| Sf. Gutt
TIL BAKA
Allt í járnum
Eftir tvo sigra í röð kom enn eitt jafnteflið. Liverpool þarf nauðsynlega á því að halda að fara ná sigrum en það hafðist ekki gegn Blackburn Rovers á Ewwood Park. Liðin skildu án marka.
Steven Gerrard leidddi Liverpool til leiks að venju og var þetta í 500. sinn sem hann skartaði rauða búningnum. Mikil barátta var leiknum frá fyrstu mínútu og heldur voru heimamm grimmari framan af. En færin létu á sér standa og segja má að eina færi fyrri hálfleiks hafi komið á 37. mínútu þegar Steven fékk boltann vinstra megin eftir sendingu frá Lucas Leiva. Fyrirliðinn komst inn á vítateiginn en varnarmaður komst fyrir skot hans og bjargaði í horn. Varla hefur maður séð einn hálfleik með færri færum.
Síðari hálfleikurinn var tíðindameiri og þurfti nú svo sem ekki mikið til. Á 55. mínútu kom Steven sér í skotstöðu utan teigs en Paul Robinson varði skot hans. Tveimur mínútum seinna braust Lucas upp að endamörkum vinstra megin og sendi út í teig. Steven reyndi að ná boltanum en varnarmaður renndi sér fyrir hann. Steven féll en ekkert var dæmt. Boltinn barst svo til Dirk Kuyt en varnarmaður komst fyrir skot hans. Nú var komið fjör í leikinn. Á 62. mínútu datt Lucas við miðjuna og missti boltann. Heimamenn brunuðu upp og Di Santo fékk boltann í þokkalegu færi en Jose Reina varði af öryggi.
Á 71. mínútu tók Glen Johnson magnaða rispu inn á vítateiginn upp að endamörkum þaðan sem hann sendi fyrir markið. David Ngog, sem kom til leiks snemma í hálfleiknum, fékk boltann í dauðafæri innan markteigs en skot hans fór í þverslá. Boltinn hrökk út á Dirk en Paul varði fast skot hans með tilþrifum. Þar var heppnin ekki með Liverpool og David hefði átt að skora. Líklega kom þúfa á vellinum í veg fyrir að David myndi skora en boltinn fór í ójöfnu og breytti aðeins um stefnu eftir að Glen gaf fyrir. Sex mínútum seinna fékk Benni McCarthy boltann í góðu skotfæri utan teigs en skot hans fór rétt framhjá.
Á lokamínútnni og í uppbótartíma gekk mikið á. Fyrst fékk Nikola Kalinic boltann í góðu færi innan teigs en hann mokaði boltanum sem betur fer yfir. Liverpool sótti næst og Dirk átti fast skot utan teigs sem fór yfir. Liverpool fékk horn sem ekkert varð úr og Blackburn náði skyndisókn. Nikola komst einn í gegn. Jose kom vel út á móti honum og kom Nikola úr jafnvægi þannig að skot hans fór framhjá. Þeir félagar rákust saman en ekki var um brot að ræða. Ekkert mark og dýrmæt stig töpuðust. Það verður þó að segjast að úrslitin voru nokkuð sanngjörn.
Blackburn Rovers: Robinson 5, Chimbonda 5, Samba 7, Nelsen 7, Givet 7, Emerton 5, Grella 5, Nzonzi 6, Diouf 5 (Hoilett 72. mín.), McCarthy 6 (Kalinic 77. mín) og Di Santo 6 (Andrews 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Brown, Salgado, Pedersen og Roberts.
Gult spjald: El Hadji Diouf.
Liverpool: Reina 6, Johnson 8, Agger 6, Carragher 6, Insua 6, Mascherano 6, Benayoun 5 (El Zhar 72. mín), Gerrard 7, Lucas 5, Riera 4 (Ngog 52. mín, 6) og Kuyt 6. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Skrtel, Dossena og Aquilani.
Einkunnir leikmanna eru af vefsíðu Times.
Áhorfendur á Ewood Park: 29.660.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Oft hefur nú fyrirliðinn leikið betur og ekki fer þessi 500. leikur hans í flokk með bestu leikjum hans. En hann var samt sá leikmaður Liverpool sem skapaði hvað mesta ógn og hann reyndi hvað hann gat til að brjóta ísinn.
Rafael Benítez: Þetta var erfiður leikur. Við fengum nokkur góð færi og hefðum getað skorað. Ég er vonsvikinn yfir því að við skyldum ekki ná sigri en það jákvæða var að við héldum hreinu og erum að spila betur. Liðið er að standa sig vel og við munum eiga möguleika á sigrum ef við höldum áfram að spila svona.
Fróðleikur.
- Steven Gerrard lék sinn 500. leik með Liverpool.
- Steven lék sinn fyrsta leik líka gegn Blackburn. Það gerðist fyrir ellefu árum og sex dögum.
- Liverpool hefur nú leikið sex leiki í röð án taps.
- Liðið hefur reyndar aðeins unnið tvo af þeim leikjum.
- Jose Reina hélt hreinu þriðja leikinn í röð.
- Liverpool hefur aldrei unnið tvær leiktíðir í röð í deildinni á Ewood Park.
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleikina á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Steven Gerrard leidddi Liverpool til leiks að venju og var þetta í 500. sinn sem hann skartaði rauða búningnum. Mikil barátta var leiknum frá fyrstu mínútu og heldur voru heimamm grimmari framan af. En færin létu á sér standa og segja má að eina færi fyrri hálfleiks hafi komið á 37. mínútu þegar Steven fékk boltann vinstra megin eftir sendingu frá Lucas Leiva. Fyrirliðinn komst inn á vítateiginn en varnarmaður komst fyrir skot hans og bjargaði í horn. Varla hefur maður séð einn hálfleik með færri færum.
Síðari hálfleikurinn var tíðindameiri og þurfti nú svo sem ekki mikið til. Á 55. mínútu kom Steven sér í skotstöðu utan teigs en Paul Robinson varði skot hans. Tveimur mínútum seinna braust Lucas upp að endamörkum vinstra megin og sendi út í teig. Steven reyndi að ná boltanum en varnarmaður renndi sér fyrir hann. Steven féll en ekkert var dæmt. Boltinn barst svo til Dirk Kuyt en varnarmaður komst fyrir skot hans. Nú var komið fjör í leikinn. Á 62. mínútu datt Lucas við miðjuna og missti boltann. Heimamenn brunuðu upp og Di Santo fékk boltann í þokkalegu færi en Jose Reina varði af öryggi.
Á 71. mínútu tók Glen Johnson magnaða rispu inn á vítateiginn upp að endamörkum þaðan sem hann sendi fyrir markið. David Ngog, sem kom til leiks snemma í hálfleiknum, fékk boltann í dauðafæri innan markteigs en skot hans fór í þverslá. Boltinn hrökk út á Dirk en Paul varði fast skot hans með tilþrifum. Þar var heppnin ekki með Liverpool og David hefði átt að skora. Líklega kom þúfa á vellinum í veg fyrir að David myndi skora en boltinn fór í ójöfnu og breytti aðeins um stefnu eftir að Glen gaf fyrir. Sex mínútum seinna fékk Benni McCarthy boltann í góðu skotfæri utan teigs en skot hans fór rétt framhjá.
Á lokamínútnni og í uppbótartíma gekk mikið á. Fyrst fékk Nikola Kalinic boltann í góðu færi innan teigs en hann mokaði boltanum sem betur fer yfir. Liverpool sótti næst og Dirk átti fast skot utan teigs sem fór yfir. Liverpool fékk horn sem ekkert varð úr og Blackburn náði skyndisókn. Nikola komst einn í gegn. Jose kom vel út á móti honum og kom Nikola úr jafnvægi þannig að skot hans fór framhjá. Þeir félagar rákust saman en ekki var um brot að ræða. Ekkert mark og dýrmæt stig töpuðust. Það verður þó að segjast að úrslitin voru nokkuð sanngjörn.
Blackburn Rovers: Robinson 5, Chimbonda 5, Samba 7, Nelsen 7, Givet 7, Emerton 5, Grella 5, Nzonzi 6, Diouf 5 (Hoilett 72. mín.), McCarthy 6 (Kalinic 77. mín) og Di Santo 6 (Andrews 85. mín.). Ónotaðir varamenn: Brown, Salgado, Pedersen og Roberts.
Gult spjald: El Hadji Diouf.
Liverpool: Reina 6, Johnson 8, Agger 6, Carragher 6, Insua 6, Mascherano 6, Benayoun 5 (El Zhar 72. mín), Gerrard 7, Lucas 5, Riera 4 (Ngog 52. mín, 6) og Kuyt 6. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Skrtel, Dossena og Aquilani.
Einkunnir leikmanna eru af vefsíðu Times.
Áhorfendur á Ewood Park: 29.660.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Oft hefur nú fyrirliðinn leikið betur og ekki fer þessi 500. leikur hans í flokk með bestu leikjum hans. En hann var samt sá leikmaður Liverpool sem skapaði hvað mesta ógn og hann reyndi hvað hann gat til að brjóta ísinn.
Rafael Benítez: Þetta var erfiður leikur. Við fengum nokkur góð færi og hefðum getað skorað. Ég er vonsvikinn yfir því að við skyldum ekki ná sigri en það jákvæða var að við héldum hreinu og erum að spila betur. Liðið er að standa sig vel og við munum eiga möguleika á sigrum ef við höldum áfram að spila svona.
Fróðleikur.
- Steven Gerrard lék sinn 500. leik með Liverpool.
- Steven lék sinn fyrsta leik líka gegn Blackburn. Það gerðist fyrir ellefu árum og sex dögum.
- Liverpool hefur nú leikið sex leiki í röð án taps.
- Liðið hefur reyndar aðeins unnið tvo af þeim leikjum.
- Jose Reina hélt hreinu þriðja leikinn í röð.
- Liverpool hefur aldrei unnið tvær leiktíðir í röð í deildinni á Ewood Park.
- Þeir Jose Reina, Lucas Leiva og Dirk Kuyt eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið alla deildarleikina á leiktíðinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan