| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Enn syrtir í álinn
Liverpool tapaði sínum öðrum leik í röð á heimavelli 1-2 nú gegn Arsenal í leik sem mátti varla við því að tapast. Enn og aftur brotnuðu leikmenn Liverpool niður við það að fá á sig mark og liðið varð ekki samt eftir það.
Benítez gerði sex breytingar á liðinu sem mætti Fiorentina og í fyrsta sinn síðan 4. október voru Steven Gerrard og Fernando Torres saman í byrjunarliði. Liðið hóf leikinn af krafti og augljóslega ætluðu þeir rauðklæddu að sýna leikmönnum Arsenal í tvo heimana.
Eftir 11 mínútna leik fékk Torres boltann á miðjum vellinum, hann sendi hann til Gerrard með einni snertingu og tók á rás upp völlinn, Gerrard náði að senda boltann fyrir markið þar sem Torres skaut að marki en svotil beint á Manuel Almunia. Glæsilegt samspil þeirra tveggja og Torres hefði átt að gera betur enda hafði hann nægan tíma til að leika nær markinu.
Stuttu síðar hefði Gerrard átt að fá víti þegar William Gallas felldi hann í teignum en Howard Webb dómari leiksins dæmdi ekki neitt og töldu menn ástæðuna fyrir því vera að Gerrard hefði misst boltann of langt frá sér. Það hefði hinsvegar ekki átt að skipta neinu máli þar sem Gallas braut klárlega á Gerrard inni í vítateig.
Arsenal menn fengu sitt fyrsta tækifæri er Cesc Fabregas sendi fyrir markið úr aukaspyrnu á kollinn á Thomas Vermaelen en Belginn skallaði boltann yfir markið. Heimamenn héldu áfram að sýna mátt sinn og megin og náði Glen Johnson að brjótast inná vítateiginn hægra megin en sending hans fyrir markið var ekki nógu góð og varnarmenn Arsenal náðu að hreinsa frá. Johnson varð sókndjarfari og sókndjarfari og átti hann m.a. tvö skot að marki fyrir utan vítateig sem varnarmenn náðu að komast fyrir skotin.
Skytturnar reyndu hvað þeir gátu að bíta frá sér og Samir Nasri átti skot að marki fyrir utan vítateig en skotið fór framhjá.
Á 41. mínútu skoraði svo Dirk Kuyt gott mark er hann fylgdi vel á eftir slæmu úthlaupi Almunia í markinu en Spánverjinn náði ekki að grípa boltann þegar Gerrard sendi boltann fyrir markið úr aukaspyrnu. Kuyt setti boltann framhjá nokkrum varnarmönnum og verðskulduð forysta var staðreynd. Það mátti því með sanni segja að heimamenn hafi gengið nokkuð borubrattir til hálfleikshlés.
Það voru hinsvegar allt önnur lið sem mættu til leiks í síðari hálfleik. Leikmenn Arsenal sýndu strax að þeir vildu jafna leikinn sem fyrst og þeim tókst það á 50. mínútu er boltinn barst fyrir frá hægri og Glen Johnson skoraði sjálfsmark. Virkilega óheppilegt mark og nú var aftur orðið jafnt og Arsenal varla átt almennilegt marktækifæri í leiknum.
Andrei Arshavin var einn í framlínunni hjá gestunum og hann var farinn að láta finna meira fyrir sér og braut hann nokkrum sinnum af sér er varnarmenn Liverpool spörkuðu boltanum fram völlinn. Rússinn skoraði fjögur mörk síðast þegar þessi lið mættust á Anfield og hann átti eftir að veita Liverpool enn eina skráveifuna þegar hann skoraði sigurmarkið á 58. mínútu. Boltinn barst til hans vinstra megin í teignum og hann þurfti eina snertingu til að leggja boltann fyrir sig og skjóta stöngina og inn.
Arsenal þar með komið með forystu sem vægast sagt var ekki talin verðskulduð af stuðningsmönnum Liverpool. En eins og áður sagði virðast leikmenn Liverpool brotna niður við að fá á sig mark og það sem eftir lifði leiks var fátt sem benti til þess að Liverpool næði að jafna.
Alberto Aquilani kom inná á 66. mínútu og vonuðust menn til þess að Ítalinn myndi glæða lífi í sóknarleikinn. Sú varð ekki raunin og er liðið nú fimm stigum á eftir liðinu í fjórða sætinu og þrettán stigum frá toppsætinu.
Liverpool: Reina, Johnson (Degen 82. mín.), Agger, Carragher, Aurelio, Mascherano (Aquilani 66. mín.), Lucas, Kuyt, Benayoun (Ngog 79. mín.), Gerrard, Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Skrtel og Insua.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (41. mín.).
Gul spjöld: Fabio Aurelio, Javier Mascherano og Lucas Leiva.
Arsenal: Almunia, Vermaelen, Gallas, Traore (Silvestre 87. mín.), Sagna, Song, Denilson, Fabregas, Nasri, Walcott (Diaby 70. mín.), Arshavin (Ramsey 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Eduardo, Vela og Wilshere.
Mörk Arsenal: Glen Johnson sjálfsmark (50. mín) og Andrei Arshavin (58. mín.).
Gul spjöld: Denilson, Arshavin og Fabregas.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.853.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Argentínumaðurinn hefur verið einn besti maður liðsins undanfarna leiki og hann hélt uppteknum hætti á miðjunni gegn Arsenal. Hann þurfti svo að fara af velli vegna smávægilegra meiðsla sem ættu ekki að halda honum lengi frá keppni þó svo að ekki sé víst um þátttöku hans gegn Wigan á miðvikudaginn.
Rafa Benítez: ,,Takmarkið er ennþá það sama. Horfa til næsta leiks og stefna á eitt af fjórum efstu sætunum. Staðan er sú sama, við verðum að halda áfram, reyna að bæta okkkur og vinna leikina. Ef við spilum áfram eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá er ég viss um að við vinnum fleiri leiki. Það er erfitt að útskýra af hverju þetta fór svona þegar við spiluðum svona vel í fyrri hálfleik. Við vorum betra liðið, Torres fékk gott færi, við áttum að fá víti og skoruðum svo mark. Það mátti augljóslega sjá að sjálfstraustið hvarf þegar sjálfsmarkið kom."
- Liverpool setti met í leiknum með því að skora í 19. Úrvalsdeildarleiknum í röð á heimavelli.
- Dirk Kuyt skoraði sitt sjötta mark á leiktíðinni.
- Liðið tapaði sínum öðrum heimaleik í röð 1-2.
- Pepe Reina spilaði sinn 160. deildarleik fyrir félagið, hann hefur aldrei haldið markinu hreinu gegn Arsenal.
- Fabio Aurelio spilaði sinn 100. leik fyrir félagið.
Benítez gerði sex breytingar á liðinu sem mætti Fiorentina og í fyrsta sinn síðan 4. október voru Steven Gerrard og Fernando Torres saman í byrjunarliði. Liðið hóf leikinn af krafti og augljóslega ætluðu þeir rauðklæddu að sýna leikmönnum Arsenal í tvo heimana.
Eftir 11 mínútna leik fékk Torres boltann á miðjum vellinum, hann sendi hann til Gerrard með einni snertingu og tók á rás upp völlinn, Gerrard náði að senda boltann fyrir markið þar sem Torres skaut að marki en svotil beint á Manuel Almunia. Glæsilegt samspil þeirra tveggja og Torres hefði átt að gera betur enda hafði hann nægan tíma til að leika nær markinu.
Stuttu síðar hefði Gerrard átt að fá víti þegar William Gallas felldi hann í teignum en Howard Webb dómari leiksins dæmdi ekki neitt og töldu menn ástæðuna fyrir því vera að Gerrard hefði misst boltann of langt frá sér. Það hefði hinsvegar ekki átt að skipta neinu máli þar sem Gallas braut klárlega á Gerrard inni í vítateig.
Arsenal menn fengu sitt fyrsta tækifæri er Cesc Fabregas sendi fyrir markið úr aukaspyrnu á kollinn á Thomas Vermaelen en Belginn skallaði boltann yfir markið. Heimamenn héldu áfram að sýna mátt sinn og megin og náði Glen Johnson að brjótast inná vítateiginn hægra megin en sending hans fyrir markið var ekki nógu góð og varnarmenn Arsenal náðu að hreinsa frá. Johnson varð sókndjarfari og sókndjarfari og átti hann m.a. tvö skot að marki fyrir utan vítateig sem varnarmenn náðu að komast fyrir skotin.
Skytturnar reyndu hvað þeir gátu að bíta frá sér og Samir Nasri átti skot að marki fyrir utan vítateig en skotið fór framhjá.
Á 41. mínútu skoraði svo Dirk Kuyt gott mark er hann fylgdi vel á eftir slæmu úthlaupi Almunia í markinu en Spánverjinn náði ekki að grípa boltann þegar Gerrard sendi boltann fyrir markið úr aukaspyrnu. Kuyt setti boltann framhjá nokkrum varnarmönnum og verðskulduð forysta var staðreynd. Það mátti því með sanni segja að heimamenn hafi gengið nokkuð borubrattir til hálfleikshlés.
Það voru hinsvegar allt önnur lið sem mættu til leiks í síðari hálfleik. Leikmenn Arsenal sýndu strax að þeir vildu jafna leikinn sem fyrst og þeim tókst það á 50. mínútu er boltinn barst fyrir frá hægri og Glen Johnson skoraði sjálfsmark. Virkilega óheppilegt mark og nú var aftur orðið jafnt og Arsenal varla átt almennilegt marktækifæri í leiknum.
Andrei Arshavin var einn í framlínunni hjá gestunum og hann var farinn að láta finna meira fyrir sér og braut hann nokkrum sinnum af sér er varnarmenn Liverpool spörkuðu boltanum fram völlinn. Rússinn skoraði fjögur mörk síðast þegar þessi lið mættust á Anfield og hann átti eftir að veita Liverpool enn eina skráveifuna þegar hann skoraði sigurmarkið á 58. mínútu. Boltinn barst til hans vinstra megin í teignum og hann þurfti eina snertingu til að leggja boltann fyrir sig og skjóta stöngina og inn.
Arsenal þar með komið með forystu sem vægast sagt var ekki talin verðskulduð af stuðningsmönnum Liverpool. En eins og áður sagði virðast leikmenn Liverpool brotna niður við að fá á sig mark og það sem eftir lifði leiks var fátt sem benti til þess að Liverpool næði að jafna.
Alberto Aquilani kom inná á 66. mínútu og vonuðust menn til þess að Ítalinn myndi glæða lífi í sóknarleikinn. Sú varð ekki raunin og er liðið nú fimm stigum á eftir liðinu í fjórða sætinu og þrettán stigum frá toppsætinu.
Liverpool: Reina, Johnson (Degen 82. mín.), Agger, Carragher, Aurelio, Mascherano (Aquilani 66. mín.), Lucas, Kuyt, Benayoun (Ngog 79. mín.), Gerrard, Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Dossena, Skrtel og Insua.
Mark Liverpool: Dirk Kuyt (41. mín.).
Gul spjöld: Fabio Aurelio, Javier Mascherano og Lucas Leiva.
Arsenal: Almunia, Vermaelen, Gallas, Traore (Silvestre 87. mín.), Sagna, Song, Denilson, Fabregas, Nasri, Walcott (Diaby 70. mín.), Arshavin (Ramsey 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Fabianski, Eduardo, Vela og Wilshere.
Mörk Arsenal: Glen Johnson sjálfsmark (50. mín) og Andrei Arshavin (58. mín.).
Gul spjöld: Denilson, Arshavin og Fabregas.
Áhorfendur á Anfield Road: 43.853.
Maður leiksins: Javier Mascherano. Argentínumaðurinn hefur verið einn besti maður liðsins undanfarna leiki og hann hélt uppteknum hætti á miðjunni gegn Arsenal. Hann þurfti svo að fara af velli vegna smávægilegra meiðsla sem ættu ekki að halda honum lengi frá keppni þó svo að ekki sé víst um þátttöku hans gegn Wigan á miðvikudaginn.
Rafa Benítez: ,,Takmarkið er ennþá það sama. Horfa til næsta leiks og stefna á eitt af fjórum efstu sætunum. Staðan er sú sama, við verðum að halda áfram, reyna að bæta okkkur og vinna leikina. Ef við spilum áfram eins og við gerðum í fyrri hálfleik þá er ég viss um að við vinnum fleiri leiki. Það er erfitt að útskýra af hverju þetta fór svona þegar við spiluðum svona vel í fyrri hálfleik. Við vorum betra liðið, Torres fékk gott færi, við áttum að fá víti og skoruðum svo mark. Það mátti augljóslega sjá að sjálfstraustið hvarf þegar sjálfsmarkið kom."
Fróðleikur
- Liverpool setti met í leiknum með því að skora í 19. Úrvalsdeildarleiknum í röð á heimavelli.
- Dirk Kuyt skoraði sitt sjötta mark á leiktíðinni.
- Liðið tapaði sínum öðrum heimaleik í röð 1-2.
- Pepe Reina spilaði sinn 160. deildarleik fyrir félagið, hann hefur aldrei haldið markinu hreinu gegn Arsenal.
- Fabio Aurelio spilaði sinn 100. leik fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan