| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Fyrirliðinn vill meira af því sama
Steven Gerrard telur að sigurinn á Úlfunum á annan dag jóla muni koma liðsandanum í rétt horf og að liðið muni nú herðast í baráttunni um að komast í eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni.
Fyrirliðinn fór fyrir sínum mönnum og skoraði fyrsta markið með skalla áður en Yossi Benayoun tryggði sigurinn með marki 20 mínútum fyrir leikslok. Gerrard hefur trú á því að liðið muni nú færast ofar í töflunni ef þeir sýni sama hugarfar og baráttuanda á næstu vikum.
,,Úlfarnir komu hingað vel skipulagðir, það var ljóst að alltaf yrði erfitt að vinna þá," sagði hann. ,,Þetta snerist alltaf um það að bíða eftir tækifærinu. En við vissum að ef við héldum trúnni þá kæmi það, og það gerðist. Þegar maður er ekki að ná góðum úrslitum þá hefur það alltaf áhrif á sjálfstraustið."
,,En við viljum komast á rétt skrið. Leikmönnum líður illa sem stendur. Ef við sýnum sama hugarfar og gegn Úlfunum munum við komast á þann stað sem við viljum vera á."
Jamie Carragher telur að vendipunktur leiksins hafi orðið þegar írska varnarmanninum Stephen Ward var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald.
Carra sagði: ,,Úlfarnir spiluðu vel í fyrri hálfleik, voru skipulagðir og sóttu á okkur úr skyndisóknum nokkrum sinnum. Brottreksturinn rétti okkur hjálparhönd. Þegar maður skorar svo fyrsta markið þá róast maður og seinna markið kláraði leikinn, sérstaklega þar sem þeir voru aðeins með 10 menn. Þetta er það sem við þurftum því við vorum ekki með sjálfstraustið í lagi og þetta róaði klárlega taugarnar."
Fyrirliðinn fór fyrir sínum mönnum og skoraði fyrsta markið með skalla áður en Yossi Benayoun tryggði sigurinn með marki 20 mínútum fyrir leikslok. Gerrard hefur trú á því að liðið muni nú færast ofar í töflunni ef þeir sýni sama hugarfar og baráttuanda á næstu vikum.
,,Úlfarnir komu hingað vel skipulagðir, það var ljóst að alltaf yrði erfitt að vinna þá," sagði hann. ,,Þetta snerist alltaf um það að bíða eftir tækifærinu. En við vissum að ef við héldum trúnni þá kæmi það, og það gerðist. Þegar maður er ekki að ná góðum úrslitum þá hefur það alltaf áhrif á sjálfstraustið."
,,En við viljum komast á rétt skrið. Leikmönnum líður illa sem stendur. Ef við sýnum sama hugarfar og gegn Úlfunum munum við komast á þann stað sem við viljum vera á."
Jamie Carragher telur að vendipunktur leiksins hafi orðið þegar írska varnarmanninum Stephen Ward var vikið af leikvelli með sitt annað gula spjald.
Carra sagði: ,,Úlfarnir spiluðu vel í fyrri hálfleik, voru skipulagðir og sóttu á okkur úr skyndisóknum nokkrum sinnum. Brottreksturinn rétti okkur hjálparhönd. Þegar maður skorar svo fyrsta markið þá róast maður og seinna markið kláraði leikinn, sérstaklega þar sem þeir voru aðeins með 10 menn. Þetta er það sem við þurftum því við vorum ekki með sjálfstraustið í lagi og þetta róaði klárlega taugarnar."
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan