| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Eftir vonbrigðin í síðasta deildarleik má með sanni segja að þessi leikur sé gríðarlega mikilvægur uppá framhaldið í deildinni. Tapi liðið þessum leik má búast við því að ansi margir afskrifi liðið í titilbaráttunni þetta tímabilið. Leikmenn verða einfaldlega að sýna hvað í sér býr til að ná í sigur gegn sterku liði Sunderland.
Margir leikmenn liðsins voru á faraldsfæti með landsliðum sínum og sumir hverjir sneru meiddir til baka á Melwood. Rafa Benítez mun því líklega eiga í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði á laugardaginn.
- Liverpool vann Sunderland á Leikvangi Ljóssins í fyrstu umferð á síðasta tímabili með marki frá Fernando Torres undir lok leiksins (á myndinni fagnar Torres markinu).
- Liðin mættust svo á Anfield í mars á þessu ári og bar Liverpool sigur úr býtum 2-0 með mörkum frá David NGog og Yossi Benayoun.
- Sunderland geta komist uppfyrir Liverpool í deildinni með sigri, Liverpool eru með 15 stig en Sunderland 13.
- Þeir Fernando Torres og Darren Bent eru markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar fyrir þessa umferð. Bent hefur skorað 7 mörk en Torres 8.
- Sunderland er þriðja liðið sem Steve Bruce stjórnar á móti Rafa Benítez síðan Spánverjinn tók við Liverpool. Bruce stýrði áður Birmingham og Wigan í Úrvalsdeildinni gegn Benítez.
- Árangur Bruce gegn Liverpool er nokkuð góður, alls hefur hann stjórnað liði gegn Benítez 9 sinnum, þar af 7 sinnum í Úrvalsdeildinni og hefur hann staðið uppi sem sigurvegari tvisvar sinnum, fjórum sinnum hefur orðið jafntefli og aðeins einu sinni hefur Benítez náð að landa sigri en það var í 3-2 leik gegn Wigan á síðasta tímabili. Stjórarnir hafa svo mæst einu sinni í sitthvorri bikarkepninni (FA Bikarnum og Deildarbikarnum) og þar hefur Benítez vinninginn í bæði skiptin.
,,Ég veðja á jafntefli hér. Frammistaða Sunderland á Old Trafford hlýtur að gefa þeim trú á að þeir geti endað í efri helmingi deildarinnar á þessu tímabili. Ég held að aðalvandamál þeirra undanfarið sé hvernig þeir spila þegar þeir eru ekki með boltann, en Steve Bruce hefur breytt því til hins betra."
,,Liverpool gætu verið án Steven Gerrard og Fernando Torres vegna meiðsla þeirra eftir landsleikjahléð, en ef þeir eru klárir í leikinn þá ætti hvíldin sem þeir fengu á miðvikudaginn að hafa gert þeim gott."
Úrskurður: Sunderland - Liverpool 2-2.
Margir leikmenn liðsins voru á faraldsfæti með landsliðum sínum og sumir hverjir sneru meiddir til baka á Melwood. Rafa Benítez mun því líklega eiga í stökustu vandræðum með að stilla upp sínu sterkasta liði á laugardaginn.
Fróðleiksmolar...
- Liverpool vann Sunderland á Leikvangi Ljóssins í fyrstu umferð á síðasta tímabili með marki frá Fernando Torres undir lok leiksins (á myndinni fagnar Torres markinu).
- Liðin mættust svo á Anfield í mars á þessu ári og bar Liverpool sigur úr býtum 2-0 með mörkum frá David NGog og Yossi Benayoun.
- Sunderland geta komist uppfyrir Liverpool í deildinni með sigri, Liverpool eru með 15 stig en Sunderland 13.
- Þeir Fernando Torres og Darren Bent eru markahæstu menn Úrvalsdeildarinnar fyrir þessa umferð. Bent hefur skorað 7 mörk en Torres 8.
- Sunderland er þriðja liðið sem Steve Bruce stjórnar á móti Rafa Benítez síðan Spánverjinn tók við Liverpool. Bruce stýrði áður Birmingham og Wigan í Úrvalsdeildinni gegn Benítez.
- Árangur Bruce gegn Liverpool er nokkuð góður, alls hefur hann stjórnað liði gegn Benítez 9 sinnum, þar af 7 sinnum í Úrvalsdeildinni og hefur hann staðið uppi sem sigurvegari tvisvar sinnum, fjórum sinnum hefur orðið jafntefli og aðeins einu sinni hefur Benítez náð að landa sigri en það var í 3-2 leik gegn Wigan á síðasta tímabili. Stjórarnir hafa svo mæst einu sinni í sitthvorri bikarkepninni (FA Bikarnum og Deildarbikarnum) og þar hefur Benítez vinninginn í bæði skiptin.
Spá Mark Lawrenson
Sunderland v Liverpool
Sunderland v Liverpool
,,Ég veðja á jafntefli hér. Frammistaða Sunderland á Old Trafford hlýtur að gefa þeim trú á að þeir geti endað í efri helmingi deildarinnar á þessu tímabili. Ég held að aðalvandamál þeirra undanfarið sé hvernig þeir spila þegar þeir eru ekki með boltann, en Steve Bruce hefur breytt því til hins betra."
,,Liverpool gætu verið án Steven Gerrard og Fernando Torres vegna meiðsla þeirra eftir landsleikjahléð, en ef þeir eru klárir í leikinn þá ætti hvíldin sem þeir fengu á miðvikudaginn að hafa gert þeim gott."
Úrskurður: Sunderland - Liverpool 2-2.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan