| Sf. Gutt
TIL BAKA
Aukaleik þarf eftir jafntefli
Fyrsti leikur Liverpool á því Herrans ári 2010 endaði með jafntefli. Liðið náði 1:1 jafntefli í Reading í F.A. bikarnum og aukaleik þarf til að útkljá hvort liðið kemst áfram í keppninni.
Það er ekki neina ein heil leiktíð liðin frá því Reading lék á meðal þeirra bestu á Englandi en frá þeim tíma hefur margt gerst. Liðshópurinn er gerbreyttur og nú er liðið í botnbaráttu í næst efstu deild. Það var þó ekki að sjá í þessum leik. Leikmenn mættu ákveðnir til leiks ákaft hvattir til dáða af stuðningsmönnum sínum. Þrír Íslendingar Brynjar Björn Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Ívar Ingimarsson, sem var fyrirliði, hófu leikinn. Sá fjórði Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki orðinn löglegur fyrir leikinn.
Fátt gerðist framan af leik en það mátti strax ljóst vera að Liverpool fékk ekkert gefið í Reading. Fyrsta færið kom ekki fyrr en á 20. mínútu. Dirk Kuyt komst þá upp hægra megin og sendi fyrir. Boltinn barst til David Ngog við fjærstöngina en hann skaut framhjá. Fjórum mínútum seinna lá boltinn í marki Liverpool. Áður höfðu heimamenn viljað fá víti eftir viðskipti Martin Skretl og Gylfa Sigurðssonar. Höfðu þeir nokkuð til síns máls því Martin togaði í Gylfa inni í vítateignum. En fyrrnefnt markið bar þannig til að Emiliano Insua braut klaufalega af sér hægra megin við vítateiginn og dæmd var aukaspyrna. Ryan Bertrand sendi yfir á fjærstöng. Þar virtist boltinn vera að fara út af en Grzegorz Rasiak náði boltanum fyrir markið og þar stýrði hinn ungi Simon Church boltanum í markið af örstuttu færi. Heimamenn trylltust af gleði og verkefni Liverpool varð enn erfiðara.
Liverpool sótti heldur í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn. Á 32. mínútu gaf Dirk fyrir á Fernando Torres sem fékk frían skalla en hann hitti ekki markið og hefði þar átt að gera betur. Fjórum mínútum seinna lagaðist staðan. Emiliano Insua náði þá boltanum af heimamanni úti vinstra megin. Hann skilaði boltanum á Steven Gerrard sem fékk boltann við vinstra vítateigshornið um þrjátíu metra frá marki. Hann sendi fyrir markið og boltinn sveif alla leið í markið án þess að Adam Federici markmaður næði að koma við vörnum. Dirk hljóp inn á vítateiginn í stefnu boltans um leið og Steven sendi boltann og líklega hefur Hollendingurinn fipað Adam. Hvernig sem það var þá gátu stuðningsmenn Liverpool fagnað fyrsta marki ársins.
Liverpool hafði nú undirtök fram að leikhléi. Á 43. mínútu stakk Steven boltanum fram á Fernando sem slapp inn á vítateig. Adam kom út á móti Fernando og bjargaði málinu. Á lokamínútu hálfleiksins sendi Dirk boltann fram á vítateiginn. Fabio Aurelio fékk boltann en skot hans úr góðu færi fór framhjá. Staðan var því jöfn í leikhléi.
Heimamenn voru ákveðnari langt fram í hálfleikinn en fátt var um færi. Gylfi Sigurðsson, sem lék vel, átti góða marktilraun á 55. mínútu. Hann náði að komast framhjá Steven vel utan teigs og þrumaði að marki. Jose Reina varð að vera vel vakandi og varði með því að slá boltann til hliðar. Leikur Liverpool lagaðist eftir að Antonio Aquilani kom til leiks og á lokakaflanum hefði sigur getað náðst. Á lokamínútunni gaf annar varamaður, Yossi Benayoun, fyrir frá vinstri. Í miðjum teig stökk Fernando upp og skallaði yfir opið markið. Ben Hamer varamarkmaður Reading kom æðandi út úr markinu og því hefði boltinn farið í markið ef hann hefði hitt rammann. Jafntefli varð niðurstaðan og voru það sanngjörn úrslit. Aftur þarf að reyna þann 12. janúar og þá má ekkert fara úrskeiðis!
Reading: Federici (Hamer 69. mín.), Gunnarsson, Mills, Ingimarsson, Bertrand, McAnuff, Cisse (Howard 74. mín.), Karacan, Sigurðsson, Church og Rasiak (Long 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Pearce, Tabb, Kebe og Robson-Kanu.
Mark Reading: Simon Church (24. mín.).
Gult spjald: Mills.
Liverpool: Reina, Darby, Skrtel, Carragher, Insua, Kuyt, Leiva, Gerrard, Aurelio (Benayoun 79. mín.), Torres og Ngog (Aquilani 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Degen, Spearing og Babel.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (36. mín.).
Gult spjald: Emiliano Insua.
Áhorfendur á Madejski leikvanginum: 23.656.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Lið Liverpool lék ekki vel en Lucas lék vel á miðjunni eins og svo oft á þessu keppnistímabili. Hann barðist vel og gaf hvergi eftir.
Rafael Benítez: Ég er vonsvikinn því við vildum ekki fá fleiri leiki á dagskrána. Þetta var erfiður leikur en við fáum annað tækifæri á Anfield og vonandi getum við spilað eitthvað betur í þeim leik. Það er öllum ljóst að þetta var erfiður leikur. Þeir börðust vel frá upphafi til enda svo við urðum að standa okkur.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum.
- Þetta var fyrsta viðureign Liverpool og Reading í F.A. bikarnum.
- Steven Gerrard skoraði fyrsta mark Liverpool á því Herrans ári 2010.
- Steven Gerrard skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var tíunda mark hans í F.A. bikarnum.
- Þrír Íslendingar léku með Reading.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Það er ekki neina ein heil leiktíð liðin frá því Reading lék á meðal þeirra bestu á Englandi en frá þeim tíma hefur margt gerst. Liðshópurinn er gerbreyttur og nú er liðið í botnbaráttu í næst efstu deild. Það var þó ekki að sjá í þessum leik. Leikmenn mættu ákveðnir til leiks ákaft hvattir til dáða af stuðningsmönnum sínum. Þrír Íslendingar Brynjar Björn Gunnarsson, Gylfi Sigurðsson og Ívar Ingimarsson, sem var fyrirliði, hófu leikinn. Sá fjórði Gunnar Heiðar Þorvaldsson var ekki orðinn löglegur fyrir leikinn.
Fátt gerðist framan af leik en það mátti strax ljóst vera að Liverpool fékk ekkert gefið í Reading. Fyrsta færið kom ekki fyrr en á 20. mínútu. Dirk Kuyt komst þá upp hægra megin og sendi fyrir. Boltinn barst til David Ngog við fjærstöngina en hann skaut framhjá. Fjórum mínútum seinna lá boltinn í marki Liverpool. Áður höfðu heimamenn viljað fá víti eftir viðskipti Martin Skretl og Gylfa Sigurðssonar. Höfðu þeir nokkuð til síns máls því Martin togaði í Gylfa inni í vítateignum. En fyrrnefnt markið bar þannig til að Emiliano Insua braut klaufalega af sér hægra megin við vítateiginn og dæmd var aukaspyrna. Ryan Bertrand sendi yfir á fjærstöng. Þar virtist boltinn vera að fara út af en Grzegorz Rasiak náði boltanum fyrir markið og þar stýrði hinn ungi Simon Church boltanum í markið af örstuttu færi. Heimamenn trylltust af gleði og verkefni Liverpool varð enn erfiðara.
Liverpool sótti heldur í sig veðrið eftir því sem leið á hálfleikinn. Á 32. mínútu gaf Dirk fyrir á Fernando Torres sem fékk frían skalla en hann hitti ekki markið og hefði þar átt að gera betur. Fjórum mínútum seinna lagaðist staðan. Emiliano Insua náði þá boltanum af heimamanni úti vinstra megin. Hann skilaði boltanum á Steven Gerrard sem fékk boltann við vinstra vítateigshornið um þrjátíu metra frá marki. Hann sendi fyrir markið og boltinn sveif alla leið í markið án þess að Adam Federici markmaður næði að koma við vörnum. Dirk hljóp inn á vítateiginn í stefnu boltans um leið og Steven sendi boltann og líklega hefur Hollendingurinn fipað Adam. Hvernig sem það var þá gátu stuðningsmenn Liverpool fagnað fyrsta marki ársins.
Liverpool hafði nú undirtök fram að leikhléi. Á 43. mínútu stakk Steven boltanum fram á Fernando sem slapp inn á vítateig. Adam kom út á móti Fernando og bjargaði málinu. Á lokamínútu hálfleiksins sendi Dirk boltann fram á vítateiginn. Fabio Aurelio fékk boltann en skot hans úr góðu færi fór framhjá. Staðan var því jöfn í leikhléi.
Heimamenn voru ákveðnari langt fram í hálfleikinn en fátt var um færi. Gylfi Sigurðsson, sem lék vel, átti góða marktilraun á 55. mínútu. Hann náði að komast framhjá Steven vel utan teigs og þrumaði að marki. Jose Reina varð að vera vel vakandi og varði með því að slá boltann til hliðar. Leikur Liverpool lagaðist eftir að Antonio Aquilani kom til leiks og á lokakaflanum hefði sigur getað náðst. Á lokamínútunni gaf annar varamaður, Yossi Benayoun, fyrir frá vinstri. Í miðjum teig stökk Fernando upp og skallaði yfir opið markið. Ben Hamer varamarkmaður Reading kom æðandi út úr markinu og því hefði boltinn farið í markið ef hann hefði hitt rammann. Jafntefli varð niðurstaðan og voru það sanngjörn úrslit. Aftur þarf að reyna þann 12. janúar og þá má ekkert fara úrskeiðis!
Reading: Federici (Hamer 69. mín.), Gunnarsson, Mills, Ingimarsson, Bertrand, McAnuff, Cisse (Howard 74. mín.), Karacan, Sigurðsson, Church og Rasiak (Long 77. mín.). Ónotaðir varamenn: Pearce, Tabb, Kebe og Robson-Kanu.
Mark Reading: Simon Church (24. mín.).
Gult spjald: Mills.
Liverpool: Reina, Darby, Skrtel, Carragher, Insua, Kuyt, Leiva, Gerrard, Aurelio (Benayoun 79. mín.), Torres og Ngog (Aquilani 68. mín.). Ónotaðir varamenn: Cavalieri, Kyrgiakos, Degen, Spearing og Babel.
Mark Liverpool: Steven Gerrard (36. mín.).
Gult spjald: Emiliano Insua.
Áhorfendur á Madejski leikvanginum: 23.656.
Maður leiksins: Lucas Leiva. Lið Liverpool lék ekki vel en Lucas lék vel á miðjunni eins og svo oft á þessu keppnistímabili. Hann barðist vel og gaf hvergi eftir.
Rafael Benítez: Ég er vonsvikinn því við vildum ekki fá fleiri leiki á dagskrána. Þetta var erfiður leikur en við fáum annað tækifæri á Anfield og vonandi getum við spilað eitthvað betur í þeim leik. Það er öllum ljóst að þetta var erfiður leikur. Þeir börðust vel frá upphafi til enda svo við urðum að standa okkur.
Fróðleikur.
- Liverpool hefur unnið F.A. bikarinn sjö sinnum.
- Þetta var fyrsta viðureign Liverpool og Reading í F.A. bikarnum.
- Steven Gerrard skoraði fyrsta mark Liverpool á því Herrans ári 2010.
- Steven Gerrard skoraði sjötta mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var tíunda mark hans í F.A. bikarnum.
- Þrír Íslendingar léku með Reading.
Hér eru myndir úr leiknum af Liverpoolfc.tv.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan