| HI
Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands staðfesti í dag það sem við var búist að Steven Gerrard myndi ekki leika með enska landsliðinu gegn Hvítrússum á morgun. Ástæðan er nárameiðslin sem urðu til þess að Gerrard gat ekki klárað leikinn gegn Úkraínu á laugardag.
"Hann náði ekki að klára æfingu því að það var jafn mikill sársauki í náranum og í gær. Hann er á leið aftur til Liverpool," sagði Capello.
Þetta verður að teljast gleðiefni fyrir Liverpool þar sem Gerrard getur nú náð sér góðum á Melwood með aðstoð læknaliðsins þar. Allar líkur eru taldar á að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Sunderland á laugardaginn.
TIL BAKA
Steven snýr aftur á Melwood

"Hann náði ekki að klára æfingu því að það var jafn mikill sársauki í náranum og í gær. Hann er á leið aftur til Liverpool," sagði Capello.
Þetta verður að teljast gleðiefni fyrir Liverpool þar sem Gerrard getur nú náð sér góðum á Melwood með aðstoð læknaliðsins þar. Allar líkur eru taldar á að hann verði búinn að ná sér fyrir leikinn gegn Sunderland á laugardaginn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan