| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jólaglaðningur á Anfield!
Liverpool náði kærkomnum jólasigri á öðrum degi jóla þegar liðið lagði Wolverhampton Wanderes 2:0 á Anfield Road. Það var nú ekki neinn glæsibragur á sigrinum og hlutirnir fóru fyrst að ganga eftir að Úlfur varð að yfirgefa völlinn. Samt var sigurinn skref í rétta átt.
Það var kalt og slyddurigning í Liverpool á þessum öðrum degi jóla og menn urðu að hlaupa sér til hita. Leikmenn Liverpool vissu að ekkert annað en sigur kom til greina eftir hrakfarir gegn Portsmouth í síðasta leik fyrir jól.
Liðið byrjaði vel og eftir eina mínútu var Fabio Aurelio búinn að taka aukaspyrnu en laust skot hans fór beint á Marcus Hahnemann í marki Úlfa. Á 6. mínútu náði Alberto Aquilani, sem átti lipra takta á miðjunni, boltanum af harðfylgi á miðjunni og eftir góðan samleik fékk Steven Gerrard boltann fyrir utan teig en skot hans var varið. Mínútu síðar kom Fernando Torres sér í skotstöðu í vítateignum en Marcus sló skot hans yfir.
Eftir þessa góðu byrjun Rauðliða fóru Úlfarnir smá saman að sýna klærnar og á 22. mínútu sneri Sylvan Ebanks-Blake á Jamie Carragher við markteiginn og náði skoti en Jose Reina varði af öryggi. Jose varð svo aftur að verja tveimur mínútum seinna þegar hann sló aukaspyrnu Nenad Milijas yfir. Eftir hornspyrnuna fékk Kevin Doyle dauðafæri en boltinn fór af öxl hans og framhjá þar sem hann var óvaldaður inni á markteig.
Eftir þennan góða leikkafla Wolves gerðist fátt í bili. Leikmenn Liverpool voru daufir og ógnuðu ekki nokkurn hlut fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar Glen Johnson náði að koma sér í skotfæri við vítateigslínuna. Þar náði hann föstu skoti en Marcus varði vel í horn. Ekkert mark var komið þegar dómarinn gaf merki um leikhlé.
Leikmenn Liverpool reyndu að færa aukinn kraft í leik sinn í upphafi síðari hálfleiks og á 51. mínútu lauk góðum samleik með því að Steven fékk boltann utan vítateigs. Hann nái þokkalega góðu skoti en Marcus varði í horn. Mínútu síðar fækkaði um einn í liði Wolves. Stephen Ward togaði þá í Lucas Leiva. Dómarinn mætti á vettvang og bókaði einn félaga hans sem ekkert vitist hafa til saka unnið. Leikmenn Liverpool lögðust á eitt um að benda dómaranum á að rangur maður hefði verið bókaður og það skilaði sér í því að Stephen fékk að líta gult í annað sinn og svo rautt. Litlar sakir kannski en Stephen fékk fyrra spjald sitt fyrir eins brot þegar hann togaði í Yossi Benayoun sem slapp frá honum.
Einum fleiri áttu Úlfarnir ekki neina möguleika en Liverpool óð ekki í færum þrátt fyrir liðmuninn. Þar kom þó að ísinn, þetta kalda síðdegi, var brotinn. Þeir Fabio Aurelio og Emiliano Insua lék vel saman á vinstri kantinum. Emiliano braust framhjá varnarmanni og náði frábærri fyrirgjöf fyrir markið þar sem Steven Gerrard stökk manna hæst í fullum herklæðum og stangaði boltann í markið af miklum krafti. Langþráð mark hjá Steven og það mátti vel sjá á fyrirliðanum að honum var létt. Reyndar var öllum létt í Musterinu. Fallegt skallamark og vonandi er Steven nú kominn í gang eftir daufa tíð.
Stuðningsmenn Liverpool vonuðust að sjálfsögðu eftir markasúpu í kjölfarið á marki fyrirliðans en svo varð ekki. Aðeins eitt annað mark kom. Á 70. mínútu sendi Fabio inn á vítateiginn frá vinstri. Boltinn fór alla leið yfir á fjærstöng þar sem Yossi Benayoun tók við honum, lék framhjá varnarmanni og þrumaði upp undir þaknetið. Boltann rakst aðeins í varnarmann á leiðinni og það hjálpaði kannski aðeins við að skila boltanum rétta boðleið en þetta var vel gert hjá Yossi sem lék vel. Sigurinn var þar með kominn í höfn og jólaskap stuðningsmanna Liverpool batnaði heldur!
Á öðrum degi jóla á sama stað, fyrir nákvæmlega einu ári, treysti Liverpool stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með því að leggja W.B.A. 3:0 á sannfærandi hátt. Nú ári seinna verður baráttan til vors önnur en alveg jafn mikilvæg. Sigurinn í dag er stutt skref í rétta átt en liðið á langt í land með að ná að spila eins og viðunandi getur talist. En það eru jól.-)
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Lucas, Benayoun (Spearing 88. mín.), Aquilani (Pacheco 84. mín.), Gerrard, Aurelio og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Skrtel, Darby og Ngog.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (62. mín.) og Yossi Benayoun (70. mín.).
Wolverhampton Wanderes: Hahnemann, Stearman, Craddock, Berra, Ward, Foley, Henry, Milijas (Mancienne 62. mín.), Jarvis, Ebanks-Blake (Iwelumo 66. mín.) og Doyle (Elokobi 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Hennessey, Castillo, Surman og Maierhofer.
Rautt spjald: Stephen Ward.
Gult spjald: Stephen Ward.
Áhorfendur á Anfield Road: 41.956.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn lék sinn besta leik í langan tíma og var duglegur. Hann var þó langt frá sínu besta en það sáust merki þess að fyrirliðinn sé að komast í gang. Markið hans var magnað og það lagði grunninn að jólaglaðningi dagsins.
Rafael Benítez: Við urðum að vinna og það hafðist. Við héldum hreinu, skoruðum tvö mörk og sköpuðum okkur færi. Núna verðum við að halda okkar striki. Aðalatriðið var að ná þremur stigum og núna verðum við að vera tilbúnir í framhaldið. Stuðningsmenn okkar geta nú notið næstu þriggja eða fjögurra daga. Svo sjáum við til hvort við getum unnið Aston Villa. Það er mikið eftir en við verðum að fara að vinna leiki í röð.
Fróðleiksmolar
- Steven Gerrard skoraði sitt fimmta mark á keppnistímabilinu.
- Markið hjá Gerrard var hans 75. á þessum fyrsta áratug aldarinnar. Þar með er hann markahæsti leikmaður félagsins á áratugnum en hann og Michael Owen voru með 74. mörk fyrir þennan leik.
- Yossi Benayoun skoraði í sjöunda sinn á þessari sparktíð.
- Glen Johnson lék sinn 20. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Stigin þrjú komu Liverpool í 400 deildarstig á valdatíð Rafael Benítez.
- Liverpool hefur unnið 19 af síðustu 23 leikjum við Úlfana.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Það var kalt og slyddurigning í Liverpool á þessum öðrum degi jóla og menn urðu að hlaupa sér til hita. Leikmenn Liverpool vissu að ekkert annað en sigur kom til greina eftir hrakfarir gegn Portsmouth í síðasta leik fyrir jól.
Liðið byrjaði vel og eftir eina mínútu var Fabio Aurelio búinn að taka aukaspyrnu en laust skot hans fór beint á Marcus Hahnemann í marki Úlfa. Á 6. mínútu náði Alberto Aquilani, sem átti lipra takta á miðjunni, boltanum af harðfylgi á miðjunni og eftir góðan samleik fékk Steven Gerrard boltann fyrir utan teig en skot hans var varið. Mínútu síðar kom Fernando Torres sér í skotstöðu í vítateignum en Marcus sló skot hans yfir.
Eftir þessa góðu byrjun Rauðliða fóru Úlfarnir smá saman að sýna klærnar og á 22. mínútu sneri Sylvan Ebanks-Blake á Jamie Carragher við markteiginn og náði skoti en Jose Reina varði af öryggi. Jose varð svo aftur að verja tveimur mínútum seinna þegar hann sló aukaspyrnu Nenad Milijas yfir. Eftir hornspyrnuna fékk Kevin Doyle dauðafæri en boltinn fór af öxl hans og framhjá þar sem hann var óvaldaður inni á markteig.
Eftir þennan góða leikkafla Wolves gerðist fátt í bili. Leikmenn Liverpool voru daufir og ógnuðu ekki nokkurn hlut fyrr en á lokamínútu hálfleiksins þegar Glen Johnson náði að koma sér í skotfæri við vítateigslínuna. Þar náði hann föstu skoti en Marcus varði vel í horn. Ekkert mark var komið þegar dómarinn gaf merki um leikhlé.
Leikmenn Liverpool reyndu að færa aukinn kraft í leik sinn í upphafi síðari hálfleiks og á 51. mínútu lauk góðum samleik með því að Steven fékk boltann utan vítateigs. Hann nái þokkalega góðu skoti en Marcus varði í horn. Mínútu síðar fækkaði um einn í liði Wolves. Stephen Ward togaði þá í Lucas Leiva. Dómarinn mætti á vettvang og bókaði einn félaga hans sem ekkert vitist hafa til saka unnið. Leikmenn Liverpool lögðust á eitt um að benda dómaranum á að rangur maður hefði verið bókaður og það skilaði sér í því að Stephen fékk að líta gult í annað sinn og svo rautt. Litlar sakir kannski en Stephen fékk fyrra spjald sitt fyrir eins brot þegar hann togaði í Yossi Benayoun sem slapp frá honum.
Einum fleiri áttu Úlfarnir ekki neina möguleika en Liverpool óð ekki í færum þrátt fyrir liðmuninn. Þar kom þó að ísinn, þetta kalda síðdegi, var brotinn. Þeir Fabio Aurelio og Emiliano Insua lék vel saman á vinstri kantinum. Emiliano braust framhjá varnarmanni og náði frábærri fyrirgjöf fyrir markið þar sem Steven Gerrard stökk manna hæst í fullum herklæðum og stangaði boltann í markið af miklum krafti. Langþráð mark hjá Steven og það mátti vel sjá á fyrirliðanum að honum var létt. Reyndar var öllum létt í Musterinu. Fallegt skallamark og vonandi er Steven nú kominn í gang eftir daufa tíð.
Stuðningsmenn Liverpool vonuðust að sjálfsögðu eftir markasúpu í kjölfarið á marki fyrirliðans en svo varð ekki. Aðeins eitt annað mark kom. Á 70. mínútu sendi Fabio inn á vítateiginn frá vinstri. Boltinn fór alla leið yfir á fjærstöng þar sem Yossi Benayoun tók við honum, lék framhjá varnarmanni og þrumaði upp undir þaknetið. Boltann rakst aðeins í varnarmann á leiðinni og það hjálpaði kannski aðeins við að skila boltanum rétta boðleið en þetta var vel gert hjá Yossi sem lék vel. Sigurinn var þar með kominn í höfn og jólaskap stuðningsmanna Liverpool batnaði heldur!
Á öðrum degi jóla á sama stað, fyrir nákvæmlega einu ári, treysti Liverpool stöðu sína í efsta sæti deildarinnar með því að leggja W.B.A. 3:0 á sannfærandi hátt. Nú ári seinna verður baráttan til vors önnur en alveg jafn mikilvæg. Sigurinn í dag er stutt skref í rétta átt en liðið á langt í land með að ná að spila eins og viðunandi getur talist. En það eru jól.-)
Liverpool: Reina, Johnson, Carragher, Agger, Insua, Lucas, Benayoun (Spearing 88. mín.), Aquilani (Pacheco 84. mín.), Gerrard, Aurelio og Torres. Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Skrtel, Darby og Ngog.
Mörk Liverpool: Steven Gerrard (62. mín.) og Yossi Benayoun (70. mín.).
Wolverhampton Wanderes: Hahnemann, Stearman, Craddock, Berra, Ward, Foley, Henry, Milijas (Mancienne 62. mín.), Jarvis, Ebanks-Blake (Iwelumo 66. mín.) og Doyle (Elokobi 58. mín.). Ónotaðir varamenn: Hennessey, Castillo, Surman og Maierhofer.
Rautt spjald: Stephen Ward.
Gult spjald: Stephen Ward.
Áhorfendur á Anfield Road: 41.956.
Maður leiksins: Steven Gerrard. Fyrirliðinn lék sinn besta leik í langan tíma og var duglegur. Hann var þó langt frá sínu besta en það sáust merki þess að fyrirliðinn sé að komast í gang. Markið hans var magnað og það lagði grunninn að jólaglaðningi dagsins.
Rafael Benítez: Við urðum að vinna og það hafðist. Við héldum hreinu, skoruðum tvö mörk og sköpuðum okkur færi. Núna verðum við að halda okkar striki. Aðalatriðið var að ná þremur stigum og núna verðum við að vera tilbúnir í framhaldið. Stuðningsmenn okkar geta nú notið næstu þriggja eða fjögurra daga. Svo sjáum við til hvort við getum unnið Aston Villa. Það er mikið eftir en við verðum að fara að vinna leiki í röð.
Fróðleiksmolar
- Steven Gerrard skoraði sitt fimmta mark á keppnistímabilinu.
- Markið hjá Gerrard var hans 75. á þessum fyrsta áratug aldarinnar. Þar með er hann markahæsti leikmaður félagsins á áratugnum en hann og Michael Owen voru með 74. mörk fyrir þennan leik.
- Yossi Benayoun skoraði í sjöunda sinn á þessari sparktíð.
- Glen Johnson lék sinn 20. leik með Liverpool. Hann hefur skorað tvö mörk.
- Stigin þrjú komu Liverpool í 400 deildarstig á valdatíð Rafael Benítez.
- Liverpool hefur unnið 19 af síðustu 23 leikjum við Úlfana.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan