| Sf. Gutt
Varúð! Fernando Torres getur orðið enn betri!
Fernando Torres gekk berserksgang á Anfield Road í gær og skoraði þrennu þegar Liverpool burstaði Hull City 6:1. Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að landi sinn geti gert enn betur.
"Hann getur orðið enn betri. Hann er búinn að spila mjög vel í síðustu þremur leikjum. Einbeitingin, hversu duglegur hann er og hreyfanleiki hans sýna hversu miklum hæfileikum hann býr yfir."
"Ég held samt að hann geti gert betur. Það sem ræður úrslitum um hversu leikmaður getur orðið góður er hvernig hugarfar hans er. Ég hef alltaf sagt það sama um hann. Hann vill læra meira og meira. Það er lykilatriði og vegna þess á hann eftir að verða betri. Hversu mikið hann á eftir að bæta sig er undir honum sjálfum komið."
Mörgum fannst að Liverpool hefði eytt miklum peningum þegar Fernando Torres var keyptur en Rafael Benítez segir þeim peningum hafa verið vel varið.
"Tuttugu milljónir sterlingspunda eru gríðarlega miklir peningar fyrir okkur en við vissum að hann var góður leikmaður. Við höfðum nokkur atriði, fyrir utan hversu góður hann var, í huga þegar við ákváðum að kaupa hann. Við litum til þess hversu ungur hann var og eins höfðum við það í huga að hann gæti orðið ennþá betri. Við erum mjög ánægðir með hvernig honum hefur vegnað hérna en hann getur orðið ennþá betri."
Fernando Torres er nú markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar með átta mörk í sjö leikjum.
TIL BAKA
Varúð! Fernando getur orðið enn betri!

Fernando Torres gekk berserksgang á Anfield Road í gær og skoraði þrennu þegar Liverpool burstaði Hull City 6:1. Rafael Benítez, framkvæmdastjóri Liverpool, sagði eftir leikinn að landi sinn geti gert enn betur.
"Hann getur orðið enn betri. Hann er búinn að spila mjög vel í síðustu þremur leikjum. Einbeitingin, hversu duglegur hann er og hreyfanleiki hans sýna hversu miklum hæfileikum hann býr yfir."
"Ég held samt að hann geti gert betur. Það sem ræður úrslitum um hversu leikmaður getur orðið góður er hvernig hugarfar hans er. Ég hef alltaf sagt það sama um hann. Hann vill læra meira og meira. Það er lykilatriði og vegna þess á hann eftir að verða betri. Hversu mikið hann á eftir að bæta sig er undir honum sjálfum komið."
Mörgum fannst að Liverpool hefði eytt miklum peningum þegar Fernando Torres var keyptur en Rafael Benítez segir þeim peningum hafa verið vel varið.
"Tuttugu milljónir sterlingspunda eru gríðarlega miklir peningar fyrir okkur en við vissum að hann var góður leikmaður. Við höfðum nokkur atriði, fyrir utan hversu góður hann var, í huga þegar við ákváðum að kaupa hann. Við litum til þess hversu ungur hann var og eins höfðum við það í huga að hann gæti orðið ennþá betri. Við erum mjög ánægðir með hvernig honum hefur vegnað hérna en hann getur orðið ennþá betri."
Fernando Torres er nú markahæsti leikmaður Úrvalsdeildarinnar með átta mörk í sjö leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan