| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Tap gegn Fulham
Liverpool tapaði sínum fimmta leik í deildinni gegn Fulham á Craven Cottage. Þetta var sjötta tap liðsins í síðustu sjö leikjum. Þegar flautað var til leiksloka voru aðeins 9 leikmenn Liverpool eftir inná vellinum.
Eins og við var að búast gerði Rafa Benítez breytingar á liðinu sem mætti Arsenal í Deildarbikarnum í miðri viku. Fernando Torres kom að nýju í byrjunarliðið ásamt Jamie Carragher, Jose Reina, Yossi Benayoun, Javier Mascherano og Lucas Leiva. Aðrir leikmenn héldu sætum sínum frá leiknum við Arsenal, þeir Emiliano Insua, Sotirios Kyrgiakos, Philipp Degen, Andriy Voronin og Dirk Kuyt.
Leikmenn Liverpool byrjuðu fyrri hálfleikinn vel og höfðu tögl og haldir í upphafi, leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín án þess þó að það skapaði mikla hættu upp við mark heimamanna. Andriy Voronin fékk þó ágætis tækifæri eftir þrjár mínútur þegar Dirk Kuyt sendi boltann fyrir markið en Úkraínumaðurinn var ekki í jafnvægi og því náðu varnarmenn Fulham að hreinsa frá.
Dirk Kuyt var svo aftur á ferðinni þegar hann og Degen léku saman upp hægri kantinn, Hollendingurinn sendi fyrir markið og var Torres hársbreidd frá því að ná til boltans. Skömmu síðar átti svo Yossi Benayoun skot í slána eftir sendingu frá Degen.
Stuttu síðar brutust heimamenn upp völlinn og barst boltinn til vinstri á Damien Duff, hann sendi fyrir markið og þar kom Bobby Zamora hlaupandi á milli Insua og Kyrgiakos og setti boltann auðveldlega framhjá Reina í markið. Má með sanni segja að þetta hafi komið gegn gangi leiksins.
Leikmenn Liverpool héldu áfram að sækja og þremur mínútum fyrir hálfleik barst boltinn að vítateig Fulham manna þar sem Voronin reyndi að skalla boltann áfram, varnarmenn Fulham hálf hreinsuðu frá, kom þá Fernando Torres aðvífandi og skaut viðstöðulaust að marki, stöngin inn og staðan því orðin jöfn á ný. Glæsilegt mark hjá Spánverjanum, hans tíunda í deildinni á tímabilinu.
Leikmenn liðana gengu til búningsherbergja stuttu síðar í stöðunni 1-1.
Síðari hálfleikur hófst nokkuð rólega en ljóst var að heimamenn ætluðu sér stærri hluti og var meiri vindur í seglum þeirra. Zoltan Gera náði skoti úr miðjum teignum að marki en skotið var kraftlaust og Reina átti ekki vandræðum með að verja. Gera var svo aftur í eldlínunni þegar hann vildi fá vítaspyrnu eftir að hafa tekið byltu með Carragher inní teig en dómari leiksins, Lee Mason, sá ekkert athugavert við atvikið.
Eftir rúmlega 60. mínútna leik var Fernando Torres tekinn af velli og undruðust margir stuðningsmenn þessa ákvörðun Benítez en Spánverjinn var ein helsta ógn gestanna upp við markið. Inná kom Ryan Babel og fékk hann nú tækifæri í fremstu víglínu.
Á 73. mínútu leiksins vann Paul Konchesky boltann úti hægra megin eftir að Dirk Kuyt hafði reynt að halda boltanum inná vellinum. Tókst honum ekki betur til en svo að Konchesky gat hlaupið óáreittur upp hægri kantinn þar sem hann náði sendingu fyrir markið. Boltinn barst á fjærstöngina á Zoltan Gera sem skallaði boltann aftur fyrir markið, þar var mættur Erik Nevland og skaut hann boltanum með hælnum í markið. Heimamenn ærðust af fögnuði og ekki leit út fyrir að gestirnir væru líklegir til að jafna metin.
Á 78. mínútu kom Nathan Eccleston inná fyrir Yossi Benayoun og ef stuðningsmenn Liverpool hafi verið hissa á skiptingunni á undan þá vakti þessi enn meiri undrun. Ógæfan dundi svo yfir af fullri hörku mínútu síðar en þá fékk Philipp Degen að líta rauða spjaldið eftir að hafa tæklað Clint Dempsey upp við vítateig Fulham manna. Gult spjald hefði verið sanngjarnara en dómarinn virtist viss í sinni sök. Þrem mínútum síðar braut Jamie Carragher á Bobby Zamora þegar hann virtist vera að sleppa einn í gegn og því var lítið annað að gera en að lyfta rauða spjaldinu aftur, leikmenn Liverpool voru því orðnir aðeins 9 inná vellinum. Rafa Benítez þurfti því að setja varnarmann inná og kom unglingurinn Daniel Ayala inná fyrir Dirk Kuyt.
Heimamenn voru ekki búnir að segja sitt síðasta í leiknum og nýttu þeir sér liðsmuninn til hins ýtrasta þegar þrjár mínútur lifðu leiks en þá spiluðu þeir sig í gegn og Clint Dempsey batt endahnútinn á sóknina með því að skora framhjá Reina. Niðurlæging Liverpool manna var fullkomnuð þar.
Fulham: Schwarzer, Konchesky, Hangeland, Hughes, Pantsil, Dempsey, Baird, Greening (Etuhu 85. mín.), Duff (Nevland 46. mín.), Kamara (Gera 46. mín.), Zamora. Ónotaðir varamenn: Kelly, Riise, Smalling og Zuberbuhler.
Mörk Fulham: Bobby Zamora (24. mín.), Erik Nevland (73. mín.) og Clint Dempsey (87. mín.).
Gult spjald: Chris Baird.
Liverpool: Reina, Insua, Carragher, Kyrgiakos, Degen, Benayoun (Eccleston 78. mín.), Lucas, Mascherano, Kuyt (Ayala 84. mín.), Torres (Babel 63. mín.), Voronin. Ónotaðir varamenn: Dossena, Gulacsi, Plessis og Spearing.
Mark Liverpool: Fernando Torres (42. mín.).
Rauð spjöld: Philipp Degen og Jamie Carragher.
Maður leiksins: Fernando Torres verður líklegast fyrir valinu að þessu sinni, hann skoraði eina mark liðsins í slakri frammistöðu. Enginn leikmanna liðsins virtist vilja hafa fyrir því að berjast fyrir málstaðnum að þessu sinni nema kannski Torres.
Rafael Benítez: ,,Það er alltaf erfitt að sætta sig við enn annan tapleikinn og þá sérstaklega þennan þar sem við stjórnuðum leiknum. Ég var mjög hissa með stöðuna í hálfleik því fyrri hálfleikurinn var einstefna. Við gerðum ein mistök þegar við fengum á okkur markið en þegar Fernando skoraði tókum við stjórnina aftur. Ég veit ekki hversu mikið við vorum með boltann en það var ótrúlegt að fá á sig mark í fyrri hálfleiknum þegar við réðum öllu. Þeir voru sókndjarfari í seinni hálfleik en við gerðum risastór mistök þegar þeir skoruðu seinna markið. Svo misstum við tvo menn af velli."
- Fernando Torres skoraði sitt tíunda mark í deildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað þessi mörk í jafnmörgum leikjum.
- Liverpool tapaði sínum fimmta leik í deildinni á tímabilinu, liðið hefur aðeins leikið ellefu leiki.
- Philipp Degen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni með liðinu.
- Andriy Voronin var í fyrsta sinn í byrjunarliði í deildinni á tímabilinu.
- Nathan Eccleston spilaði sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni fyrir félagið. Þessi vika hefur verið nokkuð viðburðarík fyrir hann, á miðvikudaginn kom hann inná í Deildarbikarnum gegn Arsenal og spilaði þar með sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Hann skoraði svo mark gegn Manchester United í leik með unglingaliðinu á fimmtudaginn.
- Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni og sex af síðustu sjö í öllum leikjum.
Eins og við var að búast gerði Rafa Benítez breytingar á liðinu sem mætti Arsenal í Deildarbikarnum í miðri viku. Fernando Torres kom að nýju í byrjunarliðið ásamt Jamie Carragher, Jose Reina, Yossi Benayoun, Javier Mascherano og Lucas Leiva. Aðrir leikmenn héldu sætum sínum frá leiknum við Arsenal, þeir Emiliano Insua, Sotirios Kyrgiakos, Philipp Degen, Andriy Voronin og Dirk Kuyt.
Leikmenn Liverpool byrjuðu fyrri hálfleikinn vel og höfðu tögl og haldir í upphafi, leikmenn létu boltann ganga vel á milli sín án þess þó að það skapaði mikla hættu upp við mark heimamanna. Andriy Voronin fékk þó ágætis tækifæri eftir þrjár mínútur þegar Dirk Kuyt sendi boltann fyrir markið en Úkraínumaðurinn var ekki í jafnvægi og því náðu varnarmenn Fulham að hreinsa frá.
Dirk Kuyt var svo aftur á ferðinni þegar hann og Degen léku saman upp hægri kantinn, Hollendingurinn sendi fyrir markið og var Torres hársbreidd frá því að ná til boltans. Skömmu síðar átti svo Yossi Benayoun skot í slána eftir sendingu frá Degen.
Stuttu síðar brutust heimamenn upp völlinn og barst boltinn til vinstri á Damien Duff, hann sendi fyrir markið og þar kom Bobby Zamora hlaupandi á milli Insua og Kyrgiakos og setti boltann auðveldlega framhjá Reina í markið. Má með sanni segja að þetta hafi komið gegn gangi leiksins.
Leikmenn Liverpool héldu áfram að sækja og þremur mínútum fyrir hálfleik barst boltinn að vítateig Fulham manna þar sem Voronin reyndi að skalla boltann áfram, varnarmenn Fulham hálf hreinsuðu frá, kom þá Fernando Torres aðvífandi og skaut viðstöðulaust að marki, stöngin inn og staðan því orðin jöfn á ný. Glæsilegt mark hjá Spánverjanum, hans tíunda í deildinni á tímabilinu.
Leikmenn liðana gengu til búningsherbergja stuttu síðar í stöðunni 1-1.
Síðari hálfleikur hófst nokkuð rólega en ljóst var að heimamenn ætluðu sér stærri hluti og var meiri vindur í seglum þeirra. Zoltan Gera náði skoti úr miðjum teignum að marki en skotið var kraftlaust og Reina átti ekki vandræðum með að verja. Gera var svo aftur í eldlínunni þegar hann vildi fá vítaspyrnu eftir að hafa tekið byltu með Carragher inní teig en dómari leiksins, Lee Mason, sá ekkert athugavert við atvikið.
Eftir rúmlega 60. mínútna leik var Fernando Torres tekinn af velli og undruðust margir stuðningsmenn þessa ákvörðun Benítez en Spánverjinn var ein helsta ógn gestanna upp við markið. Inná kom Ryan Babel og fékk hann nú tækifæri í fremstu víglínu.
Á 73. mínútu leiksins vann Paul Konchesky boltann úti hægra megin eftir að Dirk Kuyt hafði reynt að halda boltanum inná vellinum. Tókst honum ekki betur til en svo að Konchesky gat hlaupið óáreittur upp hægri kantinn þar sem hann náði sendingu fyrir markið. Boltinn barst á fjærstöngina á Zoltan Gera sem skallaði boltann aftur fyrir markið, þar var mættur Erik Nevland og skaut hann boltanum með hælnum í markið. Heimamenn ærðust af fögnuði og ekki leit út fyrir að gestirnir væru líklegir til að jafna metin.
Á 78. mínútu kom Nathan Eccleston inná fyrir Yossi Benayoun og ef stuðningsmenn Liverpool hafi verið hissa á skiptingunni á undan þá vakti þessi enn meiri undrun. Ógæfan dundi svo yfir af fullri hörku mínútu síðar en þá fékk Philipp Degen að líta rauða spjaldið eftir að hafa tæklað Clint Dempsey upp við vítateig Fulham manna. Gult spjald hefði verið sanngjarnara en dómarinn virtist viss í sinni sök. Þrem mínútum síðar braut Jamie Carragher á Bobby Zamora þegar hann virtist vera að sleppa einn í gegn og því var lítið annað að gera en að lyfta rauða spjaldinu aftur, leikmenn Liverpool voru því orðnir aðeins 9 inná vellinum. Rafa Benítez þurfti því að setja varnarmann inná og kom unglingurinn Daniel Ayala inná fyrir Dirk Kuyt.
Heimamenn voru ekki búnir að segja sitt síðasta í leiknum og nýttu þeir sér liðsmuninn til hins ýtrasta þegar þrjár mínútur lifðu leiks en þá spiluðu þeir sig í gegn og Clint Dempsey batt endahnútinn á sóknina með því að skora framhjá Reina. Niðurlæging Liverpool manna var fullkomnuð þar.
Fulham: Schwarzer, Konchesky, Hangeland, Hughes, Pantsil, Dempsey, Baird, Greening (Etuhu 85. mín.), Duff (Nevland 46. mín.), Kamara (Gera 46. mín.), Zamora. Ónotaðir varamenn: Kelly, Riise, Smalling og Zuberbuhler.
Mörk Fulham: Bobby Zamora (24. mín.), Erik Nevland (73. mín.) og Clint Dempsey (87. mín.).
Gult spjald: Chris Baird.
Liverpool: Reina, Insua, Carragher, Kyrgiakos, Degen, Benayoun (Eccleston 78. mín.), Lucas, Mascherano, Kuyt (Ayala 84. mín.), Torres (Babel 63. mín.), Voronin. Ónotaðir varamenn: Dossena, Gulacsi, Plessis og Spearing.
Mark Liverpool: Fernando Torres (42. mín.).
Rauð spjöld: Philipp Degen og Jamie Carragher.
Maður leiksins: Fernando Torres verður líklegast fyrir valinu að þessu sinni, hann skoraði eina mark liðsins í slakri frammistöðu. Enginn leikmanna liðsins virtist vilja hafa fyrir því að berjast fyrir málstaðnum að þessu sinni nema kannski Torres.
Rafael Benítez: ,,Það er alltaf erfitt að sætta sig við enn annan tapleikinn og þá sérstaklega þennan þar sem við stjórnuðum leiknum. Ég var mjög hissa með stöðuna í hálfleik því fyrri hálfleikurinn var einstefna. Við gerðum ein mistök þegar við fengum á okkur markið en þegar Fernando skoraði tókum við stjórnina aftur. Ég veit ekki hversu mikið við vorum með boltann en það var ótrúlegt að fá á sig mark í fyrri hálfleiknum þegar við réðum öllu. Þeir voru sókndjarfari í seinni hálfleik en við gerðum risastór mistök þegar þeir skoruðu seinna markið. Svo misstum við tvo menn af velli."
Fróðleikur...
- Fernando Torres skoraði sitt tíunda mark í deildinni á tímabilinu. Hann hefur skorað þessi mörk í jafnmörgum leikjum.
- Liverpool tapaði sínum fimmta leik í deildinni á tímabilinu, liðið hefur aðeins leikið ellefu leiki.
- Philipp Degen spilaði sinn fyrsta leik í byrjunarliði í deildinni með liðinu.
- Andriy Voronin var í fyrsta sinn í byrjunarliði í deildinni á tímabilinu.
- Nathan Eccleston spilaði sinn fyrsta leik í Úrvalsdeildinni fyrir félagið. Þessi vika hefur verið nokkuð viðburðarík fyrir hann, á miðvikudaginn kom hann inná í Deildarbikarnum gegn Arsenal og spilaði þar með sinn fyrsta leik með aðalliðinu. Hann skoraði svo mark gegn Manchester United í leik með unglingaliðinu á fimmtudaginn.
- Liðið hefur nú tapað þremur af síðustu fjórum leikjum í deildinni og sex af síðustu sjö í öllum leikjum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan