| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fernando fer í meðferð
Fernando Torres lék ekki með Liverpool gegn Birmingham í gærkvöldi. Hann er nú farinn í meðferð, hjá læknaliði Liverpool, til að reyna að vinna bug á meiðslunum sem hafa verið að hrjá hann síðustu vikurnar. Meðferðin miðar að því að hann þurfi ekki að fara í aðgerð. Rafael Benítez hafði þetta að segja um málið í gærkvöldi.
"Torres treysti sér ekki til að spila og þess vegna er hann farinn í þriggja vikna meðferð. Meðferðin hófst í gær. Við verðum svo að sjá til hvaða árangur meðferðin hefur. Í bili erum við ekki að hugsa um að senda hann í aðgerð. Ég veit ekki hvort hann verður búinn að ná sér þegar við mætum Manchester City."
Nú er að vona að læknalið Liverpool geti komið Fernando í lag. Það er þó alls óvíst að það takist og fari svo verður aðgerð varla umflúin. Hvort heldur sem verður þá eru þessi meiðsli hans hið versta mál því hann er búinn að spila vel á leiktíðinni. Mörkin hans níu segja allt sem segja þarf um það.
Varla þarf að taka fram að Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Argentínu í vináttuleik núna í landsleikjahléinu. Fernando skrapp þó til Spánar á dögunum til að hitta lækna út af meiðslunum. Þeir hafa vonandi ráðið honum heilt.
"Torres treysti sér ekki til að spila og þess vegna er hann farinn í þriggja vikna meðferð. Meðferðin hófst í gær. Við verðum svo að sjá til hvaða árangur meðferðin hefur. Í bili erum við ekki að hugsa um að senda hann í aðgerð. Ég veit ekki hvort hann verður búinn að ná sér þegar við mætum Manchester City."
Nú er að vona að læknalið Liverpool geti komið Fernando í lag. Það er þó alls óvíst að það takist og fari svo verður aðgerð varla umflúin. Hvort heldur sem verður þá eru þessi meiðsli hans hið versta mál því hann er búinn að spila vel á leiktíðinni. Mörkin hans níu segja allt sem segja þarf um það.
Varla þarf að taka fram að Fernando Torres var ekki valinn í spænska landsliðið sem mætir Argentínu í vináttuleik núna í landsleikjahléinu. Fernando skrapp þó til Spánar á dögunum til að hitta lækna út af meiðslunum. Þeir hafa vonandi ráðið honum heilt.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan