| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tíðkast nú jafnteflin!
Það gengur illa hjá Liverpool að ná fram sigrum um þessar mundir. Í dag gerði liðið þriðja jafntefli sitt í röð þegar Manchester City kom í heimsókn. Leiknum lauk 2:2 eins og síðasta heimleik.
Líkt og í síðasta leik, gegn Birmingham, þá hóf Liverpool leikinn af krafti. Strax á 5. mínútu sendi Steven Gerrard aukaspyrnu fyrir markið frá hægri. Martin Skrtel náði góðum skalla sem Shy Given varði meistaralega með því að henda sér aftur á bak og slá boltann frá. Þegar Steven sendi fyrir skall Daniel Agger með höfuðið á einum gestanna. Daniel stóð ekki upp og blóðið fossaði úr enni hans. Daninn var borinn af velli enn einu sinni meiddur. Það er með ólíkindum hvað ólánið hefur elt hann á þessu ári. Sotirios Kyrgiakos kom inn á fyrir Daniel og átti eftir að standa sig mjög vel.
Gestirnir fengu færi á 11. mínútu. Sending kom fyrir frá hægri og Craig Bellamy fékk boltann óvaldaður á fjærstöng. Hann skallaði að marki en Jose Reina varði með því að slá boltann frá. Litlu síðar meiddist annar leikmaður Liverpool. Ryan Babel fékk þá boltann úti vinstra megin. Hann lék upp að teignum og reyndi skot en meiddist í þeirri tilraun eftir samstuð. Reyndar lá Steven líka eftir en þeir rákust eitthvað saman. Makalaust og litlu síðar varð Ryan að yfirgefa svæðið. Yossi Benayoun, sem var orðinn hress eftir hrossalækningar austur í Evrópu, kom í hans stað. Það var magnað að sjá Yossi svona stuttu eftir meiðsli enda var ekki búist við að hann myndi spila næstu vikurnar. Albert Riera var líka orðinn leikfær eftir sömu læknismeðferð og var meðal varamanna.
Liverpool var sterkara liðið fram að leikhléi en fá færi sköpuðust. Steven fékk þó tvö færi á 28. mínútu. Hann fékk boltann við teiginn og skraut. Boltinn fór í varnarmann og Steven náði boltanum en nú fór skot hans yfir. Heilum sex mínútum var bætt við en þær gáfu ekki af sér mark.
Liverpool hélt áfram á sömu braut eftir hlé og komst verðskuldað yfir eftir fimm mínútur. Brotið var á David Ngog úti á vinstri kanti. Steven tók aukaspyrnuna og sendi fyrir markið á Martin Skrtel sem stýrði boltanum í markið af markteigslínunni. Vel gert hjá Slóvakanum sem fagnaði sínu fyrsta marki fyrir Liverpool innilega. Það merkilega gerðist eftir markið að leikmenn Liverpool slökuðu á í stað þess að láta kné fylgja kviði. Það virtist þó ekki ætla að koma að sök því gestirnir voru aðgerðalitlir. Þeir jöfnuðu þó upp úr þurru á 69. mínútu. Emmanuel Adebayor skallaði þá í jörðina og inn eftir horn. Jose átti ekki möguleika að verja. Enn var vörn Liverpool sofandi og Martin var illa á verði en hann hefði átt að stöðva Emmanuel.
Vont versnaði svo á 76. mínútu. Varamaðurinn Carlos Tevez tók þá mikla rispu, hristi Martin af sér og sendi inn á Shaun Wright Phillips. Hann renndi boltanum inn á miðjan teig þar sem Stephen Ireland stakk sér í gegn og skoraði. Enn einu sinni, á þessari leiktíð, var vörn Liverpool steinsofandi. Reyndar mátti litlu muna að Stephen væri rangstæður en markið stóð og það þyrmdi yfir stuðningsmenn Liverpool og var þó nógu þungbúið í Liverpool eins og víðar á Englandi síðustu daga. Áhorfendur hresstust þó mínútu síðar. David fékk boltann inni á teig hægra megin. Hann skaut að marki en skotið var ekki vel heppnað og hætta virtist ekki vera á ferðum. Enginn af varnarmönnum City náði boltanum sem rúllaði fyrir markið á Yossi Benayoun sem renndi honum í mark af stuttu færi. Vel gert hjá Liverpool og nú gat allt gerst á nýjan leik.
Shaun ógnaði á 80. mínútu en Jose var sel staðsettur og varði. Undir lokin sótti Liverpool látlaust. Á lokamínútunni átti Dirk Kuyt tvívegis skot og fór annað þeirra í hendi varnarmanns. Ekkert var dæmt. Nokkrum andartökum fyrir leikslok fékk Liverpool horn frá hægri. Boltinn kom fyrir og hafnaði á höfði Lucas Leiva, sem var óvaldaður, en hann náði ekki góðum skalla. Þetta var upplagt færi sem ekki nýttist og jafntefli varð niðurstaðan.
Ef allt er talið er ekki annað hægt að segja en að Liverpool hafi leikið vel en á meðan liðið getur ekki haldið markinu hreinu er ekki von á góðu. Ekkert fellur með liðinu en þetta hlýtur að fara að koma.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger (Kyrgiakos 11. mín.), Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Gerrard, Babel (Benayoun 19. mín.), (Aurelio 86. mín.) og Ngog. Ónotaðir varamenn:
Mörk Liverpool: Martin Skrtel (50. mín.) og Yossi Benayoun (77. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher og Lucas Leiva.
Manchester City: Given, Zabaleta, Toure (Onuoha 46. mín.), Lescott, Bridge, De Jong, Wright-Phillips, Ireland, Barry (Tevez 61. mín.), Bellamy og Adebayor. Ónotaðir varamenn: Taylor, Johnson, Santa Cruz, Kompany og Weiss.
Mörk Manchester City: Emmanuel Adebayor (69. mín.) og Stephen Ireland (76. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.164.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Fyrirliði Argentínumanna virðist vera að koma sér í gang. Hann hefur verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og hann var mjög ákveðinn í þessum leik.
Rafael Benítez: Ólánið elti okkur. Við neyddumst til að nota leikmenn sem hafa ekki verið að æfa með liðinu upp á síðkastið. Við náðum þó að komast yfir og við töldum að við gætum haldið þeirri forystu. Svo skoruðu þeir tvívegis og við urðum að taka á honum stóra okkar til að jafna. Undir lokin fengum við tvö góð færi og hefðum getað unnið leikinn. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að komast á sigurbraut þegar þeir sem eru meiddir koma aftur til leiks.
Fróðleikur.
- Liverpool gerði þriðja jafntefli sitt í röð.
- Síðasti leikur, gegn Birmingham, þróaðist eins og þessi. Liverpool komst yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö og Liverpool jafnaði.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum í öllum keppnum.
- Manchester City gerði sjötta jafntefli sitt í röð.
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Hann varð um leið fyrstur Slóvaka til að skora fyrir félagið.
- Yossi Benayoun skoraði fimmta mark sitt á keppnistímabilinu.
Líkt og í síðasta leik, gegn Birmingham, þá hóf Liverpool leikinn af krafti. Strax á 5. mínútu sendi Steven Gerrard aukaspyrnu fyrir markið frá hægri. Martin Skrtel náði góðum skalla sem Shy Given varði meistaralega með því að henda sér aftur á bak og slá boltann frá. Þegar Steven sendi fyrir skall Daniel Agger með höfuðið á einum gestanna. Daniel stóð ekki upp og blóðið fossaði úr enni hans. Daninn var borinn af velli enn einu sinni meiddur. Það er með ólíkindum hvað ólánið hefur elt hann á þessu ári. Sotirios Kyrgiakos kom inn á fyrir Daniel og átti eftir að standa sig mjög vel.
Gestirnir fengu færi á 11. mínútu. Sending kom fyrir frá hægri og Craig Bellamy fékk boltann óvaldaður á fjærstöng. Hann skallaði að marki en Jose Reina varði með því að slá boltann frá. Litlu síðar meiddist annar leikmaður Liverpool. Ryan Babel fékk þá boltann úti vinstra megin. Hann lék upp að teignum og reyndi skot en meiddist í þeirri tilraun eftir samstuð. Reyndar lá Steven líka eftir en þeir rákust eitthvað saman. Makalaust og litlu síðar varð Ryan að yfirgefa svæðið. Yossi Benayoun, sem var orðinn hress eftir hrossalækningar austur í Evrópu, kom í hans stað. Það var magnað að sjá Yossi svona stuttu eftir meiðsli enda var ekki búist við að hann myndi spila næstu vikurnar. Albert Riera var líka orðinn leikfær eftir sömu læknismeðferð og var meðal varamanna.
Liverpool var sterkara liðið fram að leikhléi en fá færi sköpuðust. Steven fékk þó tvö færi á 28. mínútu. Hann fékk boltann við teiginn og skraut. Boltinn fór í varnarmann og Steven náði boltanum en nú fór skot hans yfir. Heilum sex mínútum var bætt við en þær gáfu ekki af sér mark.
Liverpool hélt áfram á sömu braut eftir hlé og komst verðskuldað yfir eftir fimm mínútur. Brotið var á David Ngog úti á vinstri kanti. Steven tók aukaspyrnuna og sendi fyrir markið á Martin Skrtel sem stýrði boltanum í markið af markteigslínunni. Vel gert hjá Slóvakanum sem fagnaði sínu fyrsta marki fyrir Liverpool innilega. Það merkilega gerðist eftir markið að leikmenn Liverpool slökuðu á í stað þess að láta kné fylgja kviði. Það virtist þó ekki ætla að koma að sök því gestirnir voru aðgerðalitlir. Þeir jöfnuðu þó upp úr þurru á 69. mínútu. Emmanuel Adebayor skallaði þá í jörðina og inn eftir horn. Jose átti ekki möguleika að verja. Enn var vörn Liverpool sofandi og Martin var illa á verði en hann hefði átt að stöðva Emmanuel.
Vont versnaði svo á 76. mínútu. Varamaðurinn Carlos Tevez tók þá mikla rispu, hristi Martin af sér og sendi inn á Shaun Wright Phillips. Hann renndi boltanum inn á miðjan teig þar sem Stephen Ireland stakk sér í gegn og skoraði. Enn einu sinni, á þessari leiktíð, var vörn Liverpool steinsofandi. Reyndar mátti litlu muna að Stephen væri rangstæður en markið stóð og það þyrmdi yfir stuðningsmenn Liverpool og var þó nógu þungbúið í Liverpool eins og víðar á Englandi síðustu daga. Áhorfendur hresstust þó mínútu síðar. David fékk boltann inni á teig hægra megin. Hann skaut að marki en skotið var ekki vel heppnað og hætta virtist ekki vera á ferðum. Enginn af varnarmönnum City náði boltanum sem rúllaði fyrir markið á Yossi Benayoun sem renndi honum í mark af stuttu færi. Vel gert hjá Liverpool og nú gat allt gerst á nýjan leik.
Shaun ógnaði á 80. mínútu en Jose var sel staðsettur og varði. Undir lokin sótti Liverpool látlaust. Á lokamínútunni átti Dirk Kuyt tvívegis skot og fór annað þeirra í hendi varnarmanns. Ekkert var dæmt. Nokkrum andartökum fyrir leikslok fékk Liverpool horn frá hægri. Boltinn kom fyrir og hafnaði á höfði Lucas Leiva, sem var óvaldaður, en hann náði ekki góðum skalla. Þetta var upplagt færi sem ekki nýttist og jafntefli varð niðurstaðan.
Ef allt er talið er ekki annað hægt að segja en að Liverpool hafi leikið vel en á meðan liðið getur ekki haldið markinu hreinu er ekki von á góðu. Ekkert fellur með liðinu en þetta hlýtur að fara að koma.
Liverpool: Reina, Carragher, Skrtel, Agger (Kyrgiakos 11. mín.), Insua, Mascherano, Lucas, Kuyt, Gerrard, Babel (Benayoun 19. mín.), (Aurelio 86. mín.) og Ngog. Ónotaðir varamenn:
Mörk Liverpool: Martin Skrtel (50. mín.) og Yossi Benayoun (77. mín.).
Gul spjöld: Jamie Carragher og Lucas Leiva.
Manchester City: Given, Zabaleta, Toure (Onuoha 46. mín.), Lescott, Bridge, De Jong, Wright-Phillips, Ireland, Barry (Tevez 61. mín.), Bellamy og Adebayor. Ónotaðir varamenn: Taylor, Johnson, Santa Cruz, Kompany og Weiss.
Mörk Manchester City: Emmanuel Adebayor (69. mín.) og Stephen Ireland (76. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 44.164.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Fyrirliði Argentínumanna virðist vera að koma sér í gang. Hann hefur verið að sækja í sig veðrið í síðustu leikjum og hann var mjög ákveðinn í þessum leik.
Rafael Benítez: Ólánið elti okkur. Við neyddumst til að nota leikmenn sem hafa ekki verið að æfa með liðinu upp á síðkastið. Við náðum þó að komast yfir og við töldum að við gætum haldið þeirri forystu. Svo skoruðu þeir tvívegis og við urðum að taka á honum stóra okkar til að jafna. Undir lokin fengum við tvö góð færi og hefðum getað unnið leikinn. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að komast á sigurbraut þegar þeir sem eru meiddir koma aftur til leiks.
Fróðleikur.
- Liverpool gerði þriðja jafntefli sitt í röð.
- Síðasti leikur, gegn Birmingham, þróaðist eins og þessi. Liverpool komst yfir. Gestirnir skoruðu svo tvö og Liverpool jafnaði.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu tíu leikjum í öllum keppnum.
- Manchester City gerði sjötta jafntefli sitt í röð.
- Martin Skrtel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool. Hann varð um leið fyrstur Slóvaka til að skora fyrir félagið.
- Yossi Benayoun skoraði fimmta mark sitt á keppnistímabilinu.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan