| Sf. Gutt
TIL BAKA
Höldum ró okkar!
Liverpool mun ekki komast upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni. Þetta varð ljóst eftir úrslitin í riðli Liverpool í gærkvöldi.
Það eitt, að Liverpool sé úr leik í keppninni, er mikið áfall fyrir félagið. Segja má að áfallið sé margþætt en tvö atriði má draga út sem þau mikilvægustu. Í fyrsta lagi þá verður félagið ekki í keppni þeirra bestu í Evrópu eftir áramótin. Í annan stað þá verður félagið af miklum fjármunum.
Fjölmiðlamenn hafa velt stöðu Liverpool F.C. mikið fyrir sér frá því í gærkvöldi. Margir fara mikinn og segja félagið á fallandi fæti og ekkert nema svartnætti framundan. Forstjóri Liverpool F.C., Christian Purslow, segir að þessu áfalli verði tekið af yfirvegun innan raða félagsins. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við fjölmiða í Búdapest eftir leikinn við Debreceni.
"Við erum að vinna að ákveðnum markmiðum sem miða að því að styrkja félagið. Þetta eru lengtíma markmið og við setjum ekki allt á annan endann þótt við höfum fengið á okkur tvö síðbúin mörk gegn Lyon. Þessi mörk urðu okkur jú að falli."
Liverpool fer ekki lengra í Meistaradeildinni en liðið keppir í Evrópudeildinni á nýju ári. Christian segir að ef Liverpool gangi vel í þeirri keppni þá sé hægt að vinna sér inn álíka mikla peninga og hefðu komið í kassann með þáttöku í Meistaradeildinni.
Brottfall Liverpool úr Meistaradeildinni hefur aukið vangaveltur fjölmiðlamanna um framtíð Rafael Benítez hjá Liverpool. Christian segir að Rafa verði áfram framkvæmdastjóri Liverpool. "Hann verður áfram við störf hér og starf hans er ekki í hættu. Hann er búinn með fjóra mánuði af fimm ára samningi sem við gerðum við hann og það er því ekki við hæfi að ræða málið á þessum nótum."
Christian Purslow er til hægri á meðfylgjandi mynd.
Það eitt, að Liverpool sé úr leik í keppninni, er mikið áfall fyrir félagið. Segja má að áfallið sé margþætt en tvö atriði má draga út sem þau mikilvægustu. Í fyrsta lagi þá verður félagið ekki í keppni þeirra bestu í Evrópu eftir áramótin. Í annan stað þá verður félagið af miklum fjármunum.
Fjölmiðlamenn hafa velt stöðu Liverpool F.C. mikið fyrir sér frá því í gærkvöldi. Margir fara mikinn og segja félagið á fallandi fæti og ekkert nema svartnætti framundan. Forstjóri Liverpool F.C., Christian Purslow, segir að þessu áfalli verði tekið af yfirvegun innan raða félagsins. Hann hafði meðal annars þetta að segja í viðtali við fjölmiða í Búdapest eftir leikinn við Debreceni.
"Við erum að vinna að ákveðnum markmiðum sem miða að því að styrkja félagið. Þetta eru lengtíma markmið og við setjum ekki allt á annan endann þótt við höfum fengið á okkur tvö síðbúin mörk gegn Lyon. Þessi mörk urðu okkur jú að falli."
Liverpool fer ekki lengra í Meistaradeildinni en liðið keppir í Evrópudeildinni á nýju ári. Christian segir að ef Liverpool gangi vel í þeirri keppni þá sé hægt að vinna sér inn álíka mikla peninga og hefðu komið í kassann með þáttöku í Meistaradeildinni.
Brottfall Liverpool úr Meistaradeildinni hefur aukið vangaveltur fjölmiðlamanna um framtíð Rafael Benítez hjá Liverpool. Christian segir að Rafa verði áfram framkvæmdastjóri Liverpool. "Hann verður áfram við störf hér og starf hans er ekki í hættu. Hann er búinn með fjóra mánuði af fimm ára samningi sem við gerðum við hann og það er því ekki við hæfi að ræða málið á þessum nótum."
Christian Purslow er til hægri á meðfylgjandi mynd.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan