| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fyrsta jafnteflið á tímabilinu
Liverpool gerði sitt fyrsta jafntefli á tímabilinu gegn Lyon á útivelli á miðvikudagskvöldið. Líkt og í leiknum á Anfield tókst Lyon mönnum að skora á lokamínútunum.
Vonir liðsins um að komast áfram í Meistaradeildinni fara nú minnkandi en eftir þetta jafntefli þarf liðið að treysta á að Fiorentina vinni ekki Lyon í næstu umferð og jafnframt þarf Liverpool að vinna báða leikina sem eftir eru.
Fyrir leikinn var ljóst að Benítez myndi eiga í erfiðleikum með að stilla upp mjög sterku liði en það sama gilti reyndar líka um Lyon því margir varnarmenn þeirra eru meiddir. Þar sem Glen Johnson var meiddur spilaði Jamie Carragher í hægri bakverði og menn glöddust við það að sjá Daniel Agger á ný í byrjunarliðinu en hann hafði ekki spilað frá því í leiknum gegn Manchester United.
Heimamenn byrjuðu leikinn betur eins og við var að búast og átti Michael Bastos skot að marki sem Reina átti ekki í miklum erfiðleikum með. Gestunum óx þó ásmegin eftir því sem mínúturnar liðu og á 12. mínútu hefði Fernando Torres átt að gera betur þegar hann fékk boltann á miðjum vítateig eftir sendingu frá Emiliano Insua. Torres náði ekki nógu góðu skoti og Hugo Lloris, markvörður Lyon náði að verja með fótunum.
Stuttu síðar náði Dirk Kuyt skoti að marki, aftur eftir sókn upp vinstri kantinn, en aftur var Lloris vel á verði og sló boltann yfir þverslána. Úr hornspyrnunni náði svo Yossi Benayoun að skalla boltann fyrir markið en því miður var enginn leikmaður Liverpool nógu vakandi fyrir því að skjóta boltanum í markið.
Besta færi hálfleiksins kom svo þegar Andriy Voronin komst einn í gegn eftir snögga aukaspyrnu Javier Mascherano. Voronin náði alls ekki nógu góðu skoti og fór boltinn beint í fætur Lloris. Lyon menn máttu því svo sannarlega þakka markverði sínum fyrir það að vera ekki lentir undir.
Lyon þurftu að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik þegar þeir Reveillere og Pjanic meiddust og því var þjálfari þeirra örugglega feginn þegar flautað var til hálfleiks. Leikmenn Liverpool virtust hafa yfirhöndina í leiknum.
Lið Liverpool hélt áfram góðri spilamennsku í síðari hálfleik en heimamenn voru þó aðeins meira á tánum. Bastos náði að vinna skallaeinvígi við Insua í teignum en boltinn fór framhjá markinu. Reina þurfti svo að hafa sig allan við að skalla boltann frá á vítateigsjaðrinum þegar Bafetimbi Gomis var að sleppa einn í gegn. Á 68. mínútu fékk Lucas boltann óvænt vinstra megin í teignum og var Brasilíumaðurinn fljótur að skjóta á markið. Enn og aftur var Hugo Lloris fyrirstaða og varði hann að þessu sinni með höndunum. Dirk Kuyt náði svo hjólhestaspyrnu í kjölfarið en spyrnan var laus og Lyon menn hreinsuðu frá marki.
Lisandro Lopez fékk svo mjög gott færi skömmu síðar þegar hann nýtti sér mistök Kyrgiakos er Grikkinn hugðist skalla boltann til Reina. Skallinn var laus en Lopez skaut svotil beint í Reina og hættunni var bægt frá.
Ryan Babel kom inn á fyrir Andriy Voronin á 68. mínútu og hann þakkaði fyrir auðsýnt traust á 83. mínútu er hann fékk boltann úti vinstra megin, hann lék aðeins að marki og skaut svo þrumuskoti sem Lloris átti litla möguleika á að verja. Glæsilegt mark og loksins loksins sýndi Hollendingurinn hvað í honum býr. Markinu var mjög vel fagnað því nú leit allt út fyrir að liðið myndi koma sér í ágætis stöðu í riðlinum.
En sagan endurtók sig frá því í fyrri leiknum þegar Lyon menn jöfnuðu á 90. mínútu. Þar var að verki Lisandro Lopez eftir að boltinn hafði skoppað yfir Agger og Kyrgiakos sem varð til þess að báðir misstu fótana og Lopez var kominn einn í gegn.
Aðeins tveim mínútum var bætt við og því höfðu leikmenn Liverpool lítinn tíma til að reyna að skora sigurmarkið. Úrslit leiksins því 1-1 og möguleikar liðsins á að komast uppúr riðlinum eru ekki mjög miklir. Eins og áður sagði þarf að treysta á að Lyon tapi ekki á Ítalíu gegn Fiorentina í næstu umferð. Ef Lyon vinnur þurfa Liverpool menn aðeins að hugsa um að vinna sína tvo leiki sem eftir eru. Ef Fiorentina og Lyon gera jafntefli þá þarf liðið að vinna 3-0 sigur á Anfield í desember þegar Ítalirnir koma í heimsókn.
Lyon: Lloris, Cissokho, Toulalan, Reveilliere (Gassama 18. mín), Bastos, Kallström, Makoun, Pjanic (Ederson 40. mín.), Gomis (Govou 73. mín.), Lisandro. Ónotaðir varamenn: Vercoutre, Delgado, Tafer, Gonalons.
Mark Lyon: Lisandro Lopez (90. mín).
Gult spjald: Lisandro Lopez (34. mín).
Liverpool: Reina, Insua, Agger, Kyrgiakos, Carragher, Benayoun, Mascherano, Leiva, Kuyt, Voronin (Babel 68. mín.), Torres (Ngog 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Aquilani, Spearing, Darby, Sanchez Ayala.
Mark Liverpool: Ryan Babel (83. mín.).
Gult spjald: Daniel Agger (33. mín.).
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelinn reyndi að vera skapandi og berjast fyrir málstaðnum. Hann var duglegur að vanda og spilaði vel fyrir liðið.
Rafael Benítez: ,,Við erum virkilega vonsviknir því þetta var kjörið tækifæri fyrir okkur. Við fengum færi, en aftur var það síðbúið mark gegn þeim sem gerði gríðarlegan gæfumun. Það verður augljóslega erfitt fyrir okkur að komast áfram en ekki óyfirstíganlegt. Við þurfum að vinna okkar leiki og sjá svo hvað gerist í leik Fiorentina og Lyon. Þá munum við svo búa okkur undir síðasta leik riðilsins."
- Ryan Babel skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Alls var þetta hans þriðja mark á tímabilinu.
- Þetta var fyrsti leikur Liverpool á Stade Gerland.
- Liverpool hafði aldrei áður mætt Lyon fyrr en á þessari leiktíð.
- Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta fyrsta jafntefli liðsins á tímabilinu. Ágætis tilbreyting frá því í fyrra þegar alltof mörg jafntefli litu dagsins ljós.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpooolfc.tv.
Vonir liðsins um að komast áfram í Meistaradeildinni fara nú minnkandi en eftir þetta jafntefli þarf liðið að treysta á að Fiorentina vinni ekki Lyon í næstu umferð og jafnframt þarf Liverpool að vinna báða leikina sem eftir eru.
Fyrir leikinn var ljóst að Benítez myndi eiga í erfiðleikum með að stilla upp mjög sterku liði en það sama gilti reyndar líka um Lyon því margir varnarmenn þeirra eru meiddir. Þar sem Glen Johnson var meiddur spilaði Jamie Carragher í hægri bakverði og menn glöddust við það að sjá Daniel Agger á ný í byrjunarliðinu en hann hafði ekki spilað frá því í leiknum gegn Manchester United.
Heimamenn byrjuðu leikinn betur eins og við var að búast og átti Michael Bastos skot að marki sem Reina átti ekki í miklum erfiðleikum með. Gestunum óx þó ásmegin eftir því sem mínúturnar liðu og á 12. mínútu hefði Fernando Torres átt að gera betur þegar hann fékk boltann á miðjum vítateig eftir sendingu frá Emiliano Insua. Torres náði ekki nógu góðu skoti og Hugo Lloris, markvörður Lyon náði að verja með fótunum.
Stuttu síðar náði Dirk Kuyt skoti að marki, aftur eftir sókn upp vinstri kantinn, en aftur var Lloris vel á verði og sló boltann yfir þverslána. Úr hornspyrnunni náði svo Yossi Benayoun að skalla boltann fyrir markið en því miður var enginn leikmaður Liverpool nógu vakandi fyrir því að skjóta boltanum í markið.
Besta færi hálfleiksins kom svo þegar Andriy Voronin komst einn í gegn eftir snögga aukaspyrnu Javier Mascherano. Voronin náði alls ekki nógu góðu skoti og fór boltinn beint í fætur Lloris. Lyon menn máttu því svo sannarlega þakka markverði sínum fyrir það að vera ekki lentir undir.
Lyon þurftu að gera tvær skiptingar í fyrri hálfleik þegar þeir Reveillere og Pjanic meiddust og því var þjálfari þeirra örugglega feginn þegar flautað var til hálfleiks. Leikmenn Liverpool virtust hafa yfirhöndina í leiknum.
Lið Liverpool hélt áfram góðri spilamennsku í síðari hálfleik en heimamenn voru þó aðeins meira á tánum. Bastos náði að vinna skallaeinvígi við Insua í teignum en boltinn fór framhjá markinu. Reina þurfti svo að hafa sig allan við að skalla boltann frá á vítateigsjaðrinum þegar Bafetimbi Gomis var að sleppa einn í gegn. Á 68. mínútu fékk Lucas boltann óvænt vinstra megin í teignum og var Brasilíumaðurinn fljótur að skjóta á markið. Enn og aftur var Hugo Lloris fyrirstaða og varði hann að þessu sinni með höndunum. Dirk Kuyt náði svo hjólhestaspyrnu í kjölfarið en spyrnan var laus og Lyon menn hreinsuðu frá marki.
Lisandro Lopez fékk svo mjög gott færi skömmu síðar þegar hann nýtti sér mistök Kyrgiakos er Grikkinn hugðist skalla boltann til Reina. Skallinn var laus en Lopez skaut svotil beint í Reina og hættunni var bægt frá.
Ryan Babel kom inn á fyrir Andriy Voronin á 68. mínútu og hann þakkaði fyrir auðsýnt traust á 83. mínútu er hann fékk boltann úti vinstra megin, hann lék aðeins að marki og skaut svo þrumuskoti sem Lloris átti litla möguleika á að verja. Glæsilegt mark og loksins loksins sýndi Hollendingurinn hvað í honum býr. Markinu var mjög vel fagnað því nú leit allt út fyrir að liðið myndi koma sér í ágætis stöðu í riðlinum.
En sagan endurtók sig frá því í fyrri leiknum þegar Lyon menn jöfnuðu á 90. mínútu. Þar var að verki Lisandro Lopez eftir að boltinn hafði skoppað yfir Agger og Kyrgiakos sem varð til þess að báðir misstu fótana og Lopez var kominn einn í gegn.
Aðeins tveim mínútum var bætt við og því höfðu leikmenn Liverpool lítinn tíma til að reyna að skora sigurmarkið. Úrslit leiksins því 1-1 og möguleikar liðsins á að komast uppúr riðlinum eru ekki mjög miklir. Eins og áður sagði þarf að treysta á að Lyon tapi ekki á Ítalíu gegn Fiorentina í næstu umferð. Ef Lyon vinnur þurfa Liverpool menn aðeins að hugsa um að vinna sína tvo leiki sem eftir eru. Ef Fiorentina og Lyon gera jafntefli þá þarf liðið að vinna 3-0 sigur á Anfield í desember þegar Ítalirnir koma í heimsókn.
Lyon: Lloris, Cissokho, Toulalan, Reveilliere (Gassama 18. mín), Bastos, Kallström, Makoun, Pjanic (Ederson 40. mín.), Gomis (Govou 73. mín.), Lisandro. Ónotaðir varamenn: Vercoutre, Delgado, Tafer, Gonalons.
Mark Lyon: Lisandro Lopez (90. mín).
Gult spjald: Lisandro Lopez (34. mín).
Liverpool: Reina, Insua, Agger, Kyrgiakos, Carragher, Benayoun, Mascherano, Leiva, Kuyt, Voronin (Babel 68. mín.), Torres (Ngog 87. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Aquilani, Spearing, Darby, Sanchez Ayala.
Mark Liverpool: Ryan Babel (83. mín.).
Gult spjald: Daniel Agger (33. mín.).
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelinn reyndi að vera skapandi og berjast fyrir málstaðnum. Hann var duglegur að vanda og spilaði vel fyrir liðið.
Rafael Benítez: ,,Við erum virkilega vonsviknir því þetta var kjörið tækifæri fyrir okkur. Við fengum færi, en aftur var það síðbúið mark gegn þeim sem gerði gríðarlegan gæfumun. Það verður augljóslega erfitt fyrir okkur að komast áfram en ekki óyfirstíganlegt. Við þurfum að vinna okkar leiki og sjá svo hvað gerist í leik Fiorentina og Lyon. Þá munum við svo búa okkur undir síðasta leik riðilsins."
Fróðleikur...
- Ryan Babel skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni á þessu tímabili. Alls var þetta hans þriðja mark á tímabilinu.
- Þetta var fyrsti leikur Liverpool á Stade Gerland.
- Liverpool hafði aldrei áður mætt Lyon fyrr en á þessari leiktíð.
- Þótt ótrúlegt megi virðast var þetta fyrsta jafntefli liðsins á tímabilinu. Ágætis tilbreyting frá því í fyrra þegar alltof mörg jafntefli litu dagsins ljós.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpooolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan