| HI
TIL BAKA
Riera og Benayoun meiddir
Albert Riera og Yossi Benayoun meiddust báðir á aftanverðu læri í leiknum gegn Birmingham í gærkvöld og óvist er hvort þeir geti spilað gegn Manchester City um aðra helgi.
Riera lék sinn fyrsta leik með Liverpool í rúma mánuð í gærkvöld en varð að fara af leikvelli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa teygt sig í boltann, og við það meiðst. Benayoun meiddist svo á sama stað seint í leiknum og varð að fara útaf.
Benítez er sjálfsagt feginn að nú sé að koma landsleikjahlé, sem gefur leikmönnunum færi á að jafna sig. "Riera á í sömu vandræðum og áður. Stundum eru leikmenn tiltækir en ekki 100% tilbúnir. Við héldum að hann væri í lagi en það sást þarna að svo var ekki. Yossi er svo í sama vanda og Riera. Sumir leikmenn eru að leika of marga leiki í röð. Þeir leggja mjög hart að sér þannig að það er alltaf hætta á svona löguðu. Ég held að vöðvi hafi rifnað hjá þeim báðum."
Riera lék sinn fyrsta leik með Liverpool í rúma mánuð í gærkvöld en varð að fara af leikvelli skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks eftir að hafa teygt sig í boltann, og við það meiðst. Benayoun meiddist svo á sama stað seint í leiknum og varð að fara útaf.
Benítez er sjálfsagt feginn að nú sé að koma landsleikjahlé, sem gefur leikmönnunum færi á að jafna sig. "Riera á í sömu vandræðum og áður. Stundum eru leikmenn tiltækir en ekki 100% tilbúnir. Við héldum að hann væri í lagi en það sást þarna að svo var ekki. Yossi er svo í sama vanda og Riera. Sumir leikmenn eru að leika of marga leiki í röð. Þeir leggja mjög hart að sér þannig að það er alltaf hætta á svona löguðu. Ég held að vöðvi hafi rifnað hjá þeim báðum."
Þá kom einnig fram að Daniel Agger hafi fundið fyrir meiðslum í baki en ekkert alvarlegt sé þar á ferðinni.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan