| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Rétt dæmt!
Fyrrum dómarinn Graham Poll sem dæmdi í mörg ár í ensku Úrvalsdeildinni, en lagði nýlega flautuna nýlega á hilluna, hefur síðan verið með vikulega pistla á vefsíðu Daily Mail. Í pistlum sínum fjallar hann um vafaatriði sem hafa átt sér stað í ensku knattspyrnunni.
Í pistli sínum fyrir þessa vikuna skrifaði hann um vafaatriði sem átti sér stað í viðureign Liverpool og Manchester United síðastliðinn sunnudag. Þar segir hann að dómari leiksins Andre Marriner hafi gert rétt í öllum vafaatriðum leiksins og komið vel út úr leiknum þrátt fyrir harða gagnrýni frá Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United.
Á 87. mínútu hnoðaði Jamie Carragher Michael Owen niður þegar sóknarmaðurinn var að sleppa í gegn. Graham telur að Andre hafi gert rétt í að dæma aukaspyrnu og sýna Jamie gula spjaldið. Hann ítrekar að það hefði verið rangt að reka Jamie af velli. Graham segir svo í pistli sínum.
,,Það er gremjulegt fyrir dómara að dæma rétt en fá svo gagnrýni, frá þeim sem fylgjast með leikjum, og þekkja ekki reglurnar nógu vel. Ef það á að reka leikmann af velli fyrir að koma í veg fyrir marktækifæri verður tvennt að vera fyrir hendi. Leikmaðurinn, sem brotið er á, verður að stefna beint að markinu en ekki að endamörkum."
Það vill oft vera að umdeild atvik eigi sér stað í leikjum Liverpool og Manchester United. Eftir leikinn núna var brot Jamie Carragher á Michael Owen, fyrrum félaga sínum hjá Liverpool, mjög til umræðu og töldu stuðningsmenn Manchester United að Jamie hefði átt að vera rekinn af leikvelli. Graham Poll telur á hinn bóginn að rétt hafi verið dæmt!
Í pistli sínum fyrir þessa vikuna skrifaði hann um vafaatriði sem átti sér stað í viðureign Liverpool og Manchester United síðastliðinn sunnudag. Þar segir hann að dómari leiksins Andre Marriner hafi gert rétt í öllum vafaatriðum leiksins og komið vel út úr leiknum þrátt fyrir harða gagnrýni frá Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóra Manchester United.
Á 87. mínútu hnoðaði Jamie Carragher Michael Owen niður þegar sóknarmaðurinn var að sleppa í gegn. Graham telur að Andre hafi gert rétt í að dæma aukaspyrnu og sýna Jamie gula spjaldið. Hann ítrekar að það hefði verið rangt að reka Jamie af velli. Graham segir svo í pistli sínum.
,,Það er gremjulegt fyrir dómara að dæma rétt en fá svo gagnrýni, frá þeim sem fylgjast með leikjum, og þekkja ekki reglurnar nógu vel. Ef það á að reka leikmann af velli fyrir að koma í veg fyrir marktækifæri verður tvennt að vera fyrir hendi. Leikmaðurinn, sem brotið er á, verður að stefna beint að markinu en ekki að endamörkum."
Það vill oft vera að umdeild atvik eigi sér stað í leikjum Liverpool og Manchester United. Eftir leikinn núna var brot Jamie Carragher á Michael Owen, fyrrum félaga sínum hjá Liverpool, mjög til umræðu og töldu stuðningsmenn Manchester United að Jamie hefði átt að vera rekinn af leikvelli. Graham Poll telur á hinn bóginn að rétt hafi verið dæmt!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan