| SSteinn
TIL BAKA
Hátíð í bæ
Já nú skal hitað upp fyrir leik helgarinnar.
Jólagleði Liverpoolklúbbsins verður haldin á Players á laugardagskvöldið og þar ætlum við svo sannarlega að gera okkur glaðan dag saman (eða kvöld öllu heldur). Aðal markmið kvöldsins verður að hita upp fyrir leikinn gegn Arsenal á sunnudaginn og skemmta sér ærlega saman.
Jólapartý hjá leikmönnum Liverpool FC eru löngu orðin fræg, en þar búa leikmenn sig upp í alls kyns grímubúninga. Ekki verður sú skylda lögð á okkur á laugardaginn, en það eina sem farið verður fram á er að menn mæti með góða skapið í farteskinu og að menn séu klárir í að skemmta sér sem allra best.
Stór Poolarinn Sigurjón Brink og félagar hans í hljómsveitinni Rokk munu sjá um að trylla lýðinn langt fram eftir nóttu. Rokk er ein sú al fjörugasta og þéttasta ballhljómsveit landsins um þessar mundir.
Aðgangur er FRÍR fyrir þá sem framvísa gildu meðlimaskírteini í Liverpoolklúbbnum. Nú er bara að fjölmenna á svæðið. Herlegheitin hefjast klukkan 22:00.
Tilboð kvöldsins eru sem hér segir:
Stór krani: 500
Skot á félagann: 600
Létt: 700
Einfeldningur: 1.000
Tvöfaldur í roðinu: 1.500
Aldurstakmark 20 ár.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan