| Sf. Gutt
TIL BAKA
Meitlaður sigur Liverpool!
Veturinn gat ekki byrjað betur! Liverpool sýndi í dag að liðið er ekki dautt úr öllum æðum þegar það lagði Manchester United að velli 2:0 á Anfield. Liðið lék sinn besta leik á keppnistímabilinu og vann kærkomin sigur eftir fjögur töp í röð fyrir þennan leik.
Það hafði magnast upp gríðarlega mikil spenna fyrir þennan stórslag Liverpool og Manchester United. Allt hafði gengið Liverpool í mót upp á síðkastið en flest fallið með gestunum í síðustu leikjum þeirra. Liverpool hafði mátt þola fjóra tapleiki í röð og fyrir leikinn mótmælti hópur stuðningsmanna liðsins eignarhaldi þeirra George Gillett og Tom Hicks á félaginu. Þeir tveir voru aldrei þessu vant báðir mættir til Liverpool.
Það mátti öllum ljóst vera fyrir leikinn að í dag ætluðu allir innan vallar sem utan að leggjast á eitt til að reyna að stöðva taphrinuna. Þjóðsöngurinn You´ll Never Walk Alone var sunginn af miklum krafti og það mátti meira segja sjá Rafael Benítez fara með laglínuna!
Steven Gerrard var ekki leikfær en þeir Fernando Torres og Glen Johnson komu inn í liðið eftir meiðsli. Lucas Leiva varð fyrstur manna til að reyna að skora eftir fimm mínútur en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Mikill hraði var í leiknum og ekki tomma gefin eftir. Eftir stundarfjórðung fékk Liverpool aukaspyrnu rétt utan teigs hægra megin. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og náði góðu skoti sem stefndi upp í hornið en Edwin Van der Sar henti sér á eftir boltanum og varði. Hann hélt ekki boltanum sem fór til Dirk Kuyt en Edwin lokaði á landa sinn og varði. Dirk fékk boltann aftur og sendi yfir á Fernando Torres en skot hans var misheppnað. Rétt á eftir vann Lucas, sem lék geysilega vel á miðjunni, boltann af Paul Scholes og sendi á Dirk en hann náði ekki góðu valdi á boltanum vel staddur í teignum og skot hans fór framhjá.
Það var ekki fyrr en á 21. mínútu sem Manchester United fékk færi. Hröð sókn upp hægra megin endaði með því að Antonio Valencia gaf fyrir á Wayne Rooney en Jose Reina varði skalla hans af öryggi. Gestirnir náðu góðum sóknum í kjölfarið og ekki löngu síðar vildu leikmenn Machester United fá víti eftir að Jamie Carragher tæklaði Michael Carrick. Fyrirliðinn kom við boltann en vissulega fékk leikmaðurinn líka að finna fyrir því! Ekkert var dæmt.
Liverpool fékk gott færi þegar tíu mínútur voru til leikshlés. Yossi Benayoun, sem átti stórleik, sendi þá góða sendingu frá hægri á Fabio sem hafði tekið sprett inn á teignn. Hann fékk frían skalla en Edwin var á réttum stað og varði. Þetta var besta færið í fyrri hálfleik. Liverpool hefði þó getað fengið betra færi á lokamínútu hálfleiksins þegar Dimitar Berbatov reif Dirk niður inni í vítateignum. Ekkert var dæmt en treyja Dirk var rifin og hún var til marks um hvað gerst hafði. Markalaust var því þegar hálfleikshlé hófst.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og á 51. mínútu braut liðið sókn gestanna á bak aftur. Dirk fékk boltann frá Yossi en hann skaut ekki í góðu færi en gaf þess í stað á Yossi sem komst ekki í færi enda aðþrengdur. Litlu síðar slapp Fernando frá varnarmönnum United en gaf fyrir í stað þess að reyna skot sem þó virtist vænlegur kostur.
Liverpool gekk smá saman á lagið og komst yfir á 65. mínútu. Yossi fékk boltann á sínum vallarhelmingi, sendi hann á Dirk og fékk hann svo aftur. Hann var þá kominn fram á vallarhelming United þaðan sem hann sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn United. Fernando Torres stakk sér inn fyrir hægra megin og lék inn í vítateiginn. Rio Ferdinand sótti að honum en Fernando sýndi mikinn styrk, Rio hrökk af honum og lá eftir. Fernando hélt yfirvegun sinni og hamraði boltann upp undir þaknetið án þess að Edwin ætti möguleika að verja. Allt sprakk af fögnuði á Anfield Road um leið og boltinn þandi netmöskvana fyrir framan The Kop! Glæsilegt mark hjá "Stráknum" sem þarna sýndi snilli sína og það á besta tíma!
Liverpool fékk svo gott færi á 71. mínútu þegar Lucas fékk boltann í góðu færi í teignum eftir horn en hann mokaði boltanum hátt yfir. Á 74. mínútu komu tveir varamenn Manchester United til leiks og var Michael Owen annar þeirra. Hann fékk sannarlega kaldar kveðjur og líklega hefur fyrrum leikmaður Liverpool aldrei fengið kuldalegri móttökur á sínum gamla heimavelli.
Michael Owen fékk að finna fyrir því þegar hann kom fyrst nærri fyrrum félaga sínum Jamie Carragher. Sex mínútum fyrir leikslok slapp mark Liverpool naumlega. Michael náði þá að koma boltanum út til hægri á Antonio. Hann var utarlega við markteiginn og sendi fyrir en boltinn fór í þverslá og út sem var eins gott. Tveimur mínútum síðar fékk Michael sendingu fram á miðjan vallarhelming Liverpool. Hann braust áfram og reyndi að komast framhjá Jamie Carragher. Þeir félagar tókust hart á og féllu. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Leikmenn United mótmæltu sem mest þeir máttu því þeir töldu að það hefði átt að reka Jamie af velli. Luis Nani tók aukaspyrnuna en laust skot hans fór beint á Jose. Rautt spjald fór loks á loft á lokamínútunni. Liverpool braut sókn United á bak aftur og Dirk fékk boltann við miðjuna. Þar var hann við það að sleppa í gegn þegar Nemanja keyrði hann niður og fékk sitt annað gula spjald fyrir vikið og þar með varð hann að yfirgefa svæðið.
Spennan jókst meir og meir þegar viðbótartíminn gekk í garð. Það var komið eitthvað fram í hann þegar jafnaðist í liðum. Liverpool náði skyndisókn sem lauk með langri sendingu fram. Javier Mascherano elti boltann og renndi sér á eftir honum utan við vítateig United. Hann náði ekki boltanum og sópaði þess í stað Edwin niður. Javier hafði áður fengið gult spjald og nú var komið að honum að fara af velli.
Ekki var allt búið enn. Viðbótartíminn var langt kominn þegar Liverpool braut sókn United á bak aftur. Lucas fékk boltann við miðjuna og lék fram. Hann beið eftir rétta augnablikinu og sendi svo fína sendingu fram á varamanninn David Ngog sem slapp einn í gegn. Frakkinn ungi hélt ró sinni og lék inn í vítateiginn áður en hann renndi boltanum neðst í bláhornið. Boltinn hafnaði í markinu við gríðarlegan fögnuð. Sanngjarn sigur Liverpool var þar með innsiglaður og fagnaðarlætin voru rétt að byrja!
Það má öllum ljóst vera að þessi sigur gat ekki komið á betri tíma fyrir Liverpool eftir erfiðar síðustu vikur. En svona á Liverpool alltaf að spila. Hver einasti leikmaður liðsins var tilbúinn í slaginn frá fyrstu mínútu og Tólfti maðurinn lé ekki sitt eftir liggja! Mikið var talað um að það þyrfti samstöðu fyrir þennan leik. Samstaða skilaði sér í dag og hún verður að halda áfram svo Liverpool vinni titla á þessu keppnistímabili.
Liverpool: Reina, Insua, Agger, Carragher, Johnson, Aurelio, Mascherano, Leiva, Benayoun (Skrtel 90. mín.), Torres (Ngog 80. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Voronin, Babel, Spearing og Degen.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (65. mín.) og David Ngog (90. mín.).
Gul spjöld: Javier Mascherano og Jamie Carragher.
Rautt spjald: Javier Mascherano.
Manchester United: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Vidic, O´Shea, Giggs, Carrick, Scholes (Nani 74. mín.), Valencia, Berbatov (Owen 74. mín.) og Rooney. Ónotaðir varamenn: Foster, Neville og Evans.
Gul spjöld: Patrice Evra, Dimitar Berbatov og Nemanja Vidic.
Rautt spjald: Nemanja Vidic.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Fyrirliði Liverpool ætlaði ekki að vera í tapliði í dag! Hann hefur átt misjafna leiki á þessu keppnistímabili en núna sýndi hann sitt rétta andlit. Hann skallaði, tæklaði, henti sér fyrir skot og stöðvaði vin sinn á síðustu stundu! Frábær framganga hjá harðjaxlinum!
Rafael Benítez: Ég er virkilega ánægður fyrir hönd félagsins, leikmanna liðsins og starfsfólksins. Við vissum að við þurftum að snúa við blaðinu og þetta var frábær sigur. Fyrir leikinn töluðum við um að þessi leikur væri kannski fullkominn fyrir okkur til að bregðast við slæmu gengi og það kom á daginn. Við þurftum að sýna almennilegan leik og standa í fæturna gegn góðu liði fyrir framan stuðningsmenn okkar og mér fannst leikmennirnir gera það. Mér fannst liðið leggja hart að sér og hver einasti stuðningsmaður stóð þétt við bakið á okkur.
Fróðleikur.
- Liverpool vann Manchester United í þriðja sinn í röð!
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool eftir fjögur töp í röð.
- Fernando Torres skoraði níunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann er markahæsti leikmaður leikmaður deildarinnar.
- David Ngog skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Nemanja Vidic var rekinn af velli gegn Liverpool í þriðja leiknum í röð.
- Javier Mascherano var rekinn af velli gegn Manchester United í annað sinn.
- Leikmaður Liverpool hefur ekki verið rekinn út af í deildarleik frá því Javier fékk rautt spjald á Old Trafford gegn Manchester United á páskum 2008.
- Michael Owen mætti til leiks með sínu öðru félagi gegn Liverpool. Hann hafði áður leikið gegn Liverpool með Newcastle United.
- Emiliano Insúa lék sinn 30. deildarleik með Liverpool. Hann hefur enn ekki skorað mark fyrir félagið.
- Rafael Benítez stýrði Liverpool í 200. sinn í deildarleik. Liverpool hefur unnið 114 af þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Það hafði magnast upp gríðarlega mikil spenna fyrir þennan stórslag Liverpool og Manchester United. Allt hafði gengið Liverpool í mót upp á síðkastið en flest fallið með gestunum í síðustu leikjum þeirra. Liverpool hafði mátt þola fjóra tapleiki í röð og fyrir leikinn mótmælti hópur stuðningsmanna liðsins eignarhaldi þeirra George Gillett og Tom Hicks á félaginu. Þeir tveir voru aldrei þessu vant báðir mættir til Liverpool.
Það mátti öllum ljóst vera fyrir leikinn að í dag ætluðu allir innan vallar sem utan að leggjast á eitt til að reyna að stöðva taphrinuna. Þjóðsöngurinn You´ll Never Walk Alone var sunginn af miklum krafti og það mátti meira segja sjá Rafael Benítez fara með laglínuna!
Steven Gerrard var ekki leikfær en þeir Fernando Torres og Glen Johnson komu inn í liðið eftir meiðsli. Lucas Leiva varð fyrstur manna til að reyna að skora eftir fimm mínútur en skot hans fór í varnarmann og framhjá. Mikill hraði var í leiknum og ekki tomma gefin eftir. Eftir stundarfjórðung fékk Liverpool aukaspyrnu rétt utan teigs hægra megin. Fabio Aurelio tók aukaspyrnuna og náði góðu skoti sem stefndi upp í hornið en Edwin Van der Sar henti sér á eftir boltanum og varði. Hann hélt ekki boltanum sem fór til Dirk Kuyt en Edwin lokaði á landa sinn og varði. Dirk fékk boltann aftur og sendi yfir á Fernando Torres en skot hans var misheppnað. Rétt á eftir vann Lucas, sem lék geysilega vel á miðjunni, boltann af Paul Scholes og sendi á Dirk en hann náði ekki góðu valdi á boltanum vel staddur í teignum og skot hans fór framhjá.
Það var ekki fyrr en á 21. mínútu sem Manchester United fékk færi. Hröð sókn upp hægra megin endaði með því að Antonio Valencia gaf fyrir á Wayne Rooney en Jose Reina varði skalla hans af öryggi. Gestirnir náðu góðum sóknum í kjölfarið og ekki löngu síðar vildu leikmenn Machester United fá víti eftir að Jamie Carragher tæklaði Michael Carrick. Fyrirliðinn kom við boltann en vissulega fékk leikmaðurinn líka að finna fyrir því! Ekkert var dæmt.
Liverpool fékk gott færi þegar tíu mínútur voru til leikshlés. Yossi Benayoun, sem átti stórleik, sendi þá góða sendingu frá hægri á Fabio sem hafði tekið sprett inn á teignn. Hann fékk frían skalla en Edwin var á réttum stað og varði. Þetta var besta færið í fyrri hálfleik. Liverpool hefði þó getað fengið betra færi á lokamínútu hálfleiksins þegar Dimitar Berbatov reif Dirk niður inni í vítateignum. Ekkert var dæmt en treyja Dirk var rifin og hún var til marks um hvað gerst hafði. Markalaust var því þegar hálfleikshlé hófst.
Liverpool hóf síðari hálfleikinn af krafti og á 51. mínútu braut liðið sókn gestanna á bak aftur. Dirk fékk boltann frá Yossi en hann skaut ekki í góðu færi en gaf þess í stað á Yossi sem komst ekki í færi enda aðþrengdur. Litlu síðar slapp Fernando frá varnarmönnum United en gaf fyrir í stað þess að reyna skot sem þó virtist vænlegur kostur.
Liverpool gekk smá saman á lagið og komst yfir á 65. mínútu. Yossi fékk boltann á sínum vallarhelmingi, sendi hann á Dirk og fékk hann svo aftur. Hann var þá kominn fram á vallarhelming United þaðan sem hann sendi frábæra sendingu inn fyrir vörn United. Fernando Torres stakk sér inn fyrir hægra megin og lék inn í vítateiginn. Rio Ferdinand sótti að honum en Fernando sýndi mikinn styrk, Rio hrökk af honum og lá eftir. Fernando hélt yfirvegun sinni og hamraði boltann upp undir þaknetið án þess að Edwin ætti möguleika að verja. Allt sprakk af fögnuði á Anfield Road um leið og boltinn þandi netmöskvana fyrir framan The Kop! Glæsilegt mark hjá "Stráknum" sem þarna sýndi snilli sína og það á besta tíma!
Liverpool fékk svo gott færi á 71. mínútu þegar Lucas fékk boltann í góðu færi í teignum eftir horn en hann mokaði boltanum hátt yfir. Á 74. mínútu komu tveir varamenn Manchester United til leiks og var Michael Owen annar þeirra. Hann fékk sannarlega kaldar kveðjur og líklega hefur fyrrum leikmaður Liverpool aldrei fengið kuldalegri móttökur á sínum gamla heimavelli.
Michael Owen fékk að finna fyrir því þegar hann kom fyrst nærri fyrrum félaga sínum Jamie Carragher. Sex mínútum fyrir leikslok slapp mark Liverpool naumlega. Michael náði þá að koma boltanum út til hægri á Antonio. Hann var utarlega við markteiginn og sendi fyrir en boltinn fór í þverslá og út sem var eins gott. Tveimur mínútum síðar fékk Michael sendingu fram á miðjan vallarhelming Liverpool. Hann braust áfram og reyndi að komast framhjá Jamie Carragher. Þeir félagar tókust hart á og féllu. Dómarinn dæmdi aukaspyrnu. Leikmenn United mótmæltu sem mest þeir máttu því þeir töldu að það hefði átt að reka Jamie af velli. Luis Nani tók aukaspyrnuna en laust skot hans fór beint á Jose. Rautt spjald fór loks á loft á lokamínútunni. Liverpool braut sókn United á bak aftur og Dirk fékk boltann við miðjuna. Þar var hann við það að sleppa í gegn þegar Nemanja keyrði hann niður og fékk sitt annað gula spjald fyrir vikið og þar með varð hann að yfirgefa svæðið.
Spennan jókst meir og meir þegar viðbótartíminn gekk í garð. Það var komið eitthvað fram í hann þegar jafnaðist í liðum. Liverpool náði skyndisókn sem lauk með langri sendingu fram. Javier Mascherano elti boltann og renndi sér á eftir honum utan við vítateig United. Hann náði ekki boltanum og sópaði þess í stað Edwin niður. Javier hafði áður fengið gult spjald og nú var komið að honum að fara af velli.
Ekki var allt búið enn. Viðbótartíminn var langt kominn þegar Liverpool braut sókn United á bak aftur. Lucas fékk boltann við miðjuna og lék fram. Hann beið eftir rétta augnablikinu og sendi svo fína sendingu fram á varamanninn David Ngog sem slapp einn í gegn. Frakkinn ungi hélt ró sinni og lék inn í vítateiginn áður en hann renndi boltanum neðst í bláhornið. Boltinn hafnaði í markinu við gríðarlegan fögnuð. Sanngjarn sigur Liverpool var þar með innsiglaður og fagnaðarlætin voru rétt að byrja!
Það má öllum ljóst vera að þessi sigur gat ekki komið á betri tíma fyrir Liverpool eftir erfiðar síðustu vikur. En svona á Liverpool alltaf að spila. Hver einasti leikmaður liðsins var tilbúinn í slaginn frá fyrstu mínútu og Tólfti maðurinn lé ekki sitt eftir liggja! Mikið var talað um að það þyrfti samstöðu fyrir þennan leik. Samstaða skilaði sér í dag og hún verður að halda áfram svo Liverpool vinni titla á þessu keppnistímabili.
Liverpool: Reina, Insua, Agger, Carragher, Johnson, Aurelio, Mascherano, Leiva, Benayoun (Skrtel 90. mín.), Torres (Ngog 80. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Voronin, Babel, Spearing og Degen.
Mörk Liverpool: Fernando Torres (65. mín.) og David Ngog (90. mín.).
Gul spjöld: Javier Mascherano og Jamie Carragher.
Rautt spjald: Javier Mascherano.
Manchester United: Van der Sar, Evra, Ferdinand, Vidic, O´Shea, Giggs, Carrick, Scholes (Nani 74. mín.), Valencia, Berbatov (Owen 74. mín.) og Rooney. Ónotaðir varamenn: Foster, Neville og Evans.
Gul spjöld: Patrice Evra, Dimitar Berbatov og Nemanja Vidic.
Rautt spjald: Nemanja Vidic.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Fyrirliði Liverpool ætlaði ekki að vera í tapliði í dag! Hann hefur átt misjafna leiki á þessu keppnistímabili en núna sýndi hann sitt rétta andlit. Hann skallaði, tæklaði, henti sér fyrir skot og stöðvaði vin sinn á síðustu stundu! Frábær framganga hjá harðjaxlinum!
Rafael Benítez: Ég er virkilega ánægður fyrir hönd félagsins, leikmanna liðsins og starfsfólksins. Við vissum að við þurftum að snúa við blaðinu og þetta var frábær sigur. Fyrir leikinn töluðum við um að þessi leikur væri kannski fullkominn fyrir okkur til að bregðast við slæmu gengi og það kom á daginn. Við þurftum að sýna almennilegan leik og standa í fæturna gegn góðu liði fyrir framan stuðningsmenn okkar og mér fannst leikmennirnir gera það. Mér fannst liðið leggja hart að sér og hver einasti stuðningsmaður stóð þétt við bakið á okkur.
Fróðleikur.
- Liverpool vann Manchester United í þriðja sinn í röð!
- Þetta var fyrsti sigur Liverpool eftir fjögur töp í röð.
- Fernando Torres skoraði níunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Hann er markahæsti leikmaður leikmaður deildarinnar.
- David Ngog skoraði í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Nemanja Vidic var rekinn af velli gegn Liverpool í þriðja leiknum í röð.
- Javier Mascherano var rekinn af velli gegn Manchester United í annað sinn.
- Leikmaður Liverpool hefur ekki verið rekinn út af í deildarleik frá því Javier fékk rautt spjald á Old Trafford gegn Manchester United á páskum 2008.
- Michael Owen mætti til leiks með sínu öðru félagi gegn Liverpool. Hann hafði áður leikið gegn Liverpool með Newcastle United.
- Emiliano Insúa lék sinn 30. deildarleik með Liverpool. Hann hefur enn ekki skorað mark fyrir félagið.
- Rafael Benítez stýrði Liverpool í 200. sinn í deildarleik. Liverpool hefur unnið 114 af þeim leikjum.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan