| Grétar Magnússon
Þetta er í fyrsta skipti sem liðið kemst ekki upp úr sínum riðli síðan Rafael Benítez tók við liðinu árið 2004. Liðið færist nú yfir í Evrópudeildina þar sem lið eins og Valencia, Benfica og Everton keppa nú.
Leikmenn Liverpool byrjuðu leikinn vel og strax á fjórðu mínútu skoraði David Ngog. Hornspyrna var tekin frá hægri, boltinn barst til Fabio Aurelio sem spyrnti fyrir á fjærstöng. Þar var Jamie Carragher mættur og skallaði hann fyrir markið þar sem Frakkinn ungi þurfti ekki mikla snertingu til að setja boltann yfir línuna. Vel gert hjá Ngog og leikmenn Liverpool komnir á bragðið.
Á 10. mínútu hefði Dirk Kuyt átt að gera betur þegar hann reyndi að ná til fyrirgjafar Steven Gerrard. Á þessum kafla voru leikmenn Liverpool nokkuð ágengir og varnarmenn Ungverjanna virtust ekki vera klárir í leikinn frá byrjun.
Liverpool voru meira með boltann en ekkert markvert gerðist að nýju fyrr en eftir hálftíma leik er David Ngog komst í gegn en skotið var slakt og markvörður heimamanna varði.
Stuttu síðar bárust fréttir af því að Fiorentina væru komnir yfir í Flórens. Það eina sem leikmenn Liverpool gátu gert í því var að gera sitt besta í þessum leik því ekki gátu þeir haft áhrif á það sem var að gerast á Ítalíu. Ngog átti svo gott skot fyrir utan teig en markvörðurinn Poleksic var vel á verði.
Í síðari hálfleik var Steven Gerrard ekki langt frá því að skora eftir sendingu fyrir markið frá Glen Johnson en aftur varði Poleksic. Heimamenn vildu svo fá vítaspyrnu þegar Gergely Rudolf féll í teignum eftir viðskipti við Emiliano Insua en ágætur dómari leiksins, Bjorn Kuipers sá ekki ástæðu til að dæma.
12 mínútum fyrir leikslok var Jamie Carragher svo nálægt því að skora eftir hornspyrnu frá Aurelio en skalli hans var frekar slakur og fór ekki í átt að markinu. Litlu munaði að heimamönnum tækist að skora undir lok leiksins. Ekki í fyrsta skiptið sem það hefði gerst hjá Liverpool í þessari keppni en slakt skot Coulibaly, úr miðjum teig, var varið af Reina.
Þegar flautað var svo til leiksloka voru enn fimm mínútur eftir af leiknum á Ítalíu og því biðu menn á milli vonar og ótta eftir úrslitum þaðan. Því miður voru þau ekki hagstæð fyrir Rafa Benítez og hans menn. Stuðningsmenn Liverpool, sem voru fjölmennir, sungu þó fyrir sína menn í leikslok!
Debrecen: Poleksic, Bodnar, Fodor (Dombi 78. mín.), Szelesi, Meszaros, Mijadinoski, Kiss, Szakaly (Coulibaly 62. mín.), Czvitkovics, Laczko, Rudolf. Ónotaðir varamenn: Pantic, Ramos, Komlosi, Bernath og Varga.
Gult spjald: Zoltan Szelesi.
Liverpool: Reina, Insua, Agger, Carragher, Johnson, Aurelio (Dossena 88. mín.), Mascherano, Leiva, Kuyt, Gerrard (Aquilani 90. mín.), Ngog (Benayoun 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Spearing, Kyrgiakos og Skrtel.
Mark Liverpool: David Ngog (4. mín.).
Áhorfendur á Puskas Ferenc Stadium: 41.500.
Maður leiksins: David Ngog. Frakkinn ungi var mjög hættulegur í fyrri hálfleik. Hann skoraði strax í upphafi leiks og átti svo tvö góð skot sem voru varin. Það hafa ekki aðrir leikmenn Liverpool gert betur í síðustu leikjum en David.
Rafael Benítez: Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við gerðum það sem við þurftum að gera hér en við getum ekki breytt orðnum hlut. Ef maður greinir leikina þá eru það mörkin tvö undir lok leiksins gegn Lyon á heimavelli sem voru ótrúlega dýr. Einnig var fyrri hálfleikurinn gegn Fiorentina slakur en svona er knattspyrnan og við breytum því ekki. Við fengum færi til að skora mörk í öllum þessum leikjum og hefðum getað unnið þá alla.
Fróðleikur.
- Þetta var aðeins annar sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum.
- Þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm tilraunum í Ungverjalandi.
- Í fyrsta sinn mistókst Rafa Benítez að koma liðinu upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
- David Ngog skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Hann hefur aðeins spilað ellefu leiki, þar af sex í byrjunarliði og verður markafjöldi hans að teljast einn af ljósu punktunum á tímabilinu.
- David og Yossi Benayoun eru næst markahæstir á eftir Fernando Torres.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
TIL BAKA
Sigur en engu að síður vonbrigði
Liverpool eru úr leik í Meistaradeildinni á þessu tímabili þrátt fyrir sigur gegn ungverska liðinu Debrecen í Ungverjalandi. Sigur Fiorentina á Lyon gerði það að verkum að vonir um áframhald í keppninni urðu að engu.
Þetta er í fyrsta skipti sem liðið kemst ekki upp úr sínum riðli síðan Rafael Benítez tók við liðinu árið 2004. Liðið færist nú yfir í Evrópudeildina þar sem lið eins og Valencia, Benfica og Everton keppa nú.
Leikmenn Liverpool byrjuðu leikinn vel og strax á fjórðu mínútu skoraði David Ngog. Hornspyrna var tekin frá hægri, boltinn barst til Fabio Aurelio sem spyrnti fyrir á fjærstöng. Þar var Jamie Carragher mættur og skallaði hann fyrir markið þar sem Frakkinn ungi þurfti ekki mikla snertingu til að setja boltann yfir línuna. Vel gert hjá Ngog og leikmenn Liverpool komnir á bragðið.
Á 10. mínútu hefði Dirk Kuyt átt að gera betur þegar hann reyndi að ná til fyrirgjafar Steven Gerrard. Á þessum kafla voru leikmenn Liverpool nokkuð ágengir og varnarmenn Ungverjanna virtust ekki vera klárir í leikinn frá byrjun.
Liverpool voru meira með boltann en ekkert markvert gerðist að nýju fyrr en eftir hálftíma leik er David Ngog komst í gegn en skotið var slakt og markvörður heimamanna varði.
Stuttu síðar bárust fréttir af því að Fiorentina væru komnir yfir í Flórens. Það eina sem leikmenn Liverpool gátu gert í því var að gera sitt besta í þessum leik því ekki gátu þeir haft áhrif á það sem var að gerast á Ítalíu. Ngog átti svo gott skot fyrir utan teig en markvörðurinn Poleksic var vel á verði.
Í síðari hálfleik var Steven Gerrard ekki langt frá því að skora eftir sendingu fyrir markið frá Glen Johnson en aftur varði Poleksic. Heimamenn vildu svo fá vítaspyrnu þegar Gergely Rudolf féll í teignum eftir viðskipti við Emiliano Insua en ágætur dómari leiksins, Bjorn Kuipers sá ekki ástæðu til að dæma.
12 mínútum fyrir leikslok var Jamie Carragher svo nálægt því að skora eftir hornspyrnu frá Aurelio en skalli hans var frekar slakur og fór ekki í átt að markinu. Litlu munaði að heimamönnum tækist að skora undir lok leiksins. Ekki í fyrsta skiptið sem það hefði gerst hjá Liverpool í þessari keppni en slakt skot Coulibaly, úr miðjum teig, var varið af Reina.
Þegar flautað var svo til leiksloka voru enn fimm mínútur eftir af leiknum á Ítalíu og því biðu menn á milli vonar og ótta eftir úrslitum þaðan. Því miður voru þau ekki hagstæð fyrir Rafa Benítez og hans menn. Stuðningsmenn Liverpool, sem voru fjölmennir, sungu þó fyrir sína menn í leikslok!
Debrecen: Poleksic, Bodnar, Fodor (Dombi 78. mín.), Szelesi, Meszaros, Mijadinoski, Kiss, Szakaly (Coulibaly 62. mín.), Czvitkovics, Laczko, Rudolf. Ónotaðir varamenn: Pantic, Ramos, Komlosi, Bernath og Varga.
Gult spjald: Zoltan Szelesi.
Liverpool: Reina, Insua, Agger, Carragher, Johnson, Aurelio (Dossena 88. mín.), Mascherano, Leiva, Kuyt, Gerrard (Aquilani 90. mín.), Ngog (Benayoun 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Spearing, Kyrgiakos og Skrtel.
Mark Liverpool: David Ngog (4. mín.).
Áhorfendur á Puskas Ferenc Stadium: 41.500.
Maður leiksins: David Ngog. Frakkinn ungi var mjög hættulegur í fyrri hálfleik. Hann skoraði strax í upphafi leiks og átti svo tvö góð skot sem voru varin. Það hafa ekki aðrir leikmenn Liverpool gert betur í síðustu leikjum en David.
Rafael Benítez: Við erum að sjálfsögðu vonsviknir. Við gerðum það sem við þurftum að gera hér en við getum ekki breytt orðnum hlut. Ef maður greinir leikina þá eru það mörkin tvö undir lok leiksins gegn Lyon á heimavelli sem voru ótrúlega dýr. Einnig var fyrri hálfleikurinn gegn Fiorentina slakur en svona er knattspyrnan og við breytum því ekki. Við fengum færi til að skora mörk í öllum þessum leikjum og hefðum getað unnið þá alla.
Fróðleikur.
- Þetta var aðeins annar sigur liðsins í síðustu ellefu leikjum.
- Þetta var fyrsti sigur liðsins í fimm tilraunum í Ungverjalandi.
- Í fyrsta sinn mistókst Rafa Benítez að koma liðinu upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
- David Ngog skoraði sitt fimmta mark á tímabilinu. Hann hefur aðeins spilað ellefu leiki, þar af sex í byrjunarliði og verður markafjöldi hans að teljast einn af ljósu punktunum á tímabilinu.
- David og Yossi Benayoun eru næst markahæstir á eftir Fernando Torres.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin
Fréttageymslan