| Sf. Gutt
TIL BAKA
Ólánið heldur áfram
Liverpool gerði í kvöld fáránlegt 2:2 jafntefli við Birmingham City á Anfield Road. Þetta var ótrúleg niðurstaða miðað við gang leiksins en Liverpool réði gangi leiksins frá upphafi. Eftir stendur að Liverpool vann ekki sigur!
Dirk Kuyt leiddi Liverpool til leiks sem fyrirliði og liðið byrjaði af krafti. Gott færi kom þó ekki fyrr en á 13. mínútu og úr því varð mark. Glen Johnson tók þá magnaða rispu og skildi tvo varnarmenn eftir. Hann lék svo inn á teig og sendi fyrir. David Ngog fékk boltann og skaut en Joe Hart varði á línu með snöggum viðbrögðum. Ekki voru viðbrögðin síðri þegar hann varði frá Dirk Kuyt sem tók frákastið. Boltinn barst næst yfir til Albert Riera sem sendi fyrir markið á David sem tók boltann á lofti og þrumaði honum upp undir þaknetið. Frábærlega gert hjá Frakkanum unga. Tveimur mínútum seinna sendi Emiliano Insua fyrir markið en Dirk skallaði yfir.
Liverpool réði lögum og lofum og líklega hafa margir talið að loksins væri öruggur sigur í uppsiglingu. En eins og svo oft á þessu keppnistímabili fékk Liverpool blauta tusku framan í sig. Á 26. mínútu fengu gestirnir ódýra aukaspyrnu. James McFadden sendi inn á vítateiginn þar sem leikmenn Birmingham unnu tvö skallaeigvígi. Boltinn fór svo til Christian Benítez sem skallaði í markið af stuttu færi. Leikmenn Liverpool vildu fá rangstöðu en ekkert var dæmt. Eitt færi hjá Birmingham og eitt mark. Ekkert nýtt í því á þessari sparktíð.
Liverpool ógnaði næst á 31. mínútu þegar Javier Mascherano þrumaði að marki af löngu færi en Joe varði vel með því að slá boltann yfir. Eftir hornið gerðu leikmenn Liverpool harða hríð að markinu og Lucas Leiva kom boltanum framhjá Joe en bjargað var á línu. Gestirnir fengu mikið sjálfstraust við markið og á 41. mínútu komst hinn fljóti Christian inn á teiginn vinstra megin. Hann lék framhjá Jose Reina en skaut framhjá úr þröngu færi.
Lokamínúta hálfleiksins og viðbótartíminn bauð upp á ýmislegt. Albert þurfti að fara meiddur af velli eftir að meiðsli sem hafa verið að angra hann tóku sig upp og kom Steven Gerrard inn á fyrir hann. Martin Skrtel hóf svo sókn sem brotin var á bak aftur. Camerone Jerome náði boltanum við miðjuna og lék fram. Javier reyndi að þrengja að honum en Jerome náði draumaskoti af miðjum vallarhelmingnum sem söng í netinu fyrir aftan Jose áður en við var litið. Ótrúlegt mark og Liverpool var allt í einu undir í leik sem liðið hafði haft í hendi sér. Ekki gat það þó talist neitt nýtt á þessari leiktíð.
Svo virtist sem leikmenn Liverpool ætluðu sér að jafna strax eftir leikhlé og Lucas átti fast skot sem fór beint á Joe. Liverpool sótti nú og sótti en engin hættuleg færi sköpuðust fyrr en á 63. mínútu. Glen tók þá eina af fjölmörgum hættulegum rispum sínum upp hægri kantinn. Hann sendi fyrir markið á Steven en skalli hans fór í stöng. Þetta færi kom leikmönnum Liverpool í ham og áhorfendur reyndu líka sitt með góðum stuðningi. Á 71. mínútu tók David mikla ripsu vinstra megin inn í vítateig gestanna og lék upp að endamörkum. Þar renndi Lee Carsley sér fyrir David og Frakkinn steinlá. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu við mikla reiði leikmanna Birmingham sem töldu að Lee hefði aldrei snert David. Trúlega höfðu þeir eitthvað til síns máls. Eftir nokkur réttarhöld þá steig Steven Gerrard fram og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni.
Nú var nægur tími eftir til að gera út um leikinn og leikmenn Liverpool drógu hvergi af sér en góð færi létu standa á sér. Á 80. mínútu kom sendi fyrir frá hægri. David komst fyrstur í boltann en boltinn fór rétt framhjá. Steven átti svo skot rétt yfir litlu síðar. En allt kom fyrir ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Líkt og gegn Lyon þá lék Liverpool bara vel í þessum leik en draugar, sem hafa ásótt liðið á þessu keppnistímabili, létu á sér kræla og því vannst ekki sigur eins og hefði átt að gerast. En vonandi verða ekki settir fleiri leikir með Liverpool á mánudag!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Skrtel, Riera (Gerrard 45. mín.), Benayoun (Babel 77. mín.), Mascherano, Lucas (Aquilani 82. mín.), Kuyt og Ngog. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Darby og Spearing.
Mörk Liverpool: David Ngog (13. mín.) og Steven Gerrard, víti, (71. mín.).
Gul spjöld: David Ngog.
Birmingham City: Hart, Carr, Ridgewell, Johnson, Dann, Bowyer, Larsson, Tainio (Carsley 15. mín.), Jerome, Benítez (McSheffrey 86. mín.) og McFadden (Vignal 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Taylor, Espinoza, Queudrue og Phillips.
Mörk Birmingham City: Christian Benitez (26. mín.) og Cameron Jerome (45. mín.).
Gul spjöld: James McFadden og Lee Carsley.
Áhorfendur á Anfield Road: 42.560.
Maður leiksins: Glen Johnson. Glen átti frábæran leik á hægri kantinum. Hann lék hvað eftir annað á mótherja sína með hraða sínum og leikni. Hann skapaði oft mikla hætti með mögnuðum rispum sínum. Reyndar lék hann miklu frekar eins og besti útherji en bakvörður.
Rafael Benítez: Maður er auðvitað vonsvikinn að gera jafntefli á heimavelli en mér fannst liðið spila nokkuð vel. Við vorum mikið með boltann, áttum margar marktilraunir og börðumst til loka. Áhorfendur studdu okkur líka vel. Við náðum bara ekki að skora þriðja markið en við sýndum mikinn baráttuvilja.
Fróðleikur.
- Liverpool gerði fyrsta jafntefli sitt í deildinni á þessu keppnistímabili.
- Síðustu fimm deildarleikjum liðanna hefur lokið með jafntefli.
- David Ngog skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði líka fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik gegn Birmingham City í valdatíð Rafael Benítez. Þetta var sjöundi leikurinn.
- Liverpool hefur aldrei unnið leik á mánudegi undir stjórn Rafael Benítez.
- Báðir leikmenn Birmingham skoruðu sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu.
- Tveir leikmenn Liverpool fóru meiddir af velli og voru báðir tognaðir aftan í læri!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Dirk Kuyt leiddi Liverpool til leiks sem fyrirliði og liðið byrjaði af krafti. Gott færi kom þó ekki fyrr en á 13. mínútu og úr því varð mark. Glen Johnson tók þá magnaða rispu og skildi tvo varnarmenn eftir. Hann lék svo inn á teig og sendi fyrir. David Ngog fékk boltann og skaut en Joe Hart varði á línu með snöggum viðbrögðum. Ekki voru viðbrögðin síðri þegar hann varði frá Dirk Kuyt sem tók frákastið. Boltinn barst næst yfir til Albert Riera sem sendi fyrir markið á David sem tók boltann á lofti og þrumaði honum upp undir þaknetið. Frábærlega gert hjá Frakkanum unga. Tveimur mínútum seinna sendi Emiliano Insua fyrir markið en Dirk skallaði yfir.
Liverpool réði lögum og lofum og líklega hafa margir talið að loksins væri öruggur sigur í uppsiglingu. En eins og svo oft á þessu keppnistímabili fékk Liverpool blauta tusku framan í sig. Á 26. mínútu fengu gestirnir ódýra aukaspyrnu. James McFadden sendi inn á vítateiginn þar sem leikmenn Birmingham unnu tvö skallaeigvígi. Boltinn fór svo til Christian Benítez sem skallaði í markið af stuttu færi. Leikmenn Liverpool vildu fá rangstöðu en ekkert var dæmt. Eitt færi hjá Birmingham og eitt mark. Ekkert nýtt í því á þessari sparktíð.
Liverpool ógnaði næst á 31. mínútu þegar Javier Mascherano þrumaði að marki af löngu færi en Joe varði vel með því að slá boltann yfir. Eftir hornið gerðu leikmenn Liverpool harða hríð að markinu og Lucas Leiva kom boltanum framhjá Joe en bjargað var á línu. Gestirnir fengu mikið sjálfstraust við markið og á 41. mínútu komst hinn fljóti Christian inn á teiginn vinstra megin. Hann lék framhjá Jose Reina en skaut framhjá úr þröngu færi.
Lokamínúta hálfleiksins og viðbótartíminn bauð upp á ýmislegt. Albert þurfti að fara meiddur af velli eftir að meiðsli sem hafa verið að angra hann tóku sig upp og kom Steven Gerrard inn á fyrir hann. Martin Skrtel hóf svo sókn sem brotin var á bak aftur. Camerone Jerome náði boltanum við miðjuna og lék fram. Javier reyndi að þrengja að honum en Jerome náði draumaskoti af miðjum vallarhelmingnum sem söng í netinu fyrir aftan Jose áður en við var litið. Ótrúlegt mark og Liverpool var allt í einu undir í leik sem liðið hafði haft í hendi sér. Ekki gat það þó talist neitt nýtt á þessari leiktíð.
Svo virtist sem leikmenn Liverpool ætluðu sér að jafna strax eftir leikhlé og Lucas átti fast skot sem fór beint á Joe. Liverpool sótti nú og sótti en engin hættuleg færi sköpuðust fyrr en á 63. mínútu. Glen tók þá eina af fjölmörgum hættulegum rispum sínum upp hægri kantinn. Hann sendi fyrir markið á Steven en skalli hans fór í stöng. Þetta færi kom leikmönnum Liverpool í ham og áhorfendur reyndu líka sitt með góðum stuðningi. Á 71. mínútu tók David mikla ripsu vinstra megin inn í vítateig gestanna og lék upp að endamörkum. Þar renndi Lee Carsley sér fyrir David og Frakkinn steinlá. Dómarinn dæmdi vítaspyrnu við mikla reiði leikmanna Birmingham sem töldu að Lee hefði aldrei snert David. Trúlega höfðu þeir eitthvað til síns máls. Eftir nokkur réttarhöld þá steig Steven Gerrard fram og skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni.
Nú var nægur tími eftir til að gera út um leikinn og leikmenn Liverpool drógu hvergi af sér en góð færi létu standa á sér. Á 80. mínútu kom sendi fyrir frá hægri. David komst fyrstur í boltann en boltinn fór rétt framhjá. Steven átti svo skot rétt yfir litlu síðar. En allt kom fyrir ekki og jafntefli varð niðurstaðan. Líkt og gegn Lyon þá lék Liverpool bara vel í þessum leik en draugar, sem hafa ásótt liðið á þessu keppnistímabili, létu á sér kræla og því vannst ekki sigur eins og hefði átt að gerast. En vonandi verða ekki settir fleiri leikir með Liverpool á mánudag!
Liverpool: Reina, Johnson, Agger, Insua, Skrtel, Riera (Gerrard 45. mín.), Benayoun (Babel 77. mín.), Mascherano, Lucas (Aquilani 82. mín.), Kuyt og Ngog. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Darby og Spearing.
Mörk Liverpool: David Ngog (13. mín.) og Steven Gerrard, víti, (71. mín.).
Gul spjöld: David Ngog.
Birmingham City: Hart, Carr, Ridgewell, Johnson, Dann, Bowyer, Larsson, Tainio (Carsley 15. mín.), Jerome, Benítez (McSheffrey 86. mín.) og McFadden (Vignal 67. mín.). Ónotaðir varamenn: Taylor, Espinoza, Queudrue og Phillips.
Mörk Birmingham City: Christian Benitez (26. mín.) og Cameron Jerome (45. mín.).
Gul spjöld: James McFadden og Lee Carsley.
Áhorfendur á Anfield Road: 42.560.
Maður leiksins: Glen Johnson. Glen átti frábæran leik á hægri kantinum. Hann lék hvað eftir annað á mótherja sína með hraða sínum og leikni. Hann skapaði oft mikla hætti með mögnuðum rispum sínum. Reyndar lék hann miklu frekar eins og besti útherji en bakvörður.
Rafael Benítez: Maður er auðvitað vonsvikinn að gera jafntefli á heimavelli en mér fannst liðið spila nokkuð vel. Við vorum mikið með boltann, áttum margar marktilraunir og börðumst til loka. Áhorfendur studdu okkur líka vel. Við náðum bara ekki að skora þriðja markið en við sýndum mikinn baráttuvilja.
Fróðleikur.
- Liverpool gerði fyrsta jafntefli sitt í deildinni á þessu keppnistímabili.
- Síðustu fimm deildarleikjum liðanna hefur lokið með jafntefli.
- David Ngog skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Steven Gerrard skoraði líka fjórða mark sitt á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur ekki unnið deildarleik gegn Birmingham City í valdatíð Rafael Benítez. Þetta var sjöundi leikurinn.
- Liverpool hefur aldrei unnið leik á mánudegi undir stjórn Rafael Benítez.
- Báðir leikmenn Birmingham skoruðu sín fyrstu mörk á keppnistímabilinu.
- Tveir leikmenn Liverpool fóru meiddir af velli og voru báðir tognaðir aftan í læri!
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan