| Sf. Gutt
Það er enginn bilbugur á Rafael Benítez þrátt fyrir slæmt gengi Liverpool síðustu tvo mánuðina. Hann er hinn ákveðnasti og segir að Liverpool muni nái að enda í hópi fjöurra efstu liða í vor.
„Ég er sannfærður um að við náum inn í hóp fjögurra efstu. Ástæðan er sú að ég veit að liðið er betra en það sýnir þessa dagana. Ég get fullvissað alla um að við munum ná þessu takmarki. Við höfum staðið okkur vel í fimm ár og aðalatriðið er að halda okkar striki því félagið sjálft er sterkara á öllum sviðum en það var fyrir fimm árum."
"Við erum að ganga í gegnum erfiðan kafla en við munum vinna okkur út úr erfiðleikunum. Við verðum að vinna alla leiki. Hugarfar okkar er þannig að við eigum að vinna alla leiki. Stundum tekst það en stundum ekki."
Liverpool spilar við Wigan á Anfield Road annað kvöld og sá leikur, eins og allir aðrir, þarf að vinnast. Fjórir leikir voru í Úrvalsdeildinni í kvöld og eftir þá er Liverpool í áttunda sæti. Það sæti gefur ekki Evrópusæti og svo það sé alveg á hreinu þá gefa fjögur efstu sæti Úrvalsdeildarinnar sæti í Meistaradeild Evrópu!
TIL BAKA
Rafael ákveðinn!

„Ég er sannfærður um að við náum inn í hóp fjögurra efstu. Ástæðan er sú að ég veit að liðið er betra en það sýnir þessa dagana. Ég get fullvissað alla um að við munum ná þessu takmarki. Við höfum staðið okkur vel í fimm ár og aðalatriðið er að halda okkar striki því félagið sjálft er sterkara á öllum sviðum en það var fyrir fimm árum."
"Við erum að ganga í gegnum erfiðan kafla en við munum vinna okkur út úr erfiðleikunum. Við verðum að vinna alla leiki. Hugarfar okkar er þannig að við eigum að vinna alla leiki. Stundum tekst það en stundum ekki."
Liverpool spilar við Wigan á Anfield Road annað kvöld og sá leikur, eins og allir aðrir, þarf að vinnast. Fjórir leikir voru í Úrvalsdeildinni í kvöld og eftir þá er Liverpool í áttunda sæti. Það sæti gefur ekki Evrópusæti og svo það sé alveg á hreinu þá gefa fjögur efstu sæti Úrvalsdeildarinnar sæti í Meistaradeild Evrópu!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan