| Sf. Gutt

Glen heldur á fornar slóðir

Glen Johnson heldur á fornar slóðir í dag þegar Liverpool spilar við Chlesea á Stamford Bridge. Hann segist spenntur fyrir komandi stórleik.

"Þetta verður sannkallaður stórleikur því maður veit að Chelsea verður með baráttunni um efstu sætin í lok leiðtíðarinnar. Ég vona að við verðum líka í þeirri baráttu. Þeir hafa staðið sig vel en það eru veikleikar í liðinu eins og kom í ljós gegn Wigan."

Glen er mjög ánægður með veru sína hingað til hjá Liverpool. Hann lék áður með Chelsea en yfirgaf félagið eftir að hafa ekki fengið að spila eins mikið og hann vildi. Hann vonast eftir að geta strítt sínu gamla félagi.

"Ég nýt hverrar mínútu sem ég spila í Liverpool treyjunni. Það yrði því gaman að geta náð góðum úrslitum gegn einu af bestu liðunum. Ég veit að við erum að fara að spila á móti liði sem ég lék áður með en ég er ekkert að velta því fyrir mér. Ég stefni bara að því núna að standa mig eins vel og ég get með Liverpool. Ég þarf ekki að sanna eitt né neitt fyrir neinum. Við erum með stórgott lið og góðan liðshóp. Það eru góðir og skemmtilegir strákar í liðinu og þeir eru tilbúnir að leggja hart að sér. Ef menn mæta ákveðnir til leiks þá ættum við að geta náð hagstæðum úrslitum þarna suður frá."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan