| Sf. Gutt
TIL BAKA
Fernando ekki leikfær
Fernando Torres byrjaði að æfa í vikunni og einhverjar líkur voru taldar á að hann gæti spilað í Blackburn í dag. Svo er þó ekki og Fernando mun ekki vera orðinn leikfær. Það er á hinn bóginn farið að styttast í endurkomu hans eins og Rafael Benítez greindi frá á blaðamannafundi í gær. Annars er meiðslalistinn orðinn mjög stuttur og flestir menn aðalliðsins eru núna leikfærir.
"Hann er ekki í liðshópnum. Han er búinn að vera að taka þátt í hluta æfinganna og spila svolítið. En hann er samt ekki tilbúinn í að spila og við verðum að sjá til í næstu viku. Það verður kannski hægt að hafa hann á bekknum gegn Fiorentina."
Liverpool mætir á Ewood Park síðdegis í dag og það sem meira er leikurinn fer fram á hefðbundnum leiktíma klukkan þrjú að enskum tíma. Rafa á von á erfiðum leik gegn Blackburn sem komst í undanúrslit Deildarbikarsins í vikunni eftir að hafa slegið Chelsea út í vítaspyrnukeppni.
"Það verður ekki auðvelt. Við vitum að stuðningsmenn liðsins standa vel við bakið á sínum mönnum. Leikmenn liðsins eru sterkir og liðið beitir föstum leikatriðum af grimmd. Þetta eru erfiðir andstæðingar og við verðum að vera tilbúnir í slaginn."
Mikill fjöldi stuðningsmanna Liverpool verður eins og venjulega á Ewood Park. Víst er að þeir munu hylla Bill Shankly heitinn en þann 1. desember voru 50 ár liðin frá því tilkynnt var um komu hans til Liverpool.
Steven Gerrard mun líka örugglega verða hylltur spili hann sinn 500. leik, með Liverpool, eins og allt útlit er á.
"Hann er ekki í liðshópnum. Han er búinn að vera að taka þátt í hluta æfinganna og spila svolítið. En hann er samt ekki tilbúinn í að spila og við verðum að sjá til í næstu viku. Það verður kannski hægt að hafa hann á bekknum gegn Fiorentina."
Liverpool mætir á Ewood Park síðdegis í dag og það sem meira er leikurinn fer fram á hefðbundnum leiktíma klukkan þrjú að enskum tíma. Rafa á von á erfiðum leik gegn Blackburn sem komst í undanúrslit Deildarbikarsins í vikunni eftir að hafa slegið Chelsea út í vítaspyrnukeppni.
"Það verður ekki auðvelt. Við vitum að stuðningsmenn liðsins standa vel við bakið á sínum mönnum. Leikmenn liðsins eru sterkir og liðið beitir föstum leikatriðum af grimmd. Þetta eru erfiðir andstæðingar og við verðum að vera tilbúnir í slaginn."
Mikill fjöldi stuðningsmanna Liverpool verður eins og venjulega á Ewood Park. Víst er að þeir munu hylla Bill Shankly heitinn en þann 1. desember voru 50 ár liðin frá því tilkynnt var um komu hans til Liverpool.
Steven Gerrard mun líka örugglega verða hylltur spili hann sinn 500. leik, með Liverpool, eins og allt útlit er á.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan