| Sf. Gutt
TIL BAKA
Mark spáir í spilin
Það er grannaslagur í uppsiglingu á bökkum Mersey árinnar. Það þarf ekki að hvetja menn í Liverpool til dáða fyrir þann leikinn frekar en þá 211 leiki sem liðin hafa áður leikið. Enn á nýtt er um fátt annað talað í Liverpool þessa dagana en grannaslaginn. Nú mætast liðin í fyrsta sinn á þessu keppnistímabili og sem fyrr er mikið í húfi. Báðum liðum hefur ekki vegnað jafn vel og til stóð þegar keppnistímabilið hófst og því væri fullkomið, fyrir hvort lið sem er, að vinna á morgun.
Eins og venjulega mætast liðin tvívegis á þessari leiktíð í deildinni en alls gætu þau mæst sex sinnum áður en sumar gengur í garð! Líkt og á síðasta keppnsitímabili er möguleiki á að liðin dragist saman í F.A. bikarnum en þá léku þau tvo leiki til að útkljá hvort liðið færi áfram. En nú er líka möguleiki á að liðin mætist í Evrópuleik í fyrsta sinni í sögunni. Eftir að Liverpool færðist úr Meistaradeildinni í Evrópudeildina þá er Evrópurimma í Liverpool hugsanleg því Everton er með í þeirri keppni. Þá myndi nú verða brotið blað í langri sögu grannaleikja Liverpool og Everton.
- Þetta er 20. leikur Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Enginn leikmaður Liverpool hefur spilað alla leikina.
- Alls hafa 29 leikmenn spilað með liðinu það sem af er leiktíðar.
- Þetta verður í 212. sinn sem grannarnir leiða saman hesta sína. Eru þá taldir leikir í öllum keppnum.
- Liverpool hefur unnið 82 leiki en Everton 65. Jafnteflin eru 64.
- Liverpool hefur tapað síðustu þremur útileikjum sínum í deildinni.
- Liverpool hefur fengið 20 mörk á sig í deildinni sem er það mesta miðað við árstíma í langan tíma.
- Everton hefur fengið 23 mörk á sig.
- Liverpool hefur fengið þrjú rauð spjöld á leiktíðinni sem er það mesta í deildinni.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tíu talsins.
Ég held að það sé ekki mikil pressa á Rafael Benítez, framkvæmdastjóra Liverpool, innan félagsins. Liverpool má þó ekki við því að tapa fyrir Everton sem hefur ekki heldur gengið vel. Ég er ekki viss ef Fernando Torres verður leikfær eða þá hvort sú áhætta verður tekin að láta hann spila. En þetta með Alberto Aquilani er mjög dularfullt. Það er sagt að hann sé ekki lengur meiddur en samt byrjar hann ekki inn á. Hann hlýtur að vera eitthvað svolítið meiddur en annars er þetta mjög furðulegt mál.
Úrskurður: Everton v Liverpool 1:1.
Eins og venjulega mætast liðin tvívegis á þessari leiktíð í deildinni en alls gætu þau mæst sex sinnum áður en sumar gengur í garð! Líkt og á síðasta keppnsitímabili er möguleiki á að liðin dragist saman í F.A. bikarnum en þá léku þau tvo leiki til að útkljá hvort liðið færi áfram. En nú er líka möguleiki á að liðin mætist í Evrópuleik í fyrsta sinni í sögunni. Eftir að Liverpool færðist úr Meistaradeildinni í Evrópudeildina þá er Evrópurimma í Liverpool hugsanleg því Everton er með í þeirri keppni. Þá myndi nú verða brotið blað í langri sögu grannaleikja Liverpool og Everton.
Fróðleiksmolar...
- Þetta er 20. leikur Liverpool á þessu keppnistímabili.
- Enginn leikmaður Liverpool hefur spilað alla leikina.
- Alls hafa 29 leikmenn spilað með liðinu það sem af er leiktíðar.
- Þetta verður í 212. sinn sem grannarnir leiða saman hesta sína. Eru þá taldir leikir í öllum keppnum.
- Liverpool hefur unnið 82 leiki en Everton 65. Jafnteflin eru 64.
- Liverpool hefur tapað síðustu þremur útileikjum sínum í deildinni.
- Liverpool hefur fengið 20 mörk á sig í deildinni sem er það mesta miðað við árstíma í langan tíma.
- Everton hefur fengið 23 mörk á sig.
- Liverpool hefur fengið þrjú rauð spjöld á leiktíðinni sem er það mesta í deildinni.
- Fernando Torres hefur skorað flest mörk Liverpool á keppnistímabilinu eða tíu talsins.
Spá Mark Lawrenson
Everton v Liverpool
Everton v Liverpool
Ég held að það sé ekki mikil pressa á Rafael Benítez, framkvæmdastjóra Liverpool, innan félagsins. Liverpool má þó ekki við því að tapa fyrir Everton sem hefur ekki heldur gengið vel. Ég er ekki viss ef Fernando Torres verður leikfær eða þá hvort sú áhætta verður tekin að láta hann spila. En þetta með Alberto Aquilani er mjög dularfullt. Það er sagt að hann sé ekki lengur meiddur en samt byrjar hann ekki inn á. Hann hlýtur að vera eitthvað svolítið meiddur en annars er þetta mjög furðulegt mál.
Úrskurður: Everton v Liverpool 1:1.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan