| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Galdra meðferð !
Kona ein í Serbíu notar legköku úr hestum til að lækna meiðsli knattspyrnumanna og nú hafa þeir Yossi Benayoun, Albert Riera, Fabio Aurelio og Glen Johnson allir fengið bót meina sinna og verða þeir klárir fyrir leikinn gegn Manchester City á morgun !
Talið var að þeir Benayoun og Riera yrðu frá í allt að fjórar vikur eftir að þeir rifu báðir vöðva aftan í læri gegn Birmingham. Í vikunni bárust fréttir af því að serbnesk kona myndi taka Arsenal manninn Robin Van Persie í meðferð vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleik á laugardaginn var. Átti þessi ágæta kona að hafa læknað aðra leikmenn með undraverðum árangri og í ljós kom að van Persie verður aðeins frá í sex vikur en upphaflega var talið að hann yrði frá í allt að þrjá mánuði.
Rafa Benítez ákvað greinilega að skoða þetta eitthvað betur og hann sendi þá félaga, Benayoun og Riera til konunnar í meðferð. Þegar þeir komu til baka voru meiðslin svo til úr sögunni þannig að þeir Fabio Aurelio og Glen Johnson fóru líka til Serbíu í meðferð.
Allir fjórir leikmennirnir hafa nú tekið fullan þátt í æfingum á Melwood síðustu tvo daga. Aldeilis undraverð lækning sem þessi ágæta kona beitir.
Benítez sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Fólk hefur verið að tala um að leikmenn hafi farið til Serbíu í sérstaka meðferð og ég get staðfest það. Við fengum margar fréttir af því að landsliðsmenn væru að fara til þessarar konu og við sendum nokkra leikmenn."
,,Þeir eru nú að æfa svo við sjáum til hvort þeir spila. Þeir hafa æft síðustu tvo daga. Þetta hefur verið fínt. Það eru önnur nöfn frá öðrum liðum sem hafa farið í þessa meðferð svo árum skiptir. Þessi meðferð miðar að því að höndla vöðvameiðsli og virkar mjög vel."
Helstu vandamál Benítez vegna meiðsla leikmanna eru því nánast úr sögunni og þeir Steven Gerrard, David Ngog og Daniel Agger eru einnig klárir fyrir leikinn á morgun.
Fernando Torres mun þó áfram vera í meðferð hjá sjúkraþjálfurum félagsins og ekki verður tekin áhætta með hann. Skv. læknisráði frá Spáni á hann að hvíla algjörlega í þrjár vikur og sá tími er senn að verða búinn því hann spilaði síðast gegn Lyon á útivelli þann 4. nóvember.
Benítez sagði: ,,Hann er allur að koma til. Hann var með áætlun uppá tvær eða þrjár vikur, hann fylgir henni og bætir sig dag frá degi."
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool í dag.
Talið var að þeir Benayoun og Riera yrðu frá í allt að fjórar vikur eftir að þeir rifu báðir vöðva aftan í læri gegn Birmingham. Í vikunni bárust fréttir af því að serbnesk kona myndi taka Arsenal manninn Robin Van Persie í meðferð vegna meiðsla sem hann hlaut í landsleik á laugardaginn var. Átti þessi ágæta kona að hafa læknað aðra leikmenn með undraverðum árangri og í ljós kom að van Persie verður aðeins frá í sex vikur en upphaflega var talið að hann yrði frá í allt að þrjá mánuði.
Rafa Benítez ákvað greinilega að skoða þetta eitthvað betur og hann sendi þá félaga, Benayoun og Riera til konunnar í meðferð. Þegar þeir komu til baka voru meiðslin svo til úr sögunni þannig að þeir Fabio Aurelio og Glen Johnson fóru líka til Serbíu í meðferð.
Allir fjórir leikmennirnir hafa nú tekið fullan þátt í æfingum á Melwood síðustu tvo daga. Aldeilis undraverð lækning sem þessi ágæta kona beitir.
Benítez sagði í viðtali við opinbera heimasíðu félagsins: ,,Fólk hefur verið að tala um að leikmenn hafi farið til Serbíu í sérstaka meðferð og ég get staðfest það. Við fengum margar fréttir af því að landsliðsmenn væru að fara til þessarar konu og við sendum nokkra leikmenn."
,,Þeir eru nú að æfa svo við sjáum til hvort þeir spila. Þeir hafa æft síðustu tvo daga. Þetta hefur verið fínt. Það eru önnur nöfn frá öðrum liðum sem hafa farið í þessa meðferð svo árum skiptir. Þessi meðferð miðar að því að höndla vöðvameiðsli og virkar mjög vel."
Helstu vandamál Benítez vegna meiðsla leikmanna eru því nánast úr sögunni og þeir Steven Gerrard, David Ngog og Daniel Agger eru einnig klárir fyrir leikinn á morgun.
Fernando Torres mun þó áfram vera í meðferð hjá sjúkraþjálfurum félagsins og ekki verður tekin áhætta með hann. Skv. læknisráði frá Spáni á hann að hvíla algjörlega í þrjár vikur og sá tími er senn að verða búinn því hann spilaði síðast gegn Lyon á útivelli þann 4. nóvember.
Benítez sagði: ,,Hann er allur að koma til. Hann var með áætlun uppá tvær eða þrjár vikur, hann fylgir henni og bætir sig dag frá degi."
Hér eru myndir frá æfingu Liverpool í dag.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan