| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Benítez vongóður
Rafa Benítez er vongóður um að Javier Mascherano verði búinn að jafna sig af meiðslum aftaní læri fyrir leikinn gegn Chelsea á sunnudaginn kemur. Meiðslin aftra því að hann spilar í kvöld gegn Fiorentina.
Mascherano meiddist á æfingu og ákveðið var að taka ekki áhættu með það að láta hann ferðast með liðinu til Flórens og varð hann því eftir á Melwood þar sem hann reynir að ná sér góðum fyrir sunnudaginn. Benítez segir að þrátt fyrir fjarveru Mascheranos sé leikmannahópurinn klárlega nógu sterkur til að leysa verkefnið sem framundan er í kvöld.
,,Mascherano var að æfa skot þegar hann fann eitthvað til aftaní læri," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. ,,Hann fór beint til læknis og hann sá að eitthvað var ekki í lagi. Hann gæti verið frá í tvo til þrjá daga, en við erum ekki vissir."
,,Þetta er ekki stórt vandamál vegna þess að við getum fært Stevie á miðjuna eða einhvern annan. Að missa leikmann eins og Javier er ekki gott. En við finnum lausnir, hvort sem það er með Gerrard eða einhverjum öðrum."
Fyrir leikinn hrósaði þjálfari Fiorentina, Cesare Prandelli, Rafa Benítez í hástert og sagði Spánverjann vera fyrirmynd annara þjálfara. Benítez segir að hann sé upp með sér að heyra slíkt hrós og hrósaði hann Prandelli einnig.
,,Ég vil byrja á því að þakka herra Prandelli. Hann hefur staðið sig mjög vel. Ég hef horft á nokkra leiki með þeim og þeir eru að gera vel. Þeir eru skipulagðir og vita hvernig á að sækja og hvernig á að verjast. Þeir eru í góðri stöðu í deildinni en ég held að þeir geti gert betur. Að vera í Meistaradeildinni er stórkostlegur árangur hjá þeim og vonandi verður það sama uppá teningnum hjá þeim á þessu ári."
Benítez var spurður að því hvort að honum finndist Fernando Torres vera besti sóknarmaður í heimi miðað við spilamennsku hans undanfarið og svaraði hann því til: ,,Ég held að Fernando sé mjög góður sóknarmaður og hann er að skora mörk núna. Hann er sjóðheitur. Hann er frábær sóknarmaður en þegar við nefnum aðra sóknarmenn eins og Ibrahimovic og Eto'o þá veltur þetta oft á einni helgi, eða einni viku því menn eru í mismunandi góðu formi á milli vikna."
,,Ég stend bara í þeirri trú að þetta séu allt mjög góðir sóknarmenn."
Það hefur ekki farið framhjá neinum að formið sem Torres hefur verið í undanfarið er stór þáttur í velgengni liðsins undanfarnar vikur. Benítez er ánægður með sóknartilburði liðsins og hefur trú á því að þeir muni fljótlega bæta sig í varnarleiknum einnig.
,,Við erum að sigra og búa til færi, staðan er því oft þannig að þegar maður sækir og sækir, þá koma upp vandamál í vörninni," sagði hann. ,,Við þurfum að finna jafnvægi þarna á milli og svo reynum við að bæta okkur."
,,Við erum nógu góðir í sókninni en þurfum að bæta okkur í vörninni og það er eitthvað sem við reynum að laga á næstu tveim til þremur vikum til þess að halda markinu oftar hreinu."
Mascherano meiddist á æfingu og ákveðið var að taka ekki áhættu með það að láta hann ferðast með liðinu til Flórens og varð hann því eftir á Melwood þar sem hann reynir að ná sér góðum fyrir sunnudaginn. Benítez segir að þrátt fyrir fjarveru Mascheranos sé leikmannahópurinn klárlega nógu sterkur til að leysa verkefnið sem framundan er í kvöld.
,,Mascherano var að æfa skot þegar hann fann eitthvað til aftaní læri," sagði Benítez á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld. ,,Hann fór beint til læknis og hann sá að eitthvað var ekki í lagi. Hann gæti verið frá í tvo til þrjá daga, en við erum ekki vissir."
,,Þetta er ekki stórt vandamál vegna þess að við getum fært Stevie á miðjuna eða einhvern annan. Að missa leikmann eins og Javier er ekki gott. En við finnum lausnir, hvort sem það er með Gerrard eða einhverjum öðrum."
Fyrir leikinn hrósaði þjálfari Fiorentina, Cesare Prandelli, Rafa Benítez í hástert og sagði Spánverjann vera fyrirmynd annara þjálfara. Benítez segir að hann sé upp með sér að heyra slíkt hrós og hrósaði hann Prandelli einnig.
,,Ég vil byrja á því að þakka herra Prandelli. Hann hefur staðið sig mjög vel. Ég hef horft á nokkra leiki með þeim og þeir eru að gera vel. Þeir eru skipulagðir og vita hvernig á að sækja og hvernig á að verjast. Þeir eru í góðri stöðu í deildinni en ég held að þeir geti gert betur. Að vera í Meistaradeildinni er stórkostlegur árangur hjá þeim og vonandi verður það sama uppá teningnum hjá þeim á þessu ári."
Benítez var spurður að því hvort að honum finndist Fernando Torres vera besti sóknarmaður í heimi miðað við spilamennsku hans undanfarið og svaraði hann því til: ,,Ég held að Fernando sé mjög góður sóknarmaður og hann er að skora mörk núna. Hann er sjóðheitur. Hann er frábær sóknarmaður en þegar við nefnum aðra sóknarmenn eins og Ibrahimovic og Eto'o þá veltur þetta oft á einni helgi, eða einni viku því menn eru í mismunandi góðu formi á milli vikna."
,,Ég stend bara í þeirri trú að þetta séu allt mjög góðir sóknarmenn."
Það hefur ekki farið framhjá neinum að formið sem Torres hefur verið í undanfarið er stór þáttur í velgengni liðsins undanfarnar vikur. Benítez er ánægður með sóknartilburði liðsins og hefur trú á því að þeir muni fljótlega bæta sig í varnarleiknum einnig.
,,Við erum að sigra og búa til færi, staðan er því oft þannig að þegar maður sækir og sækir, þá koma upp vandamál í vörninni," sagði hann. ,,Við þurfum að finna jafnvægi þarna á milli og svo reynum við að bæta okkur."
,,Við erum nógu góðir í sókninni en þurfum að bæta okkur í vörninni og það er eitthvað sem við reynum að laga á næstu tveim til þremur vikum til þess að halda markinu oftar hreinu."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan