| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Óánægjuraddir frá gömlum kempum
Óánægjuraddir vegna slaks gengis Liverpool í vetur heyrast nú úr æ fleiri áttum. Skotarnir Alan Hansen og Ian St. John sem báðir unnu aragrúa titla með liðinu á árum áður gagnrýna báðir Benítez fyrir hugmyndasnauðan leik í enskum fjölmiðlum í dag.
Ian St. John var með tárin í augunum í útsendingu Sky Sports í gær og sagði sárt að horfa upp á klúbbinn sinn þegar svona illa gengi.
,,Það er mjög svekkjandi að fylgjast með liðinu þessa dagana, sérstaklega af því að maður hefur séð í hvert stefndi í nokkuð langan tíma. Nú höfum við einungis unnið 3 af síðustu 15 leikjum og það er hreinlega ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Liverpool."
,,Það er mjög erfitt að verja þetta. Rafael Benítez sagði fyrir leikinn að nú væri keppnistímabilið að hefjast. Gott og vel. Ef tímabilið byrjaði í gær þá erum við á botninum! Það er alls ekki nógu gott, sérstaklega í ljósi þess að við vorum með okkar besta lið inn á vellinum."
,,Ég hef séð keppinauta okkar um fjórða sætið Aston Villa, Tottenham og Manchester City og ég verð að segja að þau líta öll betur út en okkar lið. Ég fæ ekki séð að við náum einu sinni fjórða sætinu ef það verður ekki veruleg breyting á okkar leik."
,,Við eigum leik við Wigan á miðvikudaginn og ef hann vinnst ekki þá er staða Benítez orðin afar slæm svo ekki sé meira sagt."
Landi Jt. John, gamla kempan Alan Hansen, tekur í sama treng í pistli sínum í Daily Telegraph. ,,Að leika afgerandi leiki sem skipta sköpum um framhaldið er gott mál í apríl og mai, en ef þú ert að spila slíka leiki í september og október þá er eitthvað að. Við erum dottnir út úr Meistaradeildinni og ég held að öllum sé ljóst að við eigum ekki möguleika á titlinum. Eftir leikinn í gær sýnist mér meira að segja ólíklegt að við náum fjórða sætinu í deildinni og náum þannig að tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni að nýju."
,,Það var sárt að horfa upp á hvað liðið var andlaust og hugmyndasnautt í gær og hversu menn voru fljótir að gefast upp."
Hansen segir að það sé vitanlega enginn heimsendir þótt liðið sé dottið út úr Meistaradeildinni, og vísar þar augljóslega til gagnrýni landa síns og fyrrum félaga Graeme Souness frá því í síðustu viku, en hann segir að Liverpool verði að bera gæfu til að komast aftur á rétta braut.
,,Það hafa allt of margir leikir í vetur einkennst af andleysi og allt of oft hefur ekkert verið að gerast í leik liðsins. Við getum vel náð okkur á trik aftur, en til þess að það megi gerast verðum við að hætta að glutra leikjunum niður eins og við gerðum gegn Arsenal. Liðið var ágætt í fyrri hálfleik en sá síðari var hreinlega slakur."
,,Við eigum í vandræðum inni á miðjunni. Mascherano var góður í fyrri hálfleik, meðan Gerrard vann vel fram á við með Torres. Í seinni hálfleik voru Gerrard og Torres orðnir þreyttir og þá var ekkert að gerast í leik liðsins. Liðið treystir allt of mikið á þessa tvo menn að það er ekki heilbrigt. það er ekkert annað lið í deildinni sem er svona háð tveimur mönnum, þetta getur ekki gengið svona."
,,Auðvitað vonar maður að liðið rífi sig upp en það eru ýmsir þættir sem eru ekki að vinna með okkur þessa dagana. Það þarf t.d. nauðsynlega að koma eignarhaldsmálum félagsins á hreint. Þau mál hafa verið í sífelldri óvissu undanfarin ár og við þær aðstæður er erfitt að vinna. Svo verðum við að fá nýjan heimavöll. Jafn mikið og ég elska Anfield segir það sig sjálft að við erum ekki samkeppnisfærir við t.d. Manchester United þegar þeirra völlur tekur 77 manns en okkar bara 44 þúsund."
Ian St. John var með tárin í augunum í útsendingu Sky Sports í gær og sagði sárt að horfa upp á klúbbinn sinn þegar svona illa gengi.
,,Það er mjög svekkjandi að fylgjast með liðinu þessa dagana, sérstaklega af því að maður hefur séð í hvert stefndi í nokkuð langan tíma. Nú höfum við einungis unnið 3 af síðustu 15 leikjum og það er hreinlega ekki ásættanlegt fyrir lið eins og Liverpool."
,,Það er mjög erfitt að verja þetta. Rafael Benítez sagði fyrir leikinn að nú væri keppnistímabilið að hefjast. Gott og vel. Ef tímabilið byrjaði í gær þá erum við á botninum! Það er alls ekki nógu gott, sérstaklega í ljósi þess að við vorum með okkar besta lið inn á vellinum."
,,Ég hef séð keppinauta okkar um fjórða sætið Aston Villa, Tottenham og Manchester City og ég verð að segja að þau líta öll betur út en okkar lið. Ég fæ ekki séð að við náum einu sinni fjórða sætinu ef það verður ekki veruleg breyting á okkar leik."
,,Við eigum leik við Wigan á miðvikudaginn og ef hann vinnst ekki þá er staða Benítez orðin afar slæm svo ekki sé meira sagt."
Landi Jt. John, gamla kempan Alan Hansen, tekur í sama treng í pistli sínum í Daily Telegraph. ,,Að leika afgerandi leiki sem skipta sköpum um framhaldið er gott mál í apríl og mai, en ef þú ert að spila slíka leiki í september og október þá er eitthvað að. Við erum dottnir út úr Meistaradeildinni og ég held að öllum sé ljóst að við eigum ekki möguleika á titlinum. Eftir leikinn í gær sýnist mér meira að segja ólíklegt að við náum fjórða sætinu í deildinni og náum þannig að tryggja okkur sæti í Meistaradeildinni að nýju."
,,Það var sárt að horfa upp á hvað liðið var andlaust og hugmyndasnautt í gær og hversu menn voru fljótir að gefast upp."
Hansen segir að það sé vitanlega enginn heimsendir þótt liðið sé dottið út úr Meistaradeildinni, og vísar þar augljóslega til gagnrýni landa síns og fyrrum félaga Graeme Souness frá því í síðustu viku, en hann segir að Liverpool verði að bera gæfu til að komast aftur á rétta braut.
,,Það hafa allt of margir leikir í vetur einkennst af andleysi og allt of oft hefur ekkert verið að gerast í leik liðsins. Við getum vel náð okkur á trik aftur, en til þess að það megi gerast verðum við að hætta að glutra leikjunum niður eins og við gerðum gegn Arsenal. Liðið var ágætt í fyrri hálfleik en sá síðari var hreinlega slakur."
,,Við eigum í vandræðum inni á miðjunni. Mascherano var góður í fyrri hálfleik, meðan Gerrard vann vel fram á við með Torres. Í seinni hálfleik voru Gerrard og Torres orðnir þreyttir og þá var ekkert að gerast í leik liðsins. Liðið treystir allt of mikið á þessa tvo menn að það er ekki heilbrigt. það er ekkert annað lið í deildinni sem er svona háð tveimur mönnum, þetta getur ekki gengið svona."
,,Auðvitað vonar maður að liðið rífi sig upp en það eru ýmsir þættir sem eru ekki að vinna með okkur þessa dagana. Það þarf t.d. nauðsynlega að koma eignarhaldsmálum félagsins á hreint. Þau mál hafa verið í sífelldri óvissu undanfarin ár og við þær aðstæður er erfitt að vinna. Svo verðum við að fá nýjan heimavöll. Jafn mikið og ég elska Anfield segir það sig sjálft að við erum ekki samkeppnisfærir við t.d. Manchester United þegar þeirra völlur tekur 77 manns en okkar bara 44 þúsund."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!
Fréttageymslan