| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Glenn Johnson frá vegna meiðsla
Það virðist ekkert ætla að draga úr meiðslum leikmanna Liverpool á leiktíðinni því í sigurleiknum gegn Aston Villa síðastliðinn þriðjudag fór bakvörðurinn Glen Johnson þjáður af vellinum þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Glen hafði þá farið í tæklingu á sóknarmanni Aston Villa sem lenti svo á löppinni á Glen sem þurfti að fara útaf með hjálp sjúkraliða.
Ekki gat Rafael Benítez sagt til um meiðslin eftir leikinn en eftir að hann hafði farið í rannsókn kom í ljós að meiðslin eru slæm og gæti hann jafnvel verið frá í einhvern tíma.
Talsmaður Liverpool F.C. hafði þetta að segja í gær eftir rannsóknina: "Rannsóknin leiddi í ljós að liðband í hné Glen hefur skaddast. Leikmaðurinn mun hitta sérfræðing á morgun og eftir það munum við geta séð nánar hve lengi hann þarf að vera í endurhæfingu."
Ljóst er að þetta er mikill missir fyrir Liverpool sem er í harðri baráttu núna um fjórða sæti deildarinnar. Glen hefur verið afar sterkur í liði Liverpool á leiktíðinni og hefur til að mynda skorað tvö mörk fyrir liðið en hann mun að öllum líkindum missa af næstu tveimur leikjum liðsins sem eru gegn Reading og Tottenham, jafnvel fleirum ef meiðslin eru slæm. Þetta er í annað skiptið á leiktíðinni sem Glen verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla.
Nú á síðasta degi ársins sagði Rafael Benítez, á Liverpoolfc.tv, að Glen Johnson muni verða frá æfingum og keppni í minnsta kosti einn mánuð. Hann bætti við að betur verði vitað um hversu alvarleg meiðslin séu eftir aðra skoðun hjá sérfræðingi.
Ekki gat Rafael Benítez sagt til um meiðslin eftir leikinn en eftir að hann hafði farið í rannsókn kom í ljós að meiðslin eru slæm og gæti hann jafnvel verið frá í einhvern tíma.
Talsmaður Liverpool F.C. hafði þetta að segja í gær eftir rannsóknina: "Rannsóknin leiddi í ljós að liðband í hné Glen hefur skaddast. Leikmaðurinn mun hitta sérfræðing á morgun og eftir það munum við geta séð nánar hve lengi hann þarf að vera í endurhæfingu."
Ljóst er að þetta er mikill missir fyrir Liverpool sem er í harðri baráttu núna um fjórða sæti deildarinnar. Glen hefur verið afar sterkur í liði Liverpool á leiktíðinni og hefur til að mynda skorað tvö mörk fyrir liðið en hann mun að öllum líkindum missa af næstu tveimur leikjum liðsins sem eru gegn Reading og Tottenham, jafnvel fleirum ef meiðslin eru slæm. Þetta er í annað skiptið á leiktíðinni sem Glen verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla.
Nú á síðasta degi ársins sagði Rafael Benítez, á Liverpoolfc.tv, að Glen Johnson muni verða frá æfingum og keppni í minnsta kosti einn mánuð. Hann bætti við að betur verði vitað um hversu alvarleg meiðslin séu eftir aðra skoðun hjá sérfræðingi.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan