| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Gerrard tilbúinn
Steven Gerrard segist klár í slaginn fyrir leikinn gegn Manchester City á laugardaginn kemur. Gerrard hefur aðeins spilað í 70 mínútur síðan hann meiddist á nára í leik með enska landsliðinu 10. október.
Fyrst um sinn var jafnvel talið að Gerrard þyrfti að fara í aðgerð vegna meiðslanna en sem betur fer er ekki þörf á því. Meðferðin sem hann hefur gengist undir hjá læknaliði félagsins hefur virkað sem skyldi.
Gerrard skoraði úr vítaspyrnu í 2-2 jafnteflinu gegn Birmingham í síðasta deildarleik liðsins og nú segist hann klár í slaginn á laugardaginn kemur, þegar Manchester City koma í heimsókn.
,,Ég var mjög þreyttur eftir Birmingham leikinn, ég var í raun ekki alveg tilbúinn til að spila þann leik því ég hafði æft lítið vikurnar á undan," sagði Gerrard.
,,Ég þurfti tvo eða þrjá daga til að jafna mig eftir leikinn en ég hef verið að styrkja mig undanfarna viku og mér líður mun betur núna. Ég hlakka mikið til helgarinnar. Það er engin hindrun í veginum hjá mér. Ég hef glímt við meiðsli í nára sem hafa tekið tíma að jafna sig og ég er mjög ánægður með að seinni sprautan virðist hafa gert gæfumuninn."
,,Staðan er góð og nú vil ég ná góðum æfingum fram að leiknum við City svo ég verði tilbúinn í baráttuna."
Gerrard er að sjálfsögðu ekki ánægður með stöðu liðsins í deildinni eða spilamennskuna undanfarnar vikur. Hann hefur lítið getað gert til að hjálpa liðinu uppúr öldudalnum vegna meiðsla sem vissulega er pirrandi fyrir fyrirliðann. Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir, eftir leikinn við Manchester City er leikið við Debreceni í Meistaradeildinni í leik sem verður að vinnast. Helgina þar á eftir er svo nágrannaslagur við Everton á Goodison Park. Gerrard einblínir þó bara núna á leikinn um helgina.
,,Flestir af mínum lægstu punktum á ferlinum eru þegar ég missi af mikilvægum leikjum með Liverpool eða enska landsliðinu vegna meiðsla," segir Gerrard.
,,Það er aldrei auðvelt að missa af leikjum gegn Manchester United eða leikjum á útivöllum í Meistaradeildinni. Ef strákarnir eru að vinna og spila vel, þá minnkar það aðeins sársaukann svo augljóslega hafa síðustu vikur verið mjög pirrandi. Mér líður hinsvegar vel núna, ég er sterkari en áður og nú þarf ég bara að ná upp leikæfingu. Það er það mikilvægasta."
Fyrst um sinn var jafnvel talið að Gerrard þyrfti að fara í aðgerð vegna meiðslanna en sem betur fer er ekki þörf á því. Meðferðin sem hann hefur gengist undir hjá læknaliði félagsins hefur virkað sem skyldi.
Gerrard skoraði úr vítaspyrnu í 2-2 jafnteflinu gegn Birmingham í síðasta deildarleik liðsins og nú segist hann klár í slaginn á laugardaginn kemur, þegar Manchester City koma í heimsókn.
,,Ég var mjög þreyttur eftir Birmingham leikinn, ég var í raun ekki alveg tilbúinn til að spila þann leik því ég hafði æft lítið vikurnar á undan," sagði Gerrard.
,,Ég þurfti tvo eða þrjá daga til að jafna mig eftir leikinn en ég hef verið að styrkja mig undanfarna viku og mér líður mun betur núna. Ég hlakka mikið til helgarinnar. Það er engin hindrun í veginum hjá mér. Ég hef glímt við meiðsli í nára sem hafa tekið tíma að jafna sig og ég er mjög ánægður með að seinni sprautan virðist hafa gert gæfumuninn."
,,Staðan er góð og nú vil ég ná góðum æfingum fram að leiknum við City svo ég verði tilbúinn í baráttuna."
Gerrard er að sjálfsögðu ekki ánægður með stöðu liðsins í deildinni eða spilamennskuna undanfarnar vikur. Hann hefur lítið getað gert til að hjálpa liðinu uppúr öldudalnum vegna meiðsla sem vissulega er pirrandi fyrir fyrirliðann. Framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir, eftir leikinn við Manchester City er leikið við Debreceni í Meistaradeildinni í leik sem verður að vinnast. Helgina þar á eftir er svo nágrannaslagur við Everton á Goodison Park. Gerrard einblínir þó bara núna á leikinn um helgina.
,,Flestir af mínum lægstu punktum á ferlinum eru þegar ég missi af mikilvægum leikjum með Liverpool eða enska landsliðinu vegna meiðsla," segir Gerrard.
,,Það er aldrei auðvelt að missa af leikjum gegn Manchester United eða leikjum á útivöllum í Meistaradeildinni. Ef strákarnir eru að vinna og spila vel, þá minnkar það aðeins sársaukann svo augljóslega hafa síðustu vikur verið mjög pirrandi. Mér líður hinsvegar vel núna, ég er sterkari en áður og nú þarf ég bara að ná upp leikæfingu. Það er það mikilvægasta."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan