| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tökum þetta!
Rafael Benítez er enginn nýgræðingur í knattspyrnunni enda þjálfað í aldarfjórðung. Hann býr yfir mikilli reynslu og hefur unnið hörðum höndum að því, allt frá síðasta leik, að koma leikmönnum sínum af stað aftur eftir fjögur töp í röð. Rafa telur að menn sínir muni rífa sig upp á morgun þegar leikið verður gegn Manchester United.
"Það hefur gengið upp og niður þessi 25 ár. Núna gengur illa en ég hef trú á liðshópnum mínum. Við þurfum bara að vinna einn leik til að koma okkur í gang aftur og þá verður allt annað uppi á teningnum. Við höfum rætt málin nokkrum sinnum með það að markmiði að reyna að finna lausnir á vanda okkar svo að okkur fari að ganga betur. Niðurstaðan er einföld. Við verðum bara að halda okkar striki úti á vellinum, gefa leikmönnum okkar jákvæð skilaboð og segja þeim að þeir geti þetta því þeir hafi gert þetta áður. Við höfum leikmenn í okkar röðum sem vita að eina leiðin til að bæta úr er að bretta upp ermarnar og berjast. Ef allt smellur saman þá mun liðið spila betur og leikmenn vilja fyrir alla muni snúa blaðinu við. Ég er mjög ánægður með viðhorf margra reyndari leikmanna liðsins og þeir hafa verið mjög jákvæðir."
Öll spjót standa á Rafael Benítez þessa dagana enda eru rúmir tveir áratugir liðnir frá því Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð. Ýmsir telja að fimmti tapleikurinn muni koma á morgun enda er mótherjinn Manchester United og þeir hafa ekki lotið í gras í síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum. Aðrir telja að nú sé gott að mæta Manchester United. Rafael er einn af þeim.
"Það er alltaf erfitt að spila á móti jafn góðu liði og United en ég held að það geti hentað okkur mjög vel að mæta þeim núna. Það ætti ekki að þurfa að brýna menn til afreka því leikmennirnir vita allt um mikilvægi leiksins. Við erum að spila við United og stuðningsmenn okkar munu hvetja okkur til dáða frá fyrstu mínútu leiksins. Það gæti reynst okkur geysilega mikilvægt að leggja United að velli því andinn hérna verður þá strax allur annar og betri. Við verðum því að mæta ákveðnir til leiks um leið og leikurinn hefst og sýna að við erum tilbúnir í slaginn."
"Það hefur gengið upp og niður þessi 25 ár. Núna gengur illa en ég hef trú á liðshópnum mínum. Við þurfum bara að vinna einn leik til að koma okkur í gang aftur og þá verður allt annað uppi á teningnum. Við höfum rætt málin nokkrum sinnum með það að markmiði að reyna að finna lausnir á vanda okkar svo að okkur fari að ganga betur. Niðurstaðan er einföld. Við verðum bara að halda okkar striki úti á vellinum, gefa leikmönnum okkar jákvæð skilaboð og segja þeim að þeir geti þetta því þeir hafi gert þetta áður. Við höfum leikmenn í okkar röðum sem vita að eina leiðin til að bæta úr er að bretta upp ermarnar og berjast. Ef allt smellur saman þá mun liðið spila betur og leikmenn vilja fyrir alla muni snúa blaðinu við. Ég er mjög ánægður með viðhorf margra reyndari leikmanna liðsins og þeir hafa verið mjög jákvæðir."
Öll spjót standa á Rafael Benítez þessa dagana enda eru rúmir tveir áratugir liðnir frá því Liverpool hefur tapað fjórum leikjum í röð. Ýmsir telja að fimmti tapleikurinn muni koma á morgun enda er mótherjinn Manchester United og þeir hafa ekki lotið í gras í síðustu ellefu leikjum í öllum keppnum. Aðrir telja að nú sé gott að mæta Manchester United. Rafael er einn af þeim.
"Það er alltaf erfitt að spila á móti jafn góðu liði og United en ég held að það geti hentað okkur mjög vel að mæta þeim núna. Það ætti ekki að þurfa að brýna menn til afreka því leikmennirnir vita allt um mikilvægi leiksins. Við erum að spila við United og stuðningsmenn okkar munu hvetja okkur til dáða frá fyrstu mínútu leiksins. Það gæti reynst okkur geysilega mikilvægt að leggja United að velli því andinn hérna verður þá strax allur annar og betri. Við verðum því að mæta ákveðnir til leiks um leið og leikurinn hefst og sýna að við erum tilbúnir í slaginn."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan