| Sf. Gutt

Steven getur betur

Steven Gerrard hefur ekki náð sér á strik, frekar en flestir aðrir leikmenn Liverpool, það sem af er leiktíðar. Rafael Benítez vill að hann og aðrir leikmenn liðsins taki sig á og fari að spila betur.

"Við höfum séð Steven spila virkilega vel í nokkuð langan tíma. Hann er einn af lykilmönnum liðsins og hann verður það áfram. Hann veit vel að hann er nú búinn að spila nokkra leiki sem hann hefur ekki verið upp á sitt besta í. Það tekst eftir því þegar hann spilar ekki vel vegna þess hversu vel hann spilar venjulega. Ég veit að hann er nú tilbúinn í slaginn. Leikmennirnir eru ekki heimskir. Þeir gera sér grein fyrir því þegar þeir eru ekki að spila eins vel og þeir geta. Allir hérna vita að við verðum að bæta okkur."

Liverpool hefur nú spilað þrjá leiki í deildinni og tapað tveimur af þeim. Í dag mætir liðið Bolton á útivelli og Rafael vill að menn sínir rífi sig upp og sýni góðan leik.

"Það má ljóst vera að allir þurfa að bæta sig. Við erum búnir að fara vel yfir málið og talað við alla leikmennina. Þeir hafa tekið vel í það sem við höfum haft fram að færa og hafa æft vel alla vikuna því það er eins leiðin til að breyta gangi mála. Núna verða þeir að sýna hvað í þeim býr. Liðið vill sýna að það sé nógu gott. Ég veit að við getum bætt okkur og ég get fullvissað alla um að leikmennirnir munu berjast eins og ljón frá fyrstu mínútu."

Nú er að vona að liðið okkar hrökkvi í gang í dag því ekki dugir að halda áfram í þessu fari ætli það sér að berjast um Englandsmeistaratitilinn.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan