| Sf. Gutt
TIL BAKA
Salif hefur trú á Liverpool
Salif Diao, fyrrum leikmaður Liverpool, stóð sig vel í leiknum í gær. Hann hefur trú á gamla liðinu sínu og hældi leikmönnum þess eftir leikinn.
"Ég held að þeir hafi sýnt að þeir treysta ekki bara á Torres og Gerrard. Ég tel að það séu góðar líkur á að þeir nái einu af fjórum efstu sætunum. Þeir eiga magnaða leikmenn til góða, sem eru nú úr leik, og liðið er frambærilegt án þessara aðalmanna. Þeir þurfa á því að halda að heppnin gangi svolítið í lið með þeim en margt hefur verið þeim mótdrægt."
Það er erfitt að leggja Stoke að velli á heimavelli þeirra og Salif hrósaði leikmönnum Liverpool fyrir góða baráttu.
"Mér fannst leikmenn Liverpool sýna hugrekki því það er búið að tala mikið um þann vanda sem liðið er í. Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að standa sig við svoleiðis aðstæður. Það getur líka verið snúið að hafa áhorfendur á móti sér. Við svona aðstæður missa menn stundum móðinn og vilja ekki fá boltann en það var ekki að sjá. Það kom þeim vel að stuðningsmenn þeirra stóðu við bakið á þeim."
"Ég held að þeir hafi sýnt að þeir treysta ekki bara á Torres og Gerrard. Ég tel að það séu góðar líkur á að þeir nái einu af fjórum efstu sætunum. Þeir eiga magnaða leikmenn til góða, sem eru nú úr leik, og liðið er frambærilegt án þessara aðalmanna. Þeir þurfa á því að halda að heppnin gangi svolítið í lið með þeim en margt hefur verið þeim mótdrægt."
Það er erfitt að leggja Stoke að velli á heimavelli þeirra og Salif hrósaði leikmönnum Liverpool fyrir góða baráttu.
"Mér fannst leikmenn Liverpool sýna hugrekki því það er búið að tala mikið um þann vanda sem liðið er í. Það getur verið erfitt fyrir leikmenn að standa sig við svoleiðis aðstæður. Það getur líka verið snúið að hafa áhorfendur á móti sér. Við svona aðstæður missa menn stundum móðinn og vilja ekki fá boltann en það var ekki að sjá. Það kom þeim vel að stuðningsmenn þeirra stóðu við bakið á þeim."
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!
Fréttageymslan