| Grétar Magnússon
Steven Gerrard haltraði útaf eftir aðeins 10 mínútur af æfingu hjá enska landsliðinu í morgun og ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Fernando Torres hefur verið skoðaður af læknaliði spænska landsliðsins og hefur hann jafnað sig af smávægilegum meiðslum sem hann kvartaði undan í leiknum gegn Armeníu um helgina.
Opinber heimasíða Torres staðfesti að hann hefði farið í skönnun til að athuga hvort meiðsli á vöðva væru sjáanleg en ekkert athugavert kom í ljós. Hefur hann fengið grænt ljós á að æfa með landsliðsfélögum sínum og líklega tekur hann einhvern þátt í leiknum gegn Bosníu á morgun (miðvikudag). Þó mun Vicente Del Bosque landsliðsþjálfari Spánverja hafa fullvissað Rafa Benítez að engin áhætta yrði tekin varðandi Torres.
Verri fréttir bárust hinsvegar af Steven Gerrard í dag en hann var tekinn útaf í hálfleik gegn Úkraínu á laugardaginn var vegna eymsla í nára. Nánast útilokað er að hann spili gegn Hvíta-Rússlandi annað kvöld eftir að hafa haltrað útaf á æfingu landsliðsins og Rafa Benítez bíður líklega milli vonar og ótta eftir því að fá fréttir af meiðslunum.
Þeir Javier Mascherano og Lucas Leiva koma ekki til Englands fyrr en seinnipartinn á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Suður-Ameríku, Alberto Aquilani er enn meiddur og óvíst er með þátttöku Steven Gerrard miðað við þessar fréttir. Það má því með sanni segja að Benítez mun eiga í vandræðum með að stilla upp miðjunni fyrir leikinn gegn Sunderland á laugardaginn.
TIL BAKA
Fréttir af Torres og Gerrard

Opinber heimasíða Torres staðfesti að hann hefði farið í skönnun til að athuga hvort meiðsli á vöðva væru sjáanleg en ekkert athugavert kom í ljós. Hefur hann fengið grænt ljós á að æfa með landsliðsfélögum sínum og líklega tekur hann einhvern þátt í leiknum gegn Bosníu á morgun (miðvikudag). Þó mun Vicente Del Bosque landsliðsþjálfari Spánverja hafa fullvissað Rafa Benítez að engin áhætta yrði tekin varðandi Torres.
Verri fréttir bárust hinsvegar af Steven Gerrard í dag en hann var tekinn útaf í hálfleik gegn Úkraínu á laugardaginn var vegna eymsla í nára. Nánast útilokað er að hann spili gegn Hvíta-Rússlandi annað kvöld eftir að hafa haltrað útaf á æfingu landsliðsins og Rafa Benítez bíður líklega milli vonar og ótta eftir því að fá fréttir af meiðslunum.
Þeir Javier Mascherano og Lucas Leiva koma ekki til Englands fyrr en seinnipartinn á föstudaginn eftir langt ferðalag frá Suður-Ameríku, Alberto Aquilani er enn meiddur og óvíst er með þátttöku Steven Gerrard miðað við þessar fréttir. Það má því með sanni segja að Benítez mun eiga í vandræðum með að stilla upp miðjunni fyrir leikinn gegn Sunderland á laugardaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan