| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Liverpool leika á mánudagskvöldið við Birmingham og lítið annað en sigur dugar til að koma liðinu aftur í gang í deildinni. Tækifærið er líka gott til að saxa á forskot Chelsea og Manchester United á toppi deildarinnar því liðin mætast á sunnudaginn í Lundúnum.
Ekki er fullkomlega ljóst hvernig staðan á leikmönnum er varðandi meiðsli en Martin Skrtel er þó búinn að jafna sig af veikindunum sem hrjáðu hann í vikunni. Hann og Daniel Agger ættu því að mynda miðvarðaparið því Jamie Carragher er í banni. Philipp Degen er einnig frá vegna þriggja leikja banns. Óvíst er svo með þátttöku Fernando Torres og það sama gildir um það hvort hann þurfi að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.
Birmingham eru nýliðar í deildinni en undanfarin ár hafa liðin samt mæst nokkrum sinnum þar sem Birmingham menn hafa verið upp og niður úr Úrvalsdeildinni. Þeir hafa staðið sig ágætlega það sem af er tímabilinu og sitja í 15. sæti með 11 stig eftir jafnmarga leiki. Á útivelli hafa þeir leikið 5 leiki, unnið einn og tapað fjórum með fjögur mörk skoruð og fjögur mörk fengin á sig.
Síðast þegar liðin mættust á Anfield voru úrslitin 0-0 þar sem gestirnir pökkuðu í vörn og ekki tókst að brjóta hana á bak aftur. Vonandi verða úrslitin ekki þau sömu núna.
- Í síðustu 8 leikjum hafa 6 tapast, einn unnist og eitt jafntefli náðst.
- Jamie Carragher mun missa af sínum fyrsta leik í Úrvalsdeildinni síðan í apríl 2008. Þá var hann einmitt ónotaður varamaður í 2-2 jafntefli gegn Birmingham !
- Í liði Birmingham er leikmaður að nafni Christian Benitez. Vonandi verður það Rafa Benítez sem brosir í leikslok.
,,Mikið er talað um stöðu Rafael Benítez um þessar mundir, hverjar eru líkurnar á því að fyrirsagnirnar verði á þann veg eftir leikinn að Benitez hafi lagt Benítez að velli."
,,Að því sögðu held ég að það muni ekki gerast. Frammistaða Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir gerðu jafntefli við Lyon var mjög góð, og þar sem Birmingham eru ekki að spila vel á útivöllum þá held ég að þeir rauðu komist aftur á sigurbraut."
,,Ég held að stuðningsmenn Liverpool þurfi aðeins að róa sig varðandi Benítez. Góðir stjórar - líkt og hann - finnast ekki á hverju strái og þeir munu gefa honum tíma. Þegar Steven Gerrard, Alberto Aquilani og Fernando Torres eru 100% klárir verður lið Liverpool allt annað á að líta."
Úrskurður: Liverpool v Birmingham 2:0.
Ekki er fullkomlega ljóst hvernig staðan á leikmönnum er varðandi meiðsli en Martin Skrtel er þó búinn að jafna sig af veikindunum sem hrjáðu hann í vikunni. Hann og Daniel Agger ættu því að mynda miðvarðaparið því Jamie Carragher er í banni. Philipp Degen er einnig frá vegna þriggja leikja banns. Óvíst er svo með þátttöku Fernando Torres og það sama gildir um það hvort hann þurfi að fara í aðgerð til að fá bót meina sinna.
Birmingham eru nýliðar í deildinni en undanfarin ár hafa liðin samt mæst nokkrum sinnum þar sem Birmingham menn hafa verið upp og niður úr Úrvalsdeildinni. Þeir hafa staðið sig ágætlega það sem af er tímabilinu og sitja í 15. sæti með 11 stig eftir jafnmarga leiki. Á útivelli hafa þeir leikið 5 leiki, unnið einn og tapað fjórum með fjögur mörk skoruð og fjögur mörk fengin á sig.
Síðast þegar liðin mættust á Anfield voru úrslitin 0-0 þar sem gestirnir pökkuðu í vörn og ekki tókst að brjóta hana á bak aftur. Vonandi verða úrslitin ekki þau sömu núna.
Fróðleiksmolar...
- Í síðustu 8 leikjum hafa 6 tapast, einn unnist og eitt jafntefli náðst.
- Jamie Carragher mun missa af sínum fyrsta leik í Úrvalsdeildinni síðan í apríl 2008. Þá var hann einmitt ónotaður varamaður í 2-2 jafntefli gegn Birmingham !
- Í liði Birmingham er leikmaður að nafni Christian Benitez. Vonandi verður það Rafa Benítez sem brosir í leikslok.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Birmingham
Liverpool v Birmingham
,,Mikið er talað um stöðu Rafael Benítez um þessar mundir, hverjar eru líkurnar á því að fyrirsagnirnar verði á þann veg eftir leikinn að Benitez hafi lagt Benítez að velli."
,,Að því sögðu held ég að það muni ekki gerast. Frammistaða Liverpool í Meistaradeildinni þegar þeir gerðu jafntefli við Lyon var mjög góð, og þar sem Birmingham eru ekki að spila vel á útivöllum þá held ég að þeir rauðu komist aftur á sigurbraut."
,,Ég held að stuðningsmenn Liverpool þurfi aðeins að róa sig varðandi Benítez. Góðir stjórar - líkt og hann - finnast ekki á hverju strái og þeir munu gefa honum tíma. Þegar Steven Gerrard, Alberto Aquilani og Fernando Torres eru 100% klárir verður lið Liverpool allt annað á að líta."
Úrskurður: Liverpool v Birmingham 2:0.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan