| Sf. Gutt

Andrea á heimleið?

Ítalski landsliðbakvörðurinn Andrea Dossena hefur lítt komið við sögu hjá Liverpool á þessu keppnistímabili. Hann hefur aðeins spilað tvo leiki.
 
Meiðsli hafa eitthvað verið að plaga Ítalann en svo hefur hann ekki komist í liðið enda hefur Emiliano Insua spilað vel sem vinstri bakvörður. 

Í sumar var vitað af áhuga ítalskra liða á Andrea og nú, þegar styttist í að opnist fyrir félagaskipti, eru hugsanleg vistaskipti aftur til umræðu. Hann gæti því verið á heimleið ef marka má umboðsmann hans Federico Pastorello.

"Það fóru fram viðræður í ágúst en ekkert varð úr samningum. Ástæðan var ekki bara tengd launamálum. Liverpool gaf okkur einfaldlega ekki grænt ljós á að semja við Napoli. Hann hefur spilað enn minna á þessu ári en því síðasta og það er klárt að Liverpool verður að selja hann. Ef Napoli hefur áhuga á Dossena vita þeir hvað til þarf."

Andrea Dossena hefur sagst vilja berjast fyrir stöðu sinni hjá Liverpool. En næsta sumar fer úrslitakeppni Heimsmeistarakeppninnar fram og landsliðsmenn allra þátttökuþjóða hennar vilja vera fastamenn í sínum liðum. Þetta, ásamt ýmsu öðru, gæti flýtt brottför Andrea.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan