| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kærkominn sigur!
Eftir tvö töp í fyrstu þremur deildarleikjunum náði Liverpool kærkomnum sigri í Bolton. Liverpool lenti tvívegis undir en herjaði fram 3:2 sigur.
Leikmenn Liverpool voru undir miklu álagi fyrir þennan leik því staða liðsins var ekki gæfuleg eftir tvö töp í fyrstu þremur leikjunum.
Grikkinn Sotirios Kyrgiakos var settur í byrjunarliðið í stað Martin Skrtel sem enn er ekki orðinn góður í kjálkanum frá því í fyrsta leik. Slókvakinn var þó á bekknum. Ungverjinn Peter Gulacsi komst í fyrsta sinn í aðalliðshópinn. Hann var varamarkmaður vegna fráfalls föður Diego Cavalieri.
Bæði liði komu óstyrk til leiks eftir erfiða byrjun á leiktíðinni. Heimamenn verr staddir án stiga og marka í deildinni. Það var því hart barist frá fyrstu mínútu. Fá færi sköpuðust þar til Bolton skoraði á 33. mínútu úr sínu fyrstu marktilraun. Hornspyrna var send fyrir frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Johan Elmander skallaði til baka. Vörn Liverpool brást og Kevin Davies skoraði frír af örstuttu færi. Fögnuður heimamanna var skiljanlega mikill en leikmenn Liverpool gáfust ekki upp. Á 41. mínútu tók Steven Gerrard horn frá vinstri. Boltinn barst út fyrir teiginn hægra megin þar sem Glen Johnson lék á varnarmann og skoraði svo með föstu skoti neðst í hornið án þess að Jussi Jaaskelainen gæti hreyft legg né lið. Glen, sem lék mjög vel, notaði meira að segja vinstri fótinn! Bolton náði næstum aftur forystu á lokamínútu hálfleiksins. Dæmd var aukaspyrna rétt utan vítateigs. Matthew Taylor þrumaði að marki en Jose Reina varði frábærlega með því að slá boltann yfir.
Líklega héldu flestir að Liverpool myndu taka völdin í síðari hálfleik en það var nú eitthvað annað því Bolton komst strax yfir. Jussi sendi háa aukaspyrnu fram. Kevin skallaði boltann áfram og hann féll fyrir fótum Tamir Cohen sem skoraði óvaldaður. Ekki er víst að faðir hans Avi, sem lék með Liverpool fyrr á árum, hafi verið of kátur með markið hjá stráknum! Öll mörkin sem Liverpool hefur fengið á sig á keppnistímabilinu hafa komið eftir föst leikatriði. Varnarmenn Liverpool virtust oft óöruggir en Sotirios stóð fyrir sínu og þá sérstaklega þegar hann barðist í háloftunum. Hann vann fjölmörg skallaeinvígi.
Á 54. mínútu kom vendipunktur í leiknum. Lucas Leiva, sem átti fínan leik, var þá felldur af Sean David utan við vítateig Bolton. Dómarinn sýndi honum gult spjald í annað sinn og þar með var Liverpool manni fleiri við mikla ógleði heimamanna sem töldu dóminn harðan. Rauði herinn færði sér það snarlega í nyt með því að gera harða hríð að marki Bolton. Á 56. mínútu fékk Steven boltann rétt utan vítateigs hægra megin og þrumaði að marki en því miður small boltinn í þverslá. Sókn Liverpool hélt áfram og mínútu seinna sendi Steven inn á vítateignn. Dirk lagði boltann laglega fyrir fætur Fernando Torres með brjóstkassanum. "Strákurinn" hélt yfirvegun sinni og spyrnti boltanum af öryggi út í hornið. Nú var jafnt á nýjan leik.
Liverpool réði nú lögum og lofum. Sóknir liðsins voru fjölmargar en heimamenn vörðust með kjafti og klóm. Á 67. mínútu átti Steven gott skot utan teigs en boltinn fór yfir. Yossi Benayoun og Andriy Voronin komu til leiks því nú átti að herja fram sigur. Það tókst með marki sjö mínútum fyrir leikslok. Eftir fyrirgjöf frá hægri skallaði Fernando boltann til baka út á Steven Gerrard sem þrykkti boltanum upp í þaknetið með fallegu skoti! Markinu var fagnað innilega innan vallar sem utan af rauðliðum enda full ástæða til. Liverpool hafði nú þrjú stig í hendi sér og hefði getað bætt við. Þremur mínútum fyrir leikslok náði Liverpool hraðri sókn sókn. Boltinn gekk manna á milli þar til Andriy renndi honum á Fernando sem virtist ætla að skora rétt við markið en Jussi varði á ótrúlegan hátt á marklínunni. Stigin þrjú fóru til Liverpool og það var kærkomin niðurstaða svo ekki sé fastar að orði kveðið! Liverpool á þó enn þó nokkuð í land með að leika sannfærandi en það kemur vonandi!
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Samuel, Elmander (Basham 59 mín.), Muamba (Mustapha 90. mín.), Davis, Cohen (Steinsson 78. mín.), Taylor og Davies. Ónotaðir varamenn: Al Habsi, A O´Brien, Lee og Robinson.
Mörk Bolton: Kevin Davies (33. mín.) og Tamir Cohen (47. mín.).
Gul spjöld: Gary Cahill, Fabrice Muamba og Sean Davis.
Rautt spjald: Sean Davis.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Insua, Mascherano (Voronin 74. mín.), Leiva, Kuyt (Dossena 89. mín.), Gerrard, Riera (Benayoun 63. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kelly, Plessis, Skrtel og Kelly.
Mörk Liverpool: Glen Johnson (41. mín.), Fernando Torres (56. mín.) og Steven Gerrard (83. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Reebok leikvanginum: 23.284.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Rafael Benítez hafði hvatt fyrirliða sinn til dáða fyrir leikinn og sagt honum að taka sig á. Steven svaraði kalli framkvæmdastjóra síns með því að draga lið sitt áfram og enda svo á því að skora sigurmarkið í leiknum!
Rafael Benítez: Leikmennirnir vildu standa sig í dag og þeir vissu að við þurftum að spila betur. Þeir voru mjög ákveðnir frá fyrstu mínútu og ætluðu sér sigur. Svona hugarfar er mikilvægt og ég er mjög ánægður með hvernig leikmennirnir brugðust við þeirri áskorun sem þeir stóðu andspænis. Ég held að við höfum sýnt í dag að við erum með gott lið og við getum unnið alla þegar við spilum eins vel og við getum.
Fróðleikur: - Liverpool vann sinn sjötta leik í röð gegn Bolton. - Fernando Torres skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. - Þeir Glen Johnson og Steven Gerrard skoruðu í annað sinn á keppnistímabilinu. - Sotirios Kyrgiakos lék sinn fyrsta leik með Liverpool. - Hann varð þar með fyrstur Grikkja til að spila fyrir hönd Liverpool. - Tamir Cohen skoraði í annað sinn gegn Liverpool.
Leikmenn Liverpool voru undir miklu álagi fyrir þennan leik því staða liðsins var ekki gæfuleg eftir tvö töp í fyrstu þremur leikjunum.
Grikkinn Sotirios Kyrgiakos var settur í byrjunarliðið í stað Martin Skrtel sem enn er ekki orðinn góður í kjálkanum frá því í fyrsta leik. Slókvakinn var þó á bekknum. Ungverjinn Peter Gulacsi komst í fyrsta sinn í aðalliðshópinn. Hann var varamarkmaður vegna fráfalls föður Diego Cavalieri.
Bæði liði komu óstyrk til leiks eftir erfiða byrjun á leiktíðinni. Heimamenn verr staddir án stiga og marka í deildinni. Það var því hart barist frá fyrstu mínútu. Fá færi sköpuðust þar til Bolton skoraði á 33. mínútu úr sínu fyrstu marktilraun. Hornspyrna var send fyrir frá hægri. Boltinn fór yfir á fjærstöng þar sem Johan Elmander skallaði til baka. Vörn Liverpool brást og Kevin Davies skoraði frír af örstuttu færi. Fögnuður heimamanna var skiljanlega mikill en leikmenn Liverpool gáfust ekki upp. Á 41. mínútu tók Steven Gerrard horn frá vinstri. Boltinn barst út fyrir teiginn hægra megin þar sem Glen Johnson lék á varnarmann og skoraði svo með föstu skoti neðst í hornið án þess að Jussi Jaaskelainen gæti hreyft legg né lið. Glen, sem lék mjög vel, notaði meira að segja vinstri fótinn! Bolton náði næstum aftur forystu á lokamínútu hálfleiksins. Dæmd var aukaspyrna rétt utan vítateigs. Matthew Taylor þrumaði að marki en Jose Reina varði frábærlega með því að slá boltann yfir.
Líklega héldu flestir að Liverpool myndu taka völdin í síðari hálfleik en það var nú eitthvað annað því Bolton komst strax yfir. Jussi sendi háa aukaspyrnu fram. Kevin skallaði boltann áfram og hann féll fyrir fótum Tamir Cohen sem skoraði óvaldaður. Ekki er víst að faðir hans Avi, sem lék með Liverpool fyrr á árum, hafi verið of kátur með markið hjá stráknum! Öll mörkin sem Liverpool hefur fengið á sig á keppnistímabilinu hafa komið eftir föst leikatriði. Varnarmenn Liverpool virtust oft óöruggir en Sotirios stóð fyrir sínu og þá sérstaklega þegar hann barðist í háloftunum. Hann vann fjölmörg skallaeinvígi.
Á 54. mínútu kom vendipunktur í leiknum. Lucas Leiva, sem átti fínan leik, var þá felldur af Sean David utan við vítateig Bolton. Dómarinn sýndi honum gult spjald í annað sinn og þar með var Liverpool manni fleiri við mikla ógleði heimamanna sem töldu dóminn harðan. Rauði herinn færði sér það snarlega í nyt með því að gera harða hríð að marki Bolton. Á 56. mínútu fékk Steven boltann rétt utan vítateigs hægra megin og þrumaði að marki en því miður small boltinn í þverslá. Sókn Liverpool hélt áfram og mínútu seinna sendi Steven inn á vítateignn. Dirk lagði boltann laglega fyrir fætur Fernando Torres með brjóstkassanum. "Strákurinn" hélt yfirvegun sinni og spyrnti boltanum af öryggi út í hornið. Nú var jafnt á nýjan leik.
Liverpool réði nú lögum og lofum. Sóknir liðsins voru fjölmargar en heimamenn vörðust með kjafti og klóm. Á 67. mínútu átti Steven gott skot utan teigs en boltinn fór yfir. Yossi Benayoun og Andriy Voronin komu til leiks því nú átti að herja fram sigur. Það tókst með marki sjö mínútum fyrir leikslok. Eftir fyrirgjöf frá hægri skallaði Fernando boltann til baka út á Steven Gerrard sem þrykkti boltanum upp í þaknetið með fallegu skoti! Markinu var fagnað innilega innan vallar sem utan af rauðliðum enda full ástæða til. Liverpool hafði nú þrjú stig í hendi sér og hefði getað bætt við. Þremur mínútum fyrir leikslok náði Liverpool hraðri sókn sókn. Boltinn gekk manna á milli þar til Andriy renndi honum á Fernando sem virtist ætla að skora rétt við markið en Jussi varði á ótrúlegan hátt á marklínunni. Stigin þrjú fóru til Liverpool og það var kærkomin niðurstaða svo ekki sé fastar að orði kveðið! Liverpool á þó enn þó nokkuð í land með að leika sannfærandi en það kemur vonandi!
Bolton Wanderes: Jaaskelainen, Ricketts, Cahill, Knight, Samuel, Elmander (Basham 59 mín.), Muamba (Mustapha 90. mín.), Davis, Cohen (Steinsson 78. mín.), Taylor og Davies. Ónotaðir varamenn: Al Habsi, A O´Brien, Lee og Robinson.
Mörk Bolton: Kevin Davies (33. mín.) og Tamir Cohen (47. mín.).
Gul spjöld: Gary Cahill, Fabrice Muamba og Sean Davis.
Rautt spjald: Sean Davis.
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Kyrgiakos, Insua, Mascherano (Voronin 74. mín.), Leiva, Kuyt (Dossena 89. mín.), Gerrard, Riera (Benayoun 63. mín.) og Torres. Ónotaðir varamenn: Gulacsi, Kelly, Plessis, Skrtel og Kelly.
Mörk Liverpool: Glen Johnson (41. mín.), Fernando Torres (56. mín.) og Steven Gerrard (83. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard.
Áhorfendur á Reebok leikvanginum: 23.284.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Rafael Benítez hafði hvatt fyrirliða sinn til dáða fyrir leikinn og sagt honum að taka sig á. Steven svaraði kalli framkvæmdastjóra síns með því að draga lið sitt áfram og enda svo á því að skora sigurmarkið í leiknum!
Rafael Benítez: Leikmennirnir vildu standa sig í dag og þeir vissu að við þurftum að spila betur. Þeir voru mjög ákveðnir frá fyrstu mínútu og ætluðu sér sigur. Svona hugarfar er mikilvægt og ég er mjög ánægður með hvernig leikmennirnir brugðust við þeirri áskorun sem þeir stóðu andspænis. Ég held að við höfum sýnt í dag að við erum með gott lið og við getum unnið alla þegar við spilum eins vel og við getum.
Fróðleikur: - Liverpool vann sinn sjötta leik í röð gegn Bolton. - Fernando Torres skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni. - Þeir Glen Johnson og Steven Gerrard skoruðu í annað sinn á keppnistímabilinu. - Sotirios Kyrgiakos lék sinn fyrsta leik með Liverpool. - Hann varð þar með fyrstur Grikkja til að spila fyrir hönd Liverpool. - Tamir Cohen skoraði í annað sinn gegn Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan