| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Liverpool snýr sér aftur á morgun að deildarkeppninni og eitt er víst. Rafael Benítez mun breyta liði sínu talsvert frá því á þriðjudagskvöldið þegar það lagði Leeds United að velli í Deildarbikarnum. Hér áður fyrr stilltu framkvæmdastjórar bara upp sínu sterkasta liði í svo til hverjum leik í öllum keppnum hvað svo sem þær hétu. En það var nú á síðustu öld!
Það verður áhugavert að sjá hvaða leikmenn halda sæti sínu frá því núna í vikunni. Annars hefur gagnrýni fjölmiðlamanna á Rafael Benítez, fyrir að breyta liði sínu ótt og títt, minnkað mikið frá því sem var. Hvernig skyldi standa á því Jú, hann breytir liði sínu vissulega mun minna en áður en staðreyndin var nú samt alltaf sú að hann breytti liðinu mun minna en margir héldu fram. Það var nefnilega bara talað um breytingar hans þegar liðið tapaði. Hjá öðrum framkvæmdastjórum var ekki minnst á liðsbreytingar þótt þær væru gerðar miklar og reglulega. Allt er breytingum háð. Var ekki til dæmis verið að breyta um ritstjóra á dagblaði hér á landi. En við stuðningsmenn Liverpool vonum að eitt breytist ekki á morgun og aldrei. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir Hull City!
- Liverpool hefur nú unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum.
- Liverpool hefur skorað eitt eða fleiri mörk í síðustu 22 leikjum sínum.
- Leikmenn Liverpool eru allra manna æstastir í að skjóta á mark andstæðinga sinna. Liverpool hefur átt 74 markskot það sem af er keppnistímabilsins.
- Dirk Kuyt hefur skorað í síðustu þremur leikjum sínum með Liverpool.
- Þetta er í þriðja sinn sem Liverpool í síðustu fjórum deildarleikjum sem Liverpool spilar á hefðbundnum laugardagsleiktíma. Það er klukkan þrjú að staðartíma sem er gott.
- Hull City mun vera grófasta lið deildarinnar ef miðað er fjölda brota sem hafa verið dæmd á liðið.
Það má vel skilja hvað Phil Brown var að hugsa þegar hann hvíldi helstu menn sína í Deildarbikarnum gegn Everton. Sá leikur fór nú þannig að liðið hans tapaði þeim leik 4:0.
Það var allt í eymd og volæði þegar Liverpool tapaði tveimur af fyrstu leikjum sínum en nú hefur liðið náð sér vel á strik og vinnur hvurn leikinn á fætur öðrum. Miðað við þau tilþrif sem Fernando Torres sýndi í útileiknum við West Ham í síðustu viku þá tel ég að þeir vinni þennan leik auðveldlega.
Úrskurður: Liverpool v Hull City 3:0.
Það verður áhugavert að sjá hvaða leikmenn halda sæti sínu frá því núna í vikunni. Annars hefur gagnrýni fjölmiðlamanna á Rafael Benítez, fyrir að breyta liði sínu ótt og títt, minnkað mikið frá því sem var. Hvernig skyldi standa á því Jú, hann breytir liði sínu vissulega mun minna en áður en staðreyndin var nú samt alltaf sú að hann breytti liðinu mun minna en margir héldu fram. Það var nefnilega bara talað um breytingar hans þegar liðið tapaði. Hjá öðrum framkvæmdastjórum var ekki minnst á liðsbreytingar þótt þær væru gerðar miklar og reglulega. Allt er breytingum háð. Var ekki til dæmis verið að breyta um ritstjóra á dagblaði hér á landi. En við stuðningsmenn Liverpool vonum að eitt breytist ekki á morgun og aldrei. Liverpool hefur aldrei tapað fyrir Hull City!
Fróðleiksmolar...
- Liverpool hefur nú unnið fimm síðustu leiki sína í öllum keppnum.
- Liverpool hefur skorað eitt eða fleiri mörk í síðustu 22 leikjum sínum.
- Leikmenn Liverpool eru allra manna æstastir í að skjóta á mark andstæðinga sinna. Liverpool hefur átt 74 markskot það sem af er keppnistímabilsins.
- Dirk Kuyt hefur skorað í síðustu þremur leikjum sínum með Liverpool.
- Þetta er í þriðja sinn sem Liverpool í síðustu fjórum deildarleikjum sem Liverpool spilar á hefðbundnum laugardagsleiktíma. Það er klukkan þrjú að staðartíma sem er gott.
- Hull City mun vera grófasta lið deildarinnar ef miðað er fjölda brota sem hafa verið dæmd á liðið.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Hull City
Liverpool v Hull City
Það má vel skilja hvað Phil Brown var að hugsa þegar hann hvíldi helstu menn sína í Deildarbikarnum gegn Everton. Sá leikur fór nú þannig að liðið hans tapaði þeim leik 4:0.
Það var allt í eymd og volæði þegar Liverpool tapaði tveimur af fyrstu leikjum sínum en nú hefur liðið náð sér vel á strik og vinnur hvurn leikinn á fætur öðrum. Miðað við þau tilþrif sem Fernando Torres sýndi í útileiknum við West Ham í síðustu viku þá tel ég að þeir vinni þennan leik auðveldlega.
Úrskurður: Liverpool v Hull City 3:0.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan