| Sf. Gutt
TIL BAKA
Liverpool lá í Flórens
Liverpool steinlá í Flórens í kvöld eftir 2:0 tap gegn heimamönnum í Fiorentina. Liverpool lék sinn versta leik á keppnistímabilinu og því fór sem fór. Lyon er efst í riðlinum en Liverpool er aðeins í þriðja sæti á eftir ítalska liðinu.
Leikmenn Liverpool mættu værukærir til leiks og heimamenn voru snöggir að ganga á lagið með ákveðni og frískleika. Reyndar gerðist fátt lengi vel og í raun varð fyrsta marktækifærið að marki. Á 28. mínútu slapp Svartfellingurinn Stevan Jovetic í gegnum um flata vörn Liverpool, eftir góða sendingu frá Cristiano Zanetti, og skoraði af miklu öryggi án þess að Jose Reina ætti möguleika að koma við vörnum enda einn til varnar. Það mátti litlu muna að Steven væri rangstæður en hann naut vafans og markið stóð. Heimamenn færðust nú allir í aukana og litlu síðar átti Juan Vargas hörkuskot utarlega úr teignum vinstra megin en Jose varði vel í horn.
Það kom í raun ekki á óvart að hinir Fjólubláu skyldu bæta við forystu sína og það gerðist á 37. mínútu. Juan átti þá fast skot sem Steven stýrði í markið. Jose hafði hendur á boltanum en það dugði ekki til og útlitið var svart fyrir hvítklædda leikmenn Liverpool í leikhléi.
Leikmenn Liverpool höfðu greinilega ákveðið að spyrna við fótum í síðari hálfleik og á fyrstu mínútum hans gerðu menn meira en allan fyrri hálfleikinn. Strax í upphafi kom Yossi Benayoun sér í gott færi inni í vítateignum en Sebastien Frey varði vel í horn. Lucas Leiva skallaði svo rétt yfir eftir hornið. Brasilíumaðurinn hefði reyndar átt að skora því hann var óvaldaður. Liverpool gerði nokkrum sínnum harða hríð að marki Fiorentina næstu mínútur en ekkert dugði. Næsta góða færi kom ekki fyrr en stundarfjórðungur var eftir. Martin Skrtel tók þá mikla rispu fram völlinn og sendi fyrir en Fernando Torres skaut yfir. Þegar fjórar mínútur voru eftir sendi varamaðurinn Ryan Babel fyrir frá hægri en Steven Gerrard skallaði rétt framhjá. Tapi varð ekki forðað og leikmenn Liverpool þurfa nú að herða sig í næsta leik í riðlinum til að bæta stöðu sína.
Fiorentina: Frey, Comotto, Dainelli, Gamberini, Gobbi, Zanetti, Montolivo, Marchionni (De Silvestri 89. mín.), Jovetic, Vargas (Jorgensen 74. mín.) og Mutu (Donadel 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Avramov, Kroldrup, Castillo og Pasqual.
Mörk Fiorentina: Steven Jovetic (28. og 37. mín.).
Liverpool: Reina, Insua (Babel 72. mín.), Carragher, Skrtel, Johnson, Benayoun, Leiva, Aurelio, Kuyt (Voronin 80. mín.), Gerrard og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Spearing, Babel, Kyrgiakos, Riera og Plessis.
Áhorfendur á Stadio Artemio Franchi leikvanginum: 33.426.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Hollendingurinn lék ekki vel frekar en aðrir leikmenn Liverpool en hann sýndi þó áhuga á að gera eitthvað í málinu allan þann tíma sem hann var inn á vellinum.
Rafael Benítez: Við horfðum bara á þá. Við héldum boltanum illa, spiluðum honum illa og töpuðum hverju návíginu af öðru. Við lékum illa og við erum allir vonsviknir.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Fróðleikur
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool og Fiorentina mættust.
- Fiorentina er 105. liðið sem Liverpool mætir í Evrópukeppni.
- Liverpool hafði fyrir þennan leik unnið sex leiki í röð.
- Liverpool tapaði fyrsta Evrópuleik sínum á leiktíðinni.
- Fiorentina hefur aldrei tapað heimaleik gegn ensku liði.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því í febrúar sem Liverpool skorar ekki mark í leik.
- Lucas Leiva lék sinn 80. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk.
Leikmenn Liverpool mættu værukærir til leiks og heimamenn voru snöggir að ganga á lagið með ákveðni og frískleika. Reyndar gerðist fátt lengi vel og í raun varð fyrsta marktækifærið að marki. Á 28. mínútu slapp Svartfellingurinn Stevan Jovetic í gegnum um flata vörn Liverpool, eftir góða sendingu frá Cristiano Zanetti, og skoraði af miklu öryggi án þess að Jose Reina ætti möguleika að koma við vörnum enda einn til varnar. Það mátti litlu muna að Steven væri rangstæður en hann naut vafans og markið stóð. Heimamenn færðust nú allir í aukana og litlu síðar átti Juan Vargas hörkuskot utarlega úr teignum vinstra megin en Jose varði vel í horn.
Það kom í raun ekki á óvart að hinir Fjólubláu skyldu bæta við forystu sína og það gerðist á 37. mínútu. Juan átti þá fast skot sem Steven stýrði í markið. Jose hafði hendur á boltanum en það dugði ekki til og útlitið var svart fyrir hvítklædda leikmenn Liverpool í leikhléi.
Leikmenn Liverpool höfðu greinilega ákveðið að spyrna við fótum í síðari hálfleik og á fyrstu mínútum hans gerðu menn meira en allan fyrri hálfleikinn. Strax í upphafi kom Yossi Benayoun sér í gott færi inni í vítateignum en Sebastien Frey varði vel í horn. Lucas Leiva skallaði svo rétt yfir eftir hornið. Brasilíumaðurinn hefði reyndar átt að skora því hann var óvaldaður. Liverpool gerði nokkrum sínnum harða hríð að marki Fiorentina næstu mínútur en ekkert dugði. Næsta góða færi kom ekki fyrr en stundarfjórðungur var eftir. Martin Skrtel tók þá mikla rispu fram völlinn og sendi fyrir en Fernando Torres skaut yfir. Þegar fjórar mínútur voru eftir sendi varamaðurinn Ryan Babel fyrir frá hægri en Steven Gerrard skallaði rétt framhjá. Tapi varð ekki forðað og leikmenn Liverpool þurfa nú að herða sig í næsta leik í riðlinum til að bæta stöðu sína.
Fiorentina: Frey, Comotto, Dainelli, Gamberini, Gobbi, Zanetti, Montolivo, Marchionni (De Silvestri 89. mín.), Jovetic, Vargas (Jorgensen 74. mín.) og Mutu (Donadel 83. mín.). Ónotaðir varamenn: Avramov, Kroldrup, Castillo og Pasqual.
Mörk Fiorentina: Steven Jovetic (28. og 37. mín.).
Liverpool: Reina, Insua (Babel 72. mín.), Carragher, Skrtel, Johnson, Benayoun, Leiva, Aurelio, Kuyt (Voronin 80. mín.), Gerrard og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Spearing, Babel, Kyrgiakos, Riera og Plessis.
Áhorfendur á Stadio Artemio Franchi leikvanginum: 33.426.
Maður leiksins: Dirk Kuyt. Hollendingurinn lék ekki vel frekar en aðrir leikmenn Liverpool en hann sýndi þó áhuga á að gera eitthvað í málinu allan þann tíma sem hann var inn á vellinum.
Rafael Benítez: Við horfðum bara á þá. Við héldum boltanum illa, spiluðum honum illa og töpuðum hverju návíginu af öðru. Við lékum illa og við erum allir vonsviknir.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Fróðleikur
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool og Fiorentina mættust.
- Fiorentina er 105. liðið sem Liverpool mætir í Evrópukeppni.
- Liverpool hafði fyrir þennan leik unnið sex leiki í röð.
- Liverpool tapaði fyrsta Evrópuleik sínum á leiktíðinni.
- Fiorentina hefur aldrei tapað heimaleik gegn ensku liði.
- Þetta var í fyrsta sinn frá því í febrúar sem Liverpool skorar ekki mark í leik.
- Lucas Leiva lék sinn 80. leik með Liverpool. Hann hefur skorað fjögur mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan