| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Naumur sigur
Liverpool byrjar Meistaradeildina með sigri en sigurinn var þó naumur, liðið var óbreytt frá leiknum gegn Burnley um helgina. Ungverska liðið Debreceni reyndist svo sannarlega sýnd veiði en ekki gefin.
Rafa Benítez stjórnaði liðinu í 300. sinn og þó svo að sigur hafi unnist má leiða að því líkum að Benítez sé ekkert of kátur með frammistöðu liðsins í kvöld. Liðið stjórnaði þó leiknum að mestu og leikmenn fengu færi til þess að skora fleiri mörk en þetta eina sem leit dagsins ljós.
Snemma leiks átti Fernando Torres skot rétt yfir markið og stuttu síðar skallaði Laszlo Bodnar frá eftir að Lucas hafði náð skoti að marki. Þessar fyrstu mínútur gáfu til kynna að leikmenn liðsins ætluðu að skora snemma. Á 13. mínútu skaut Kuyt rétt framhjá marki eftir snögga aukaspyrnu frá Albert Riera, Spánverjinn átti svo sjálfur skaut svo framhjá ekki löngu seinna eftir góðan undirbúning Glen Johnson.
Ungverjarnir færðu sig framar á völlinn eftir því sem leið á hálfleikinn og það mátti sjá aukið sjálfstraust í aðgerðum þeirra. Þeir fengu sína fyrstu hornspyrnu um miðbik fyrri hálfleiksins, í kjölfarið átti áðurnefndur Bednar skot nokkuð langt framhjá. Pepe Reina þurfti svo að taka á honum stóra sínum þegar Czvitkovics átti skot fyrir utan teig, boltinn stefndi hornið nær en Reina sló boltann í horn. Þetta færi kom eftir frekar slakan varnarleik þar sem leikmönnum Liverpool mistókst að hreinsa boltann frá marki.
Þegar leið undir lok fyrri hálfleiks jókst sóknarþungi Liverpool og í fyrstu átti Albert Riera að gera betur þegar hann komst einn í gegn vinstra megin, átti skot sem markvörðurinn varði, boltinn barst til Kuyt sem skaut að marki en varnarmenn Debreceni björguðu á línu. Riera var ekki búinn að gefast upp og hann átti langskot stuttu síðar sem var varið í horn. Úr hornspyrnunni skallaði svo Steven Gerrard yfir markið.
Albert Riera og Emiliano Insua spiluðu svo vel saman á vinstri kanti, sá fyrrnefndi sendi boltann fyrir markið þar sem Dirk Kuyt kom aðvífandi, hann lét boltann fara og Gerrard átti skot sem fór rétt framhjá stönginni, fyrirliðinn hefur nú oftar en ekki sett boltann í markið af þessu færi. Þegar nokkrar sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Torres sendingu fram völlinn, hann var fyrir miðjum vítateig og sneri sér að marki og náði föstu skoti sem markvörður Ungverjanna hélt ekki. Dirk Kuyt var þar réttur maður á réttum stað og setti boltann í markið. Staðan 1-0 og stuttu síðar var flautað til hálfleiks.
Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Á 54. mínútu átti Gerrard viðstöðulaust skot fyrir utan vítateig og smaug boltinn rétt yfir markið. Á 65. mínútu komst Yossi Benayoun, sem hafði frekar hægt um sig í þessum leik miðað við leikinn gegn Burnley, inní vítateig hægra megin og náði hann lúmsku skoti á nærhornið sem varið var í horn. Ísraelinn tók hornspyrnuna og sendi boltann á kollinn á Lucas sem skallaði framhjá.
Ungverjarnir fengu sín færi og eftir því sem leið á leikinn var nokkuð greinilegt að leikmenn Liverpool voru taugaveiklaðir því ekki þurfti nema eitt mark til að jafna leikinn. Adamo Coulibaly fékk sendingu innfyrir vörnina og náði hann veiku skoti sem fór framhjá markinu, Martin Skrtel gerði vel í því að halda Coulibaly frá markinu og truflaði hann nógu mikið.
Rafael Benítez gerði ekki skiptingu fyrr en á 80. mínútu þegar Ryan Babel kom inná fyrir Riera. Hollendingurinn virtist vera staðráðinn í því að standa sig og hann átti nokkrar hættulegar rispur upp hægri kantinn. Í eitt skiptið kom hann boltanum á Torres sem var í ákjósanlegri stöðu, hann sendi boltann út til vinstri þar sem Benayoun kom á ferðinni og skaut yfir markið.
Tveimur mínútum fyrir leikslok kom Javier Mascherano inná fyrir Yossi Benayoun og á 90. mínútu kom svo Fabio Aurelio inná fyrir markaskorarann Dirk Kuyt. Þetta var fyrsti leikur Aurelio á tímabilinu. Þegar 3 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma gaf Mascherano hornspyrnu á frekar klaufalegan hátt en sem betur fer voru varnarmenn liðsins vandanum vaxnir og ekki skapaðist hætta uppvið markið. Ágætur dómari leiksins flautaði svo leikinn af og vissulega er hægt að fagna þremur stigum þrátt fyrir að leikmönnum hafi verið frekar mislagðar fætur í kvöld.
Liverpool: Reina; Insua, Johnson, Carragher, Skrtel; Lucas, Gerrard, Benayoun (Mascherano 88. mín.), Riera (Babel 80. mín.), Kuyt (Aurelio 90. mín.); Torres. Ónotaðir varamenn: Kyrgiakos, Voronin, Cavalieri og Spearing.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (45. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard (26. mín.).
Debreceni: Poleksic; Fodor, Komlosi, Meszaros, Bodnar; Szakaly (Feczesin 79. mín.), Kiss, Ramos (Laczko 67. mín.), Czvitkovics; Leandro, Coulibaly. Ónotaðir varamenn: Pantics, Bernath, Katona, Olah og Szucs.
Gult spjald: Marcell Fodor (21. mín.).
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Enn og aftur reynist Hollendingurinn gulls ígildi í Evrópukeppni fyrir félagið. Að venju barðist hann allan leikinn og gafst aldrei upp. Vinnusemi hans skilaði marki og með örlítilli heppni hefði hann getað skorað fyrr í leiknum þegar skoti frá honum var bjargað á marklínu.
Rafael Benítez: ,,Sigur var það sem skipti máli. Við erum með sjálfstraust og erum að vinna leiki sem er mikilvægt fyrir leikmennina. Að byrja Meistaradeildina með því að ná í þrjú stig var alltaf það mikilvægasta og vonandi sjáum við betri spilamennsku í næsta leik."
Fróðleikur:
- Þetta var 100. sigur Liverpool í Evrópubikarnum.
- Rafael Benítez stjórnaði Liverpool í 300. sinn.
- Debrecen er 104. liðið sem Liverpool leikur gegn í Evrópukeppni.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því á leiktíðinni 1974/75 sem Liverpool leikur gegn liði frá Ungverjalandi í Evrópukeppni.
- Dirk Kuyt skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu og er hann nú í 3.-4. sæti yfir markahæstu menn félagsins í Evrópukeppninni með 12 mörk.
- Tveir aðrir leikmenn hafa skorað þrjú mörk á tímabilinu en það eru þeir Fernando Torres og Yossi Benayoun.
- Fernando Torres lék sinn 90. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 53 mörk í þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Rafa Benítez stjórnaði liðinu í 300. sinn og þó svo að sigur hafi unnist má leiða að því líkum að Benítez sé ekkert of kátur með frammistöðu liðsins í kvöld. Liðið stjórnaði þó leiknum að mestu og leikmenn fengu færi til þess að skora fleiri mörk en þetta eina sem leit dagsins ljós.
Snemma leiks átti Fernando Torres skot rétt yfir markið og stuttu síðar skallaði Laszlo Bodnar frá eftir að Lucas hafði náð skoti að marki. Þessar fyrstu mínútur gáfu til kynna að leikmenn liðsins ætluðu að skora snemma. Á 13. mínútu skaut Kuyt rétt framhjá marki eftir snögga aukaspyrnu frá Albert Riera, Spánverjinn átti svo sjálfur skaut svo framhjá ekki löngu seinna eftir góðan undirbúning Glen Johnson.
Ungverjarnir færðu sig framar á völlinn eftir því sem leið á hálfleikinn og það mátti sjá aukið sjálfstraust í aðgerðum þeirra. Þeir fengu sína fyrstu hornspyrnu um miðbik fyrri hálfleiksins, í kjölfarið átti áðurnefndur Bednar skot nokkuð langt framhjá. Pepe Reina þurfti svo að taka á honum stóra sínum þegar Czvitkovics átti skot fyrir utan teig, boltinn stefndi hornið nær en Reina sló boltann í horn. Þetta færi kom eftir frekar slakan varnarleik þar sem leikmönnum Liverpool mistókst að hreinsa boltann frá marki.
Þegar leið undir lok fyrri hálfleiks jókst sóknarþungi Liverpool og í fyrstu átti Albert Riera að gera betur þegar hann komst einn í gegn vinstra megin, átti skot sem markvörðurinn varði, boltinn barst til Kuyt sem skaut að marki en varnarmenn Debreceni björguðu á línu. Riera var ekki búinn að gefast upp og hann átti langskot stuttu síðar sem var varið í horn. Úr hornspyrnunni skallaði svo Steven Gerrard yfir markið.
Albert Riera og Emiliano Insua spiluðu svo vel saman á vinstri kanti, sá fyrrnefndi sendi boltann fyrir markið þar sem Dirk Kuyt kom aðvífandi, hann lét boltann fara og Gerrard átti skot sem fór rétt framhjá stönginni, fyrirliðinn hefur nú oftar en ekki sett boltann í markið af þessu færi. Þegar nokkrar sekúndur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Torres sendingu fram völlinn, hann var fyrir miðjum vítateig og sneri sér að marki og náði föstu skoti sem markvörður Ungverjanna hélt ekki. Dirk Kuyt var þar réttur maður á réttum stað og setti boltann í markið. Staðan 1-0 og stuttu síðar var flautað til hálfleiks.
Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri. Á 54. mínútu átti Gerrard viðstöðulaust skot fyrir utan vítateig og smaug boltinn rétt yfir markið. Á 65. mínútu komst Yossi Benayoun, sem hafði frekar hægt um sig í þessum leik miðað við leikinn gegn Burnley, inní vítateig hægra megin og náði hann lúmsku skoti á nærhornið sem varið var í horn. Ísraelinn tók hornspyrnuna og sendi boltann á kollinn á Lucas sem skallaði framhjá.
Ungverjarnir fengu sín færi og eftir því sem leið á leikinn var nokkuð greinilegt að leikmenn Liverpool voru taugaveiklaðir því ekki þurfti nema eitt mark til að jafna leikinn. Adamo Coulibaly fékk sendingu innfyrir vörnina og náði hann veiku skoti sem fór framhjá markinu, Martin Skrtel gerði vel í því að halda Coulibaly frá markinu og truflaði hann nógu mikið.
Rafael Benítez gerði ekki skiptingu fyrr en á 80. mínútu þegar Ryan Babel kom inná fyrir Riera. Hollendingurinn virtist vera staðráðinn í því að standa sig og hann átti nokkrar hættulegar rispur upp hægri kantinn. Í eitt skiptið kom hann boltanum á Torres sem var í ákjósanlegri stöðu, hann sendi boltann út til vinstri þar sem Benayoun kom á ferðinni og skaut yfir markið.
Tveimur mínútum fyrir leikslok kom Javier Mascherano inná fyrir Yossi Benayoun og á 90. mínútu kom svo Fabio Aurelio inná fyrir markaskorarann Dirk Kuyt. Þetta var fyrsti leikur Aurelio á tímabilinu. Þegar 3 mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma gaf Mascherano hornspyrnu á frekar klaufalegan hátt en sem betur fer voru varnarmenn liðsins vandanum vaxnir og ekki skapaðist hætta uppvið markið. Ágætur dómari leiksins flautaði svo leikinn af og vissulega er hægt að fagna þremur stigum þrátt fyrir að leikmönnum hafi verið frekar mislagðar fætur í kvöld.
Liverpool: Reina; Insua, Johnson, Carragher, Skrtel; Lucas, Gerrard, Benayoun (Mascherano 88. mín.), Riera (Babel 80. mín.), Kuyt (Aurelio 90. mín.); Torres. Ónotaðir varamenn: Kyrgiakos, Voronin, Cavalieri og Spearing.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (45. mín.).
Gult spjald: Steven Gerrard (26. mín.).
Debreceni: Poleksic; Fodor, Komlosi, Meszaros, Bodnar; Szakaly (Feczesin 79. mín.), Kiss, Ramos (Laczko 67. mín.), Czvitkovics; Leandro, Coulibaly. Ónotaðir varamenn: Pantics, Bernath, Katona, Olah og Szucs.
Gult spjald: Marcell Fodor (21. mín.).
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Enn og aftur reynist Hollendingurinn gulls ígildi í Evrópukeppni fyrir félagið. Að venju barðist hann allan leikinn og gafst aldrei upp. Vinnusemi hans skilaði marki og með örlítilli heppni hefði hann getað skorað fyrr í leiknum þegar skoti frá honum var bjargað á marklínu.
Rafael Benítez: ,,Sigur var það sem skipti máli. Við erum með sjálfstraust og erum að vinna leiki sem er mikilvægt fyrir leikmennina. Að byrja Meistaradeildina með því að ná í þrjú stig var alltaf það mikilvægasta og vonandi sjáum við betri spilamennsku í næsta leik."
Fróðleikur:
- Þetta var 100. sigur Liverpool í Evrópubikarnum.
- Rafael Benítez stjórnaði Liverpool í 300. sinn.
- Debrecen er 104. liðið sem Liverpool leikur gegn í Evrópukeppni.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því á leiktíðinni 1974/75 sem Liverpool leikur gegn liði frá Ungverjalandi í Evrópukeppni.
- Dirk Kuyt skoraði sitt þriðja mark á tímabilinu og er hann nú í 3.-4. sæti yfir markahæstu menn félagsins í Evrópukeppninni með 12 mörk.
- Tveir aðrir leikmenn hafa skorað þrjú mörk á tímabilinu en það eru þeir Fernando Torres og Yossi Benayoun.
- Fernando Torres lék sinn 90. leik með Liverpool. Hann hefur skorað 53 mörk í þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan