| Sf. Gutt
Liverpool komst síðast í úrslitaleik Deildarbikarnum árið 2005 en þá tapaði liðið 3:2 fyrir Chelsea. Rafael vill bæta fyrir það tap á þessari leiktíð. Fyrsti liðurinn í því myndi vera að leggja Leeds United að velli í kvöld.
"Við viljum vinna og komast svo í úrslitaleikinn. Á fyrsta keppnistímabilinu mínu hérna komumst við í úrslitaleikinn í Carling bikarnum. Við vorum með forystu þegar tíu mínútur voru til leiksloka en þá fengum við sjálfsmark á okkur. Ég var mjög vonsvikinn því það var svo stutt til leiksloka. Það var erfitt að sætta sig við að tapa þeim leik."
"Ég myndi vilja komast aftur í úrslit í þessari keppni og bæta fyrir tapið um árið. Við viljum vinna titla og það er möguleiki á því í þessari keppni. Við munum reyna að gera okkar besta í Carling bikarnum."
Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum á Elland Road í kvöld. Leeds United hefur unnið alla leiki sína nema einn á leiktíðinni og sá leikur sem út af stendur endaði með jafntefli. Á heimavelli hefur liðið unnið 15 síðustu deildarleiki sína. Liðið leiðir þriðju deildina sem reyndar kallast 1. deild þessi árin.
TIL BAKA
Rafa vill komast til Wembley

"Við viljum vinna og komast svo í úrslitaleikinn. Á fyrsta keppnistímabilinu mínu hérna komumst við í úrslitaleikinn í Carling bikarnum. Við vorum með forystu þegar tíu mínútur voru til leiksloka en þá fengum við sjálfsmark á okkur. Ég var mjög vonsvikinn því það var svo stutt til leiksloka. Það var erfitt að sætta sig við að tapa þeim leik."
"Ég myndi vilja komast aftur í úrslit í þessari keppni og bæta fyrir tapið um árið. Við viljum vinna titla og það er möguleiki á því í þessari keppni. Við munum reyna að gera okkar besta í Carling bikarnum."
Liverpool á erfitt verkefni fyrir höndum á Elland Road í kvöld. Leeds United hefur unnið alla leiki sína nema einn á leiktíðinni og sá leikur sem út af stendur endaði með jafntefli. Á heimavelli hefur liðið unnið 15 síðustu deildarleiki sína. Liðið leiðir þriðju deildina sem reyndar kallast 1. deild þessi árin.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu
Fréttageymslan