| Heimir Eyvindarson
TIL BAKA
Dossena á leið til Napoli?
Sky Sport fullyrðir í dag að Riccardo Bigon yfirmaður íþróttamála hjá Napoli sé á leið til Liverpool til að freista þess að ná samningum við liðið um kaup á Andrea Dossena.

Dossena er klárlega einn af þeim leikmönnum sem Rafael Benítez mun reyna að losa sig við í janúar, en bakvörðurinn ítalski hefur einungis leikið fimm leiki með aðalliðinu á þessu tímabili og þar af einungis þrjá í byrjunarliði.
Dossena hefur einnig verið orðaður við Roma upp á síðkastið, en hann er talinn hafa mikinn áhuga á að spila aftur í heimalandi sínu. Einhver spænsk félög eiga víst líka að hafa borið víurnar í kappann að undanförnu og ekki er talið útilokað að hann endi þar í landi.
Fyrst og fremst vill hann þó auðvitað komast til liðs þar sem hann fær að spila, en með því myndi hann auka líkurnar á að komast í HM hóp Ítala fyrir sumarið.

Dossena er klárlega einn af þeim leikmönnum sem Rafael Benítez mun reyna að losa sig við í janúar, en bakvörðurinn ítalski hefur einungis leikið fimm leiki með aðalliðinu á þessu tímabili og þar af einungis þrjá í byrjunarliði.
Dossena hefur einnig verið orðaður við Roma upp á síðkastið, en hann er talinn hafa mikinn áhuga á að spila aftur í heimalandi sínu. Einhver spænsk félög eiga víst líka að hafa borið víurnar í kappann að undanförnu og ekki er talið útilokað að hann endi þar í landi.
Fyrst og fremst vill hann þó auðvitað komast til liðs þar sem hann fær að spila, en með því myndi hann auka líkurnar á að komast í HM hóp Ítala fyrir sumarið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan