| Sf. Gutt
TIL BAKA
600. leikur Jamie Carragher um helgina
Verði Jamie Carragher, leikfær og valinn í lið Liverpool gegn Portsmouth um helgina, þá verður það í 600. sinn sem hann spilar með liðinu sínu. Jamie lék sinn fyrsta leik með Liverpool þegar liðið tapaði 2:1 fyrir Middlesborough á Árbakka þann 8. janúar. Nú stefnir í þann 600. Jamie er ánægður með feril sinn hjá Liverpool og hefur hug á að spila marga leiki í viðbót en hann veit að það er erfitt að halda sæti sínu í liðinu.
"Það er ekki hægt að horfa of langt fram á veginn þegar maður spilar með Liverpool. Fari maður að gera það þá missir maður einbeitinguna á það sem er næst á dagskrá. Þetta hljómar kannski eins og gömul tugga en svona er þetta nú samt. Í byrjun hverrar leiktíðar stefni ég á að spila 50 leiki og ég verð vonsvikinn ef það tekst ekki. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég er að eldast og ég næ kannski ekki þessum leikjafjölda á næstu árum."
Aðeins átta leikmenn Liverpool hafa leikið fleiri en 600 leiki með Liverpool. Jamie verður sá níundi í næsta leik sínum. Hann stefnir á að bæta í leikjasafn sitt áður en hann leggur skóna á hilluna.
"Ég á 18 mánuði eftir af samningi mínum og mig langar til að vera fastamaður á næsta keppnistímabili. Takist mér það gæti ég verið búinn að spila 620 til 25 leiki og svo myndi ég kannski ná svona 40 leikjum á þar næsta keppnistímabili. Gangi þetta svona þá er hugsanlegt að ég verði þá kominn í annað sæti yfir leikjahæstu menn félagsins."
Þessi leiktíð er búin að vera erfið fyrir Liverpool en Jamie bindur vonir við að hún geti endað sómasamlega.
"Ég ligg á bæn um að við vinnum F.A. bikarinn, Evrópudeildina og náum einu af fjórum efstu sætunum. Þetta verður þó barningur fram í maí og við verðum að standa saman til að ná viðunandi árangri."
Hvað svo sem Jamie á eftir að spila marga leiki með Liverpool þá er engum blöðum um það að fletta að hann er búinn að eiga glæsilegan feril með Liverpool. Menn leika ekki 600 leiki með Liverpool nema eitthvað sé í þá spunnið.
"Það er ekki hægt að horfa of langt fram á veginn þegar maður spilar með Liverpool. Fari maður að gera það þá missir maður einbeitinguna á það sem er næst á dagskrá. Þetta hljómar kannski eins og gömul tugga en svona er þetta nú samt. Í byrjun hverrar leiktíðar stefni ég á að spila 50 leiki og ég verð vonsvikinn ef það tekst ekki. Ég geri mér þó grein fyrir því að ég er að eldast og ég næ kannski ekki þessum leikjafjölda á næstu árum."
Aðeins átta leikmenn Liverpool hafa leikið fleiri en 600 leiki með Liverpool. Jamie verður sá níundi í næsta leik sínum. Hann stefnir á að bæta í leikjasafn sitt áður en hann leggur skóna á hilluna.
"Ég á 18 mánuði eftir af samningi mínum og mig langar til að vera fastamaður á næsta keppnistímabili. Takist mér það gæti ég verið búinn að spila 620 til 25 leiki og svo myndi ég kannski ná svona 40 leikjum á þar næsta keppnistímabili. Gangi þetta svona þá er hugsanlegt að ég verði þá kominn í annað sæti yfir leikjahæstu menn félagsins."
Þessi leiktíð er búin að vera erfið fyrir Liverpool en Jamie bindur vonir við að hún geti endað sómasamlega.
"Ég ligg á bæn um að við vinnum F.A. bikarinn, Evrópudeildina og náum einu af fjórum efstu sætunum. Þetta verður þó barningur fram í maí og við verðum að standa saman til að ná viðunandi árangri."
Hvað svo sem Jamie á eftir að spila marga leiki með Liverpool þá er engum blöðum um það að fletta að hann er búinn að eiga glæsilegan feril með Liverpool. Menn leika ekki 600 leiki með Liverpool nema eitthvað sé í þá spunnið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan