| Sf. Gutt
TIL BAKA
Kvatt með tapi í rigningunni
Liverpool kvaddi Meistaradeildina með tapi þegar liðið lá 2:1 á heimavelli gegn Fiorentina. Leikurinn var svo til endurtekning á heimaleiknum gegn Lyon. Liverpool þarf að taka sig mikið á ef eitthvað á að verða úr þessu keppnistímabili.
Loksins var Alberto Aquilani í byrjunarliði Liverpool. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá því um helgina og ungliðinn Stephen Darby fékk að spreyta sig í stöðu hægri bakvarðar. Liverpool hóf leikinn ekki vel og á 10. mínútu munaði litlu að illa færi eftir kæruleysi Daniel Agger í vörninni. Diego Cavalieri var þó vel vakandi í markinu og bjargaði með góðu úthlaupi.
Fátt gerðist svo þangað til á 33. mínútu. Gestirnir fengu þá horn. Lorenzo De Silvestri átti hörkuskalla eftir hornið en Diego var vel á verði og sló boltann snaggaralega yfir. Þetta horn var sent beint út fyrir teiginn á Riccardo Montolivo sem náði góðu skoti en Diego varði aftur vel. Liverpool fékk varla færi fyrr en fyrsta mark leiksins kom. Steven Gerrard tók þá aukaspyrnu frá hægri. Hann sendi fyrir markið og við markteigshornið skaut Yossi Benayoun sér fram og skallaði boltann yfir í hornið fjær. Vel gert hjá þeim ísraelska sem lék vel. Liverpool mátti mjög vel við una að vera yfir í leikhléi því ekki lék liðið vel.
Strax í upphafi síðari hálfleiks gerði Diego vel þegar hann náði boltanum rétt á undan Ítala eftir fyrirgjöf. Eftir þetta gerðist ekkert fyrr en eftir sextíu mínútur. Þá sendi Steven aukaspyrnu fyrir markið. Daniel var frír fyrir miðju marki en náði ekki til boltans þannig að hann mark Fiorentina slapp. Þremur mínútum seinna náðu gestirnir góðum samleik. Sóknin endaði á því að Martin Jorgenson fékk boltann vinstra megin í teignum. Skot hans var óverjandi neðst í hornið. Diego, sem lék mjög vel í markinu, kom engum vörnum við. Enn einu sinni hafði Liverpool fengið á sig mark alveg upp úr þurru. Á 65. mínútu kom Fernando Torres til leiks eftir meiðsli og var honum vel fagnað.
Sóknarleikur Liverpool lagaðist heldur eftir innkomu "Stráksins" og á 70. mínútu endaði hröð sókn með því að Steven skaut í hliðarnetið. Fjórum mínútum seinna náði Fernando góðri fyrirgjöf en Andrea Dossena var aðeins of stuttur til að geta skallað að marki. Rétt á eftir vék Alberto, sem átti góða spretti á miðjunni, fyrir Spánverjanum efnilega Daniel Pacheco. Strákurinn var ekki lengi að láta til sín taka og hann átti, nýkominn til leiks, fast skot frá teig sem Sebastian Frey gerði vel í að verja í horn.
Það var þó ítalska liðið sem átti síðustu atlögurnar. Diego varði vel langskot á 84. mínútu en hann gat ekki veitt neina vörn þegar komið var fram í uppbótartíma. Juan Vargas stal þá boltanum af Stephen Darby, sem stóð sig mjög vel í leiknum, og lék upp vinstra megin. Fyrirgjöfin var fullkominn fyrir Alberto Gilardino og hann smellti boltanum í markið úr miðjum teig. Aftur sátu leikmenn Liverpool eftir með sárt ennið. Í þriðja sinn í keppninni hafði mark í uppbótartíma kostað sitt. Þessi þrjú mörk gerðu út um vonir Liverpool í keppninni. Nú þarf enn að herða róðurinn.
Liverpool: Cavalieri; Darby, Agger, Skrtel, Insua; Mascherano (Aurelio 86. mín.), Aquilani (Pacheco 76. mín.); Benayoun, Gerrard, Dossena og Kuyt (Torres 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Reina, Kyrgiakos, Carragher og Spearing.
Mark Liverpool: Yossi Benayoun (43. mín.).
Fiorentina: Frey; Comotto, Natali, Kroldrup, Pasqual; De Silvestre (Castillo 83. mín.), Donadel, Montolivo, Jorgensen (Vargas 72. mín.); Santana (Marchionni 72. mín.) og Gilardino. Ónotaðir varamenn: Avramov, Seculin, Aya og Federico Carraro.
Mörk Fiorentina: Martin Jorgensen (63. mín.) og Alberto Gilardino (90. mín.).
Gul spjöld: Montolivo og Gilardino.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.863.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelinn skoraði eina markið og var duglegur og hreyfanlegur. Hann var alltaf að reyna að ógna og skapa í sókninni.
Rafael Benítez: Enn fengum við mark á okkur á síðustu míntútu og við erum mjög óánægðir með að hafa fengið á okkur þrjú mörk á síðustu mínútu í þessari keppni. Eftir svona tap eftir að hafa lagt hart að sér og fengið færi er fátt jákvætt nema að menn verði kannsi enn einbeittari í framtíðinni.
Fróðleikur.
- Þetta var síðasti leikur Liverpool í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
- Liverpool leikur í Evrópudeildinni eftir áramót.
- Sigurmark Fiorentina var þriðja markið sem Liverpool fékk á sig á lokamínútunni í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið sex leiki án taps.
- Yossi Benayoun skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Daniel Pacheco lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Andrea Dossena lék 30. leik sinn með Liverpol. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Javier Mascherano lék sinn 110. leik. Hann hefur skorað einu sinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er lokastaðan í E riðli.
1 Fiorentina 15 stig
2 Lyon 13 stig
3 Liverpool 7 stig
4 Debrecen 0 stig
Loksins var Alberto Aquilani í byrjunarliði Liverpool. Nokkrar breytingar voru gerðar á liðinu frá því um helgina og ungliðinn Stephen Darby fékk að spreyta sig í stöðu hægri bakvarðar. Liverpool hóf leikinn ekki vel og á 10. mínútu munaði litlu að illa færi eftir kæruleysi Daniel Agger í vörninni. Diego Cavalieri var þó vel vakandi í markinu og bjargaði með góðu úthlaupi.
Fátt gerðist svo þangað til á 33. mínútu. Gestirnir fengu þá horn. Lorenzo De Silvestri átti hörkuskalla eftir hornið en Diego var vel á verði og sló boltann snaggaralega yfir. Þetta horn var sent beint út fyrir teiginn á Riccardo Montolivo sem náði góðu skoti en Diego varði aftur vel. Liverpool fékk varla færi fyrr en fyrsta mark leiksins kom. Steven Gerrard tók þá aukaspyrnu frá hægri. Hann sendi fyrir markið og við markteigshornið skaut Yossi Benayoun sér fram og skallaði boltann yfir í hornið fjær. Vel gert hjá þeim ísraelska sem lék vel. Liverpool mátti mjög vel við una að vera yfir í leikhléi því ekki lék liðið vel.
Strax í upphafi síðari hálfleiks gerði Diego vel þegar hann náði boltanum rétt á undan Ítala eftir fyrirgjöf. Eftir þetta gerðist ekkert fyrr en eftir sextíu mínútur. Þá sendi Steven aukaspyrnu fyrir markið. Daniel var frír fyrir miðju marki en náði ekki til boltans þannig að hann mark Fiorentina slapp. Þremur mínútum seinna náðu gestirnir góðum samleik. Sóknin endaði á því að Martin Jorgenson fékk boltann vinstra megin í teignum. Skot hans var óverjandi neðst í hornið. Diego, sem lék mjög vel í markinu, kom engum vörnum við. Enn einu sinni hafði Liverpool fengið á sig mark alveg upp úr þurru. Á 65. mínútu kom Fernando Torres til leiks eftir meiðsli og var honum vel fagnað.
Sóknarleikur Liverpool lagaðist heldur eftir innkomu "Stráksins" og á 70. mínútu endaði hröð sókn með því að Steven skaut í hliðarnetið. Fjórum mínútum seinna náði Fernando góðri fyrirgjöf en Andrea Dossena var aðeins of stuttur til að geta skallað að marki. Rétt á eftir vék Alberto, sem átti góða spretti á miðjunni, fyrir Spánverjanum efnilega Daniel Pacheco. Strákurinn var ekki lengi að láta til sín taka og hann átti, nýkominn til leiks, fast skot frá teig sem Sebastian Frey gerði vel í að verja í horn.
Það var þó ítalska liðið sem átti síðustu atlögurnar. Diego varði vel langskot á 84. mínútu en hann gat ekki veitt neina vörn þegar komið var fram í uppbótartíma. Juan Vargas stal þá boltanum af Stephen Darby, sem stóð sig mjög vel í leiknum, og lék upp vinstra megin. Fyrirgjöfin var fullkominn fyrir Alberto Gilardino og hann smellti boltanum í markið úr miðjum teig. Aftur sátu leikmenn Liverpool eftir með sárt ennið. Í þriðja sinn í keppninni hafði mark í uppbótartíma kostað sitt. Þessi þrjú mörk gerðu út um vonir Liverpool í keppninni. Nú þarf enn að herða róðurinn.
Liverpool: Cavalieri; Darby, Agger, Skrtel, Insua; Mascherano (Aurelio 86. mín.), Aquilani (Pacheco 76. mín.); Benayoun, Gerrard, Dossena og Kuyt (Torres 65. mín.). Ónotaðir varamenn: Reina, Kyrgiakos, Carragher og Spearing.
Mark Liverpool: Yossi Benayoun (43. mín.).
Fiorentina: Frey; Comotto, Natali, Kroldrup, Pasqual; De Silvestre (Castillo 83. mín.), Donadel, Montolivo, Jorgensen (Vargas 72. mín.); Santana (Marchionni 72. mín.) og Gilardino. Ónotaðir varamenn: Avramov, Seculin, Aya og Federico Carraro.
Mörk Fiorentina: Martin Jorgensen (63. mín.) og Alberto Gilardino (90. mín.).
Gul spjöld: Montolivo og Gilardino.
Áhorfendur á Anfield Road: 40.863.
Maður leiksins: Yossi Benayoun. Ísraelinn skoraði eina markið og var duglegur og hreyfanlegur. Hann var alltaf að reyna að ógna og skapa í sókninni.
Rafael Benítez: Enn fengum við mark á okkur á síðustu míntútu og við erum mjög óánægðir með að hafa fengið á okkur þrjú mörk á síðustu mínútu í þessari keppni. Eftir svona tap eftir að hafa lagt hart að sér og fengið færi er fátt jákvætt nema að menn verði kannsi enn einbeittari í framtíðinni.
Fróðleikur.
- Þetta var síðasti leikur Liverpool í Meistaradeildinni á þessari leiktíð.
- Liverpool leikur í Evrópudeildinni eftir áramót.
- Sigurmark Fiorentina var þriðja markið sem Liverpool fékk á sig á lokamínútunni í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið sex leiki án taps.
- Yossi Benayoun skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Daniel Pacheco lék sinn fyrsta leik með Liverpool.
- Andrea Dossena lék 30. leik sinn með Liverpol. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Javier Mascherano lék sinn 110. leik. Hann hefur skorað einu sinni.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Hér er lokastaðan í E riðli.
1 Fiorentina 15 stig
2 Lyon 13 stig
3 Liverpool 7 stig
4 Debrecen 0 stig
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan