| Sf. Gutt
TIL BAKA
Jamie biðst afsökunar!
Jamie Carragher hefur nú stigið fram eftir hörmungina í gærkvöldi og beðist forláts á leik Liverpool! Hann segir ekki annað hægt en að biðja þá sem horfðu á leikinn á Anfield eða í sjónvarpi afsökunar á leik liðsins!
"Þetta var mjög slæmt kvöld fyrir Liverpool og það verður ekki undan þeirri staðreynd vikist að við þurftum að gera mun betur gegn liði úr neðri deild. Við verðum að biðjast afsökunar á því hvernig við lékum og hrósa Reading. Við viljum allir vinna en þegar það tekst ekki verðum við að geta tekið tapi. Þeir áttu sigurinn skilið og við verðum að sætta okkur við það. En um leið verðum við að líta í eigin barm og viðurkenna að framganga okkar var ekki ásættanleg."
"Við verðum að standa okkur betur og ná okkur á strik. Það eru enn fjórir mánuðir eftir af þessu erfiða keppnistímabili og ekki gera þessi úrslit okkur auðveldara fyrir. En við erum Liverpool. Þetta gengur ekki svona lengur og við verðum að bæta okkur. Hjá Liverpool Football Club eru gerðar ákveðnar kröfur. Við erum ekki að uppfylla þær núna og við gerðum okkur allir grein fyrir því. Núna verða allir að standa saman og berjast."
"Þetta var mjög slæmt kvöld fyrir Liverpool og það verður ekki undan þeirri staðreynd vikist að við þurftum að gera mun betur gegn liði úr neðri deild. Við verðum að biðjast afsökunar á því hvernig við lékum og hrósa Reading. Við viljum allir vinna en þegar það tekst ekki verðum við að geta tekið tapi. Þeir áttu sigurinn skilið og við verðum að sætta okkur við það. En um leið verðum við að líta í eigin barm og viðurkenna að framganga okkar var ekki ásættanleg."
"Við verðum að standa okkur betur og ná okkur á strik. Það eru enn fjórir mánuðir eftir af þessu erfiða keppnistímabili og ekki gera þessi úrslit okkur auðveldara fyrir. En við erum Liverpool. Þetta gengur ekki svona lengur og við verðum að bæta okkur. Hjá Liverpool Football Club eru gerðar ákveðnar kröfur. Við erum ekki að uppfylla þær núna og við gerðum okkur allir grein fyrir því. Núna verða allir að standa saman og berjast."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan