| Grétar Magnússon
Miðjumaðurinn Damien Plessis hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem heldur honum á Anfield þangað til árið 2012.
Plessis kom til félagsins sumarið 2007 frá Lyon og hefur hann spilað sjö leiki með aðalliði félagsins. Má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina því fyrsti leikur hans var gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í apríl árið 2008.
Hann hefur skorað eitt mark en það kom á White Hart Lane í tapi liðsins í Deildarbikarnum á síðasta tímabili.
Damien hefur ekki spilað neitt á þessu keppnistímabili en hann hefur verið á bekknum fjórum sinnum. Hann er svo fastamaður í varaliði félagsins og hefur hann einnig spilað með franska U-21 landsliðinu.
Ekki er útilokað að Damien fái tækifæri gegn Arsenal í Deildarbikarnum í kvöld.
TIL BAKA
Plessis skrifar undir nýjan samning

Plessis kom til félagsins sumarið 2007 frá Lyon og hefur hann spilað sjö leiki með aðalliði félagsins. Má segja að honum hafi verið hent út í djúpu laugina því fyrsti leikur hans var gegn Arsenal á Emirates leikvanginum í apríl árið 2008.
Hann hefur skorað eitt mark en það kom á White Hart Lane í tapi liðsins í Deildarbikarnum á síðasta tímabili.
Damien hefur ekki spilað neitt á þessu keppnistímabili en hann hefur verið á bekknum fjórum sinnum. Hann er svo fastamaður í varaliði félagsins og hefur hann einnig spilað með franska U-21 landsliðinu.
Ekki er útilokað að Damien fái tækifæri gegn Arsenal í Deildarbikarnum í kvöld.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan