaði. Þeir sem fyrir eru yrðu einfaldlega að taka sig saman í andlitinu og hann hefði trú á að liðið gæti það.
Þess má líka geta að Rafael Benítez gagnrýndi Ferndno Torres eftir tapið gegn Tottenham. Eftir þann leik sagði hann að Fernando mætti ekki eyða kröftum sínum og einbeitingu í að þrasa við andstæðinga sína og dómara.
Nú er að sjá hvort þessi ákveðnu skilboð Rafael Benítez til sinna manna valdi því að liðið komi sér í gang eftir slæma byrjun á keppnistímabilinu. Vonandi hrífa orð hans því liðið verður nú að ná góðri rispu til að bæta fyrir tvö töp í fyrstu þremur leikjunum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan