| HI

Búist við mótmælum á morgun

Öryggisgæsla verður óvenju hörð á Anfield á morgun í kringum leik Liverpool og Manchester United. Ástæðan er sú að búið er að skipuleggja mótmælagöngu gegn George Gillett og Tom Hicks og eign þeirra í félaginu. Hópur sem kallar sig Spirit of Shankly stendur fyrir göngunni og er búist við þúsundum stuðningsmanna. Ganga á frá húsnæði stuðningsmannaklúbbsins við Lower Breck Road og að Kop-stúkunni.

"Það er mikil reiði og fólk vill geta komið því á framfæri hvernig því líður. Hicks og Gillett eru ekki velkomnir í klúbbinn," segir Jame McKenna talsmaður hópsins." Hann segir jafnframt að um 4.000 stuðningsmenn hafi komið á svipaða mótmælagöngu í september í fyrra, fyrir sigurleik Liverpool gegn Manchester United á Anfield.

Reiði hópsins beinist aðallega að mikilli skuldsetningu klúbbsins frá því Hick og Gillett tóku við í mars 2007 á sama tíma og gengi liðsins hefur versnað síðustu vikur. Nokkrir létu einnig reiði sína í ljós í leiknum gegn Lyon á þriðjudaginn, en George Gillett var þar á meðal áhorfenda. Skilti var meðal annars uppi við í Kopstúkunni þar sem haldið var fram að eigendurnir hefðu logið að stuðningsmönnum félagsins.

Hicks og Gillett hafa þó sagst vilja frekari fjárfestingu inn í félagið og hefur meðal annars verið horft til Prins Faisal frá Saudi-Arabíu, sem hefur sagt að hugsanlega muni hann bjóða í stóran hlut.

Fyrst sigur vannst í mótmælum fyrir sama leik í fyrra, skulum við bara vona að þau geri sama gagn í ár.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan