| Sf. Gutt
Sotirios Kyrgiakos lék sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Bolton. Segja má að leikurinn hafi verið töluverð eldskírn fyrir hann því Bolton leikur jafnan fast og sóknarmenn liðsins láta finna vel fyrir sér. Leikurinn reyndist líka erfiður fyrir Liverpool og liðið lenti tvívegis undir en herjaði fram sigur áður en yfir lauk. Forn Grikkir voru harðir af sér og Sotirios stóð þó fyrir sínu, vann marga loftbardaga og fagnaði sigri í sínum fyrsta leik.
Rafael Benítez var ánægður með framgöngu gríska landsliðsmannsins í frumraun sinni. "Þetta var erfiður leikur fyrir Kyrgiakos en ég er mjög ánægður með leik hans því hann vann mörg skallaeinvígi gegn Kevin Davies og það er ekki auðvelt. Það er líka erfitt að spila á móti Johan Elmander. Mér fannst hann spila mjög vel ef það er haft í huga að þetta var fyrsti leikur hans í ensku knattspyrnunni."
Jamie Carragher lék við hliðina á Sotirios í hjarta varnar Liverpool. Hann var ánægður með þennan nýja félaga sinn. "Hann kom inn í liðið og stóð sig vel. Hann hlaut sannkallaða eldskírn því það eru fáir leikir erfiðari en Bolton á útivelli. Hann vann skallaeinvígi sín við Kevin Davies sem er einn erfiðasti mótherji sem fyrirfinnst í Úrvalsdeildinni."
Sotirios Kyrgiakos lék, eins og fyrr segir, sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Bolton. Hann varð um leið fyrstur Grikkja til að spila með Liverpool.
TIL BAKA
Eldskírn Grikkjans

Rafael Benítez var ánægður með framgöngu gríska landsliðsmannsins í frumraun sinni. "Þetta var erfiður leikur fyrir Kyrgiakos en ég er mjög ánægður með leik hans því hann vann mörg skallaeinvígi gegn Kevin Davies og það er ekki auðvelt. Það er líka erfitt að spila á móti Johan Elmander. Mér fannst hann spila mjög vel ef það er haft í huga að þetta var fyrsti leikur hans í ensku knattspyrnunni."
Jamie Carragher lék við hliðina á Sotirios í hjarta varnar Liverpool. Hann var ánægður með þennan nýja félaga sinn. "Hann kom inn í liðið og stóð sig vel. Hann hlaut sannkallaða eldskírn því það eru fáir leikir erfiðari en Bolton á útivelli. Hann vann skallaeinvígi sín við Kevin Davies sem er einn erfiðasti mótherji sem fyrirfinnst í Úrvalsdeildinni."
Sotirios Kyrgiakos lék, eins og fyrr segir, sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Bolton. Hann varð um leið fyrstur Grikkja til að spila með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan