| Sf. Gutt
TIL BAKA
Sigur hafðist
Liverpool herjaði fram 2:1 sigur á Wigan kvöldið sem Bill Shankly var minnst á Anfield Road. Liðið hans lék ekki vel en sigurinn var fyrir öllu í þetta skiptið. Ekki er víst að Bill heitinn hefði verið of ánægður með menn sína en hann hefði verið ánægður með stigin.
Liverpol byrjaði af miklum krafti og fékk óskabyrjun þegar liðið komst yfir á 9. mínútu. Fabio Aurelio sendi þá fyrir frá hægri. Inni í miðjum teig stökk David Ngog manna hæst og skallaði yfir Chris Kirkland sem kom æðandi út úr marki sínu. Vel gert hjá Frakkanum unga.
Rétt á eftir fékk Paul Scharner dauðafæri til að jafna en hann skallaði beint á Jose Reina. Austurríkismaðurinn var ódekkaður í miðjum vítateig. Eftir stundarfjórðung mátti litlu muna að Liverpool bætti við. Yossi Benayoun tók þá snöggt innkast á David sem lék upp að endamörkum og sendi út í teig á Dirk Kuyt. Sá hollenski náði góðu viðstöðulausu skoti en Chris varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Eftir þetta var tíðindalítið á Anfield fram að leikhléi. Liverpool hafði öll tök og gestirnir ógnuðu lítt.
Sama munstur hélst fram eftir seinni hálfleik. Á 51. mínútu lék þeir David og Dirk vel saman. Samleikurinn endaði á föstu skoti Hollendingsins úr teignum en Chris sá við honum eins og í fyrri hálfelik. Eftir þetta var fátt títt lengi vel. Daniel Agger hefði þó átt að skora eftir horn frá Steven Gerrard en skalli hans var gersamlega misheppnaður. Smá saman fóru gestirnir að færa sig upp á skaftið og þar kom að varamaðurinn Jason Scotland fékk dauðafæri þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Aukaspyrna var send inn á vítateig Liverpool. Jose kom út úr markinu en náði ekki boltanum sem féll fyrir Jason en þrumuskot af markteig hans sleikti þverslána og fór yfir. Þar slapp Liverpool vel.
Þegar hér var komið við sögu var Fernando Torres kominn til leiks og á 79. mínútu sendi hann boltann í markið. Löng sending kom þá fram völlinn frá Jamie Carragher. Varnarmaður Wigan náði ekki að skalla frá og Fernandi var eldsnöggur á svæðið. Hann lék inn í teig og fór þar framhjá Chris en var þá kominn í þröngt færi. Titus Bramble náði að stöðva skot hans en "Strákurinn" var ekki hættur og náði að hnoða boltanum í markið með hælnum rétt við marklínuna. Vel gert og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu marki og hetjunni sinni!
Allt virtist nú vera komið í höfn hjá Liverpool en það náðist nú ekki að halda markinu hreinu frekar en oft á þessari leiktíð. Komið var fram yfir venjulegan leiktíma þegar Charles N´Zogbia fékk boltann hægra megin við vítateginn. Hann lék þaðan inn framhjá þremur varnarmönnum Liverpool og náði að skora án þess að Jose kæmi við vörnum. Enn var vörn Liverpool illa á verði. Skaðinn varð þó ekki meiri og stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað sigri eftir tvö töp á heimavelli í röð. Bill Shankly, sem vafalaust fylgdist, með hefur á sínum tíma verið ánægður með stiginn en han hefði viljað sjá betri leik sinna manna eins og aðrir. Sigurinn var þó fyrir öllu í þetta skiptið!
Liverpool: Reina; Carragher, Agger, Skrtel, Insua; Benayoun (Aquilani 81. mín.), Gerrard, Mascherano, Aurelio (Leiva 61. mín.); Kuyt og Ngog (Torres 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos og Darby.
Mörk Liverpool: David Ngog (10. mín.) og Fernando Torres (79. mín.).
Gult spjald: Javier Mascherano.
Wigan Athletic: Kirkland; Melchiot, Boyce, Bramble, Figueroa; Gomez (Koumas 82. mín.), Scharner, Diame (Scotland 58. mín.), N’Zogbia og Rodallega. Ónotaðir varamenn: Kingson, Amaya, Cho, Sinclair og De Ridder.
Mark Wigan: Charles N´Zogbia (90. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 41.116.
Maður leiksins: David Ngog. Frakkinn skoraði fyrsta markið í leiknum. Þar fyrir utan var hann mjög duglegur í sókninni og átti þátt í flestum bestu sóknum Liverpool.
Rafael Benítez: Við þurftum á sigri að halda og hann var fyrir öllu. Við fengum nokkur færi í leiknum og hefðum getað skorað annað markið fyrr en við gerðum. Það hefði breytt miklu. Við náðum svo ekki að bæta við og fengum svo mark á okkur á síðustu mínútunum. Eftir það vorum við svolítið taugaóstyrkir en við unnum.
Fróðleikur
- Þess var minnst fyrir leik að nú eru 50 ár liðin frá því goðsögnin Bill Shankly tók við stjórn Liverpool.
- The Kop myndaði orðin "Shanks - Goðsögn" áður en leikurinn hófst.
- Fernando Torres lék sinn 100. leik með Liverpool og skoraði 61. mark sitt. Þetta var ellefta mark hans á leiktíðinni.
- David Ngog skoraði sjötta mark sitt á þessu keppnistímabili.
- Emiliano Insua lék sinn 40. leik. Hann hefur skorað eitt mark í þeim leikjum.
- Wigan hefur aldrei unnið Liverpool í kappleik.
Hér eru myndir þegar Bill Shankly var minnst af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Liverpol byrjaði af miklum krafti og fékk óskabyrjun þegar liðið komst yfir á 9. mínútu. Fabio Aurelio sendi þá fyrir frá hægri. Inni í miðjum teig stökk David Ngog manna hæst og skallaði yfir Chris Kirkland sem kom æðandi út úr marki sínu. Vel gert hjá Frakkanum unga.
Rétt á eftir fékk Paul Scharner dauðafæri til að jafna en hann skallaði beint á Jose Reina. Austurríkismaðurinn var ódekkaður í miðjum vítateig. Eftir stundarfjórðung mátti litlu muna að Liverpool bætti við. Yossi Benayoun tók þá snöggt innkast á David sem lék upp að endamörkum og sendi út í teig á Dirk Kuyt. Sá hollenski náði góðu viðstöðulausu skoti en Chris varði meistaralega með því að slá boltann yfir. Eftir þetta var tíðindalítið á Anfield fram að leikhléi. Liverpool hafði öll tök og gestirnir ógnuðu lítt.
Sama munstur hélst fram eftir seinni hálfleik. Á 51. mínútu lék þeir David og Dirk vel saman. Samleikurinn endaði á föstu skoti Hollendingsins úr teignum en Chris sá við honum eins og í fyrri hálfelik. Eftir þetta var fátt títt lengi vel. Daniel Agger hefði þó átt að skora eftir horn frá Steven Gerrard en skalli hans var gersamlega misheppnaður. Smá saman fóru gestirnir að færa sig upp á skaftið og þar kom að varamaðurinn Jason Scotland fékk dauðafæri þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir. Aukaspyrna var send inn á vítateig Liverpool. Jose kom út úr markinu en náði ekki boltanum sem féll fyrir Jason en þrumuskot af markteig hans sleikti þverslána og fór yfir. Þar slapp Liverpool vel.
Þegar hér var komið við sögu var Fernando Torres kominn til leiks og á 79. mínútu sendi hann boltann í markið. Löng sending kom þá fram völlinn frá Jamie Carragher. Varnarmaður Wigan náði ekki að skalla frá og Fernandi var eldsnöggur á svæðið. Hann lék inn í teig og fór þar framhjá Chris en var þá kominn í þröngt færi. Titus Bramble náði að stöðva skot hans en "Strákurinn" var ekki hættur og náði að hnoða boltanum í markið með hælnum rétt við marklínuna. Vel gert og stuðningsmenn Liverpool fögnuðu marki og hetjunni sinni!
Allt virtist nú vera komið í höfn hjá Liverpool en það náðist nú ekki að halda markinu hreinu frekar en oft á þessari leiktíð. Komið var fram yfir venjulegan leiktíma þegar Charles N´Zogbia fékk boltann hægra megin við vítateginn. Hann lék þaðan inn framhjá þremur varnarmönnum Liverpool og náði að skora án þess að Jose kæmi við vörnum. Enn var vörn Liverpool illa á verði. Skaðinn varð þó ekki meiri og stuðningsmenn Liverpool gátu fagnað sigri eftir tvö töp á heimavelli í röð. Bill Shankly, sem vafalaust fylgdist, með hefur á sínum tíma verið ánægður með stiginn en han hefði viljað sjá betri leik sinna manna eins og aðrir. Sigurinn var þó fyrir öllu í þetta skiptið!
Liverpool: Reina; Carragher, Agger, Skrtel, Insua; Benayoun (Aquilani 81. mín.), Gerrard, Mascherano, Aurelio (Leiva 61. mín.); Kuyt og Ngog (Torres 64. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos og Darby.
Mörk Liverpool: David Ngog (10. mín.) og Fernando Torres (79. mín.).
Gult spjald: Javier Mascherano.
Wigan Athletic: Kirkland; Melchiot, Boyce, Bramble, Figueroa; Gomez (Koumas 82. mín.), Scharner, Diame (Scotland 58. mín.), N’Zogbia og Rodallega. Ónotaðir varamenn: Kingson, Amaya, Cho, Sinclair og De Ridder.
Mark Wigan: Charles N´Zogbia (90. mín.).
Áhorfendur á Anfield Road: 41.116.
Maður leiksins: David Ngog. Frakkinn skoraði fyrsta markið í leiknum. Þar fyrir utan var hann mjög duglegur í sókninni og átti þátt í flestum bestu sóknum Liverpool.
Rafael Benítez: Við þurftum á sigri að halda og hann var fyrir öllu. Við fengum nokkur færi í leiknum og hefðum getað skorað annað markið fyrr en við gerðum. Það hefði breytt miklu. Við náðum svo ekki að bæta við og fengum svo mark á okkur á síðustu mínútunum. Eftir það vorum við svolítið taugaóstyrkir en við unnum.
Fróðleikur
- Þess var minnst fyrir leik að nú eru 50 ár liðin frá því goðsögnin Bill Shankly tók við stjórn Liverpool.
- The Kop myndaði orðin "Shanks - Goðsögn" áður en leikurinn hófst.
- Fernando Torres lék sinn 100. leik með Liverpool og skoraði 61. mark sitt. Þetta var ellefta mark hans á leiktíðinni.
- David Ngog skoraði sjötta mark sitt á þessu keppnistímabili.
- Emiliano Insua lék sinn 40. leik. Hann hefur skorað eitt mark í þeim leikjum.
- Wigan hefur aldrei unnið Liverpool í kappleik.
Hér eru myndir þegar Bill Shankly var minnst af Liverpoolfc.tv.
Hér eru myndir úr leiknum af vefsíðu BBC.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan